Morgunn - 01.06.1975, Síða 98
96
MORGUNN
Jesús var og hvað hann var að gera þessi margumtöluðu
„þöglu ár.“
En þessi bók eftir Jeffrey Furst fjallar um miklu fleira, t.d.
meyjarfæðinguna, krossfestinguna, upprisu Krists, hvítasunn-
una og næstu komu Frelsarans til jarðarinnar. Þá er hér lýst
síðustu kvöldmáltiðinni og skilgreind lilutverk lærisveinanna,
hvers um sig. Þá má gera ráð fyrir að mörgmn kunni að
þykja allfróðlegt að kynnast fyrri holdtekjum Krists, en hér
er rekið stórum dráttum í hvaða mönnum andi hans hafi
áður birst á jörðinni.
I þessari merku bók er að finna feiknafróðleik um hinn
mikla Meistara og tíma hans. Og hvort sem lesendur leggja
trúnað á þessar furðulega nákvæmu frásagnir, sem enginn
hefur talið sig hafa vitað neitt um áður, eða ekki, þá er hitt
víst, að hér er ærið umhugsunarefni.
Bók þessi kann að reynast sumum nokkuð þung í lestri
svona fyrst í stað, sökum þess forms, sem höfundur hefur
valið henni. En það borgar sig áreiðanlega að gefa sér góðan
tíma til þess að kynnast efni hennar, því ekki verður því neit-
að að víða er hér rækilega fyllt í eyður Bibliunnar. Sjálfsagt
er að beita hér aðgát og dómgreind í mati á efni þessara dá-
lestra. Við vitum ennþá svo lítið um miðilshæfileikann og
þá sérstaklega ekki að hve miklu leyti persónuleiki, þekking
og skaphöfn miðilsins kann að móta eða hafa á'hrif á það
efni, sem frá honum kemur.
Þeir örn og örlygur eiga þakkir skildar fyrir það nauð-
synjaverk að gefa bækumar um Cayce út á íslenzku, því efni
þeirra á ærið erindi til nútímans.
Hið mikla vandaverk að snúa þessari bók á islenzku liefur
Dagur Þorleifsson leyst af hendi með sóma.