Morgunn - 01.06.1975, Side 68
66
MORGUNN
tannpínan hana, og það svo greinilega, að liún fann aldrei
til hennar í nær misseri á eftir. Læknum er það heldur eigi
ókunnugt, að stundmn komi menn til þeirra friðlausir af
tannpínu. En þegar þeir setjast niður og sjá verkfærin, hverf-
ur tannpínan. Engu síður getur þetta borið við, þótt um harð-
gjöra menn sé að ræða.
Þetta sýnir, að tanntaugin sjálf er óskemmd eða heilbrigð
í raun og veru, þótt kvölin geti tekið þar festu. Að öðrum
kosti gæti kvölin eigi horfið frá á svipstundu, án þess að koma
bráðlega aftur, og það fyrir lítilfjörleg atvik. Sviplík áhrif
frá öðrum ætti því stundum að geta læknað tannpínu. Einnig
getur það borið við, að brjálaðir menn vakni eins og af ónota
svefni, og séu orðnir alheilbrigðir um leið. Eins og áður er
tekið fram, er það víst talsvert algengt, að hugstöðvar hjá
brjáluðum mönnum séu í raun og veru heilbrigðar. Brjál-
semin stafi frá kyrrstöðu þeirra, rangri leiðslu milli frumu-
kerfanna, samþjáning eða þá, að einhvers konar kvöl tekur
sér bólfestu í hugstöðvunum. Það mun því enginn efi á því,
að fjölda marga af brjáluðum mönnum mætti lækna með
hugskeytum, ef eigi vantaði kunnáttu og krafta til þess. Hið
sama gildir og um margs konar taugaveiklun og yfir höfuð
alla þá sjúkdóma, er geta læknazt með auknum starfsþrótti
og ákveðinni sterkri trú eða hugsun.
Oft er talað um, að meðalatrúin hafi læknað þennan eða
hinn, eða þá að líf sjúklingsins sé þeim að þakka, er stund-
aði hann. Þetta er þrásinnis rétt séð. En ef hægt væri að leiða
inn í huga sjúklingsins sams konar styrk og ró eins og með-
alatrúin veitir honum, þá reyndist það oft jafngott til heilsu-
bótar og meðulin.
Huglækningar hafa þekkzt á öllum öldum, en fram undir
vora tíma hafa þær verið taldar til kraftaverka, af því að
menn skildu þær eigi. Einnig eru þeir tiltölulega fáir, sem
hafa þá hreysti og andans styrkleika, sem vanalega útheimt-
ist við lækningarnar, og menn hafa eigi heldur kunnað að
beita áhrifunum á réttan hátt. Eitt af störfum læknisfræð-
innar er því að kynna sér þetta sem bezt, enda stigið spor í