Morgunn - 01.06.1975, Page 81
HUGLÆKNINGAR
79
verið sagt um þá, er höfðu hann, að þeir hefðu ægishjálm
í augum.
Guðdómskraftar Jesú voru svo styrkir, að hann gat veitt
þá öðrum. Lærisveina sína fyllti hann guðmóði, og veitti
þeim lækningakraft. Og þegar hann gekk á vatninu, gat sál
hans eigi aðeins að mestu upphafið eðlisþyngd líkamans, held-
ur leiðir hann einnig þennan kraft yfir til Péturs. Sýnir
þetta ljóslega, hve mikið vald og skilning Jesús hefir haft
yfir eðli sínu, huga og sál.
En er hann steig niður af fjallinu,
fylgdi honum mikill mannfjöldi. Og sjá,
líkþrár maSur kom til hans, laut honum
og mœlti: Herra, ef þú vilt, getur þú
hreinsaS mig. Og hann rétti út höndina,
snart hann og sagSi: Ég vil, verSir þú
hreinn. Og jafnskjótt varS líkþrá hans
hrein. Og Jesús segir viS hann: Gœt þess,
aS segja þaS engum, en far burt, sýn þig
prestinum, og ber fram gjöfina, sem Móse
skipaSi fyrir, þeim til vitnisburSar.
Matt, 8, 2-4.