Morgunn - 01.06.1975, Side 76
74
MORGUNN
hvort fyrir öðru, þar til ég gat horfzt í augu við hana. Hún
sefaðist þá, settist niður og sagði: „Þú gerir rangt Hermann,
að reyna að neyða mig til að hætta við áform mitt. Þú veizt,
að þú hefir allt vald yfir mér, ef ég sé í augun á þér. Þess
vegna máttu eigi nota það, og banna mér að drepa mig í ánni.
Líttu á, hvernig hún fossar kolmórauð fram, þarna í strengn-
um fyrir ofan Klaufarvaðið. Ef ég kastaði mér þar í streng-
inn, væri ég á svipstundu dauð. Heldurðu, að ég viti ekki
sjálf, hvernig ástand mitt er, að ég er brjáluð og get aldrei
lifað nema mér til kvalar og öðrum til sorgar og armæðu.
Síðan ég brjálaðist hefir aldrei gripið mig eins sterk löngun
til að granda mér eins og nú og hefi heldur aldrei fundið
það jafn glöggt, að guð muni fyrirgefa mér það. Hann hlýtur
að sjá, hve bágt ég á og vorkenna mér. Það er því illa gert
af þér, og sjálfsagt synd, að beita þessu valdi, sem þú hefir
yfir mér til að hindra mig. Þú mátt ekki horfa svona á mig.
Ég þoli það ekki. Ég særi þig við guð og hana móður þína,
að lofa mér að drepa mig.“
Ég sat svo, að ég gæti horft beint framan í Jónu. Vildi
vera til taks að grípa hana, ef hún gerði sig líklega til að
stökkva á fætur; líka reyndi ég eins og ég gat, að verka á
hana með hugskeytum, þótt mér virlist hún hafa rétt fyrir
sér. Grátandi bað hún og bað, að hún mætti fara í ána, en
ég „maldaði í móinn.“ — Loks endaði þetta þó með því, að
við leiddumst hlæjandi heim og með glettnisyrðum.
Eg var sama og ekkert með Jónu nema æðisdagana. Hina
þrjá dagana á milli var ég við útistörf. Þarf ekki að fjölyrða
það, að smátt og smátt varð hún auðsveipari. Og eftir því,
sem hún var rólegri æðisdaginn, því léttari var hún í skapi
raunadaginn, og leið svo þar af leiðandi betur heilbrigðis-
daginn. Gleðidaginn varð ekki heldur önnur breyting á
henni, en sú, að hún var léttlynd og glaðvær. Þegar við skild-
um þá um vorið, mátti því segja, að hún væri orðin næst
um því heilbrigð í þrjá daga, en fjórða daginn með dálitlu
rugli, og hálf æðislegri kátínu
Mig sárlangaði til að segja fóstru miimi, að ég teldi mig