Morgunn - 01.06.1975, Blaðsíða 91
í STUTTU MÁLI
89
ekki verið komið í það lag, að hún gæti fengið hana greidda.
Hún sá engin ráð til þess að geta greitt sjúkrahúsvistina né
jarðarfararkostnaðinn, og var engan veginn viss um, að móð-
irin mundi gera það fyrir hana.
Eftir jarðarförina gekk hún frá því litla dóti, sem þau áttu
og kom því í geymslu. Tók hún þá eftir ofurlitlum svörtum
böggli, sem hún kannaðist ekki við, en athugaði ekkert hvað
í honum var.
Um það bil sex vikum seinna vaknar hún árla morguns
og heyrir að umferð er byrjuð um götuna. Þá finnst henni
allt í einu að hún standi fyrir framan húsið þeirra. Maður
hennar stóð skammt frá og hallaðist upp við tré. Án þess að
segja nokkurt orð við hana, benti hann á húströppumar. Og
þar lá svarti böggullinn. Við það vaknaði hún.
Hún gat ekki gleymt draumnum, og þar kom, að hún fór
að leita að svarta bögglinum. Fann hún böggulinn og reynd-
ust vera i honum margra ára kvittanir fyrir iðgjöldum bónda
hennar, svo og sjálft tryggingaskjalið. Var svo mn húið, að
hún fékk tryggingarféð greitt. En hefði hún ekki fundið skjöl-
in fyrr en átján dögum seinna, hefðu þau verið ónýt og verð-
laus. Og svo hefði vafalaust farið, ef hana hefði ekki dreymt
drauminn. Ugglaust er, að hinn látni hefur haft fullan hug
á að hjálpa bágstaddri konu sinni, enda traust hennar til
hans verið fullkomið á meðan bæði lifðu.
(Tvær síðustu frásagnirnar eru úr bókinni Hidden Chan-
nels of The Mind eftir dr. Louisu E. Rhine.)