Morgunn - 01.06.1975, Side 96
94
MORGUNN
frá bókaútgáfu Amar og örlygs. Þetta er hið þarfasta verk,
því þessar bækur hafa að geyma umhugsunarefni, sem eru
alveg sérstaklega mikilvæg á atómöld.
Eitt er það, sem fyrst í stað kann að verða kenningum þess-
arar bókar nokkur fjötur um fót hér á íslandi, en það er að
í henni er gengið út frá endurholdgunarkenningunni sem
sjálfsögðum hlut. Bókin er öll byggð á þeim forsendum. Það
hefði þvi ef til vill verið betra að kynna á undan henni hina
ágætu bók sálfræðingsins Ginu Cemiinara MANY MAN-
SIONS, en hún er vafalítið bezta bók um endurholdgunar-
kenninguna og lögmál orsaka og afleiðinga (karma), sem út
hefur komið eftir 1950. En þetta stendur til bóta, þvi sú bók
mun vera væntanleg frá sama forlagi. Sú bók er eins konar
ævisaga Edgars Cayces og greinir meðal annars einmitt frá
því, hve erfitt hinn vakandi Cayce, sem var bókstafstrúar-
maður uppá gamla mátann, átti með að trúa sínum eigin
dálestrum, þar sem endurholdguninni var haldið fram sem
ófrávíkjanlegu lögmáli. Fór svo að lokum, að Cayce sann-
færðist algjörlega um raunveruleik þessa lögmáls.
Hin foma kenning um endurholdgun hefur um aldir og
áraþúsund verið ein grundvallarkenning austrænna trúar-
bragða. Hér á Vesturlöndum fór hún ekki að vekja verulega
eftirtekt fyrr en á 20. öld, og þá einkum i sambandi við út-
breiðslu guðspekinnar. Meðal hinna miklu hugsuða fom-
grískrar menningar gætir þessarar kenningar mjög. Hún
hefur sennilega borist Grikkjum frá Egyptum. Þannig trúði
mesti stærðfræðingur og heimspekingur 6. aldar fyrir Krist
Pyþagóras á endurholdgun. Trúði hann á sálina sem hugsun
guðs, eins og hann komst svo fallega að orði; og að jarðlíkam-
inn væri aðeins einn af ótal bústöðum sálarinnar á þróunar-
leið hennar.
Á sama máli voru mjög margir griskir spekingar, sem uppi
voru á eftir Pyþagórasi, og stendur ljómi af nöfnum margra
þeirra enn í dag, svo sem Plató, Sókrates og Aristoteles. Og
sjálfur Ágústinus kirkjufaðir virðist hafa lagt trúnað á þetta
lögmál, því hann sagði: „Boðskapur Platós, sem er hreinastur