Morgunn - 01.06.1975, Qupperneq 84
Séra Jón Auð-
uns sjötugur
Eins og sjá má á öðrum greinum hér í tíma-
ritinu, eru ský tekin að hrannast upp á himin
frjálslyndis í íslenzkri kirkju. Er ekki annað
að sjá, en að kirkjan hafi nú snúið við á þróunarferli sínum
og framfara, og stefni nú beint afturábak til hugsunarháttar
miðalda. Harma víðsýnir velunnarar kirkjunnar mjög þessa
öfugþróun, sem greinilega birtist í furðulegrí samþykkt presta-
stefnu í Skálholti i júnímánuði s.l. og gerð er að umtalsefni í
öðrum greinum hér í tímaritinu.
Víðsýnustu og vinsælustu prestar íslendinga eru nú teknir
að reskjast margir hverjir. Dr. theol. Jakob Jónsson og séra
Jón Thorarensen eru komnir á áttræðisaldur og séra Benja-
mín Kristjánsson er gamall maður. Og þann 5. febrúar á þessu
ári varð séra Jón Auðuns, fyrrv. dómprófastur sjötugur. Séra
Jón var eðlilegur arftaki Einars H. Kvarans, sem forystumað-
ur Sálarrannsóknarfélags Islands, þegar skáldið skildi við
oss. Séra Jón var forseti félagsins 1939—1957 og ritstjóri
Morguns frá 1940-1963. Fyrir frábær störf í þágu félagsins
og þess málefnis sem það herst fyrir, var séra Jón kjörinn
heiðursfélagi SRFl órið 1972. I efnisskrá Morguns, sem nær
fram til ársins 1969 fyllir upptalningin á greinum séra Jóns
13 blaðsíður; auk alls annars sem hann hefur ritað, rætt og
þýtt.
I viðtalsþáttum, sem ritstjóri Morgunbláðsins, Matthias Jo-
hannessen, átti við hann sjötugann, lýsir séra Jón því, hve
djúp áhrif séra Haraldur Nielsson hafði á hann. Um hann
segir séra Jón m. a.: „Hann leiddi mig inn í hinn auðga heim
trúarbragðanna, opnaði augu mín fyrir því, hve ótal margt
er sameiginlegt í öllum æðri trúarbrögðum. Þetta varð auð-
vitað til þess, að ég hef síðan ekki getað samsinnt því, að