Fréttablaðið - 19.11.2010, Page 34

Fréttablaðið - 19.11.2010, Page 34
2 Nemendur við Fjölbrautaskólann í Breiðholti opna samsýningu á skúlptúrverkum í Galleríi Tukt í Hinu húsinu á morgun, laugardag, milli klukkan 16 og 18. Þar verða til sýnis lokaverkefni nemenda úr skúlptúráfanga sem þeir hafa setið í vetur. Sýningin stendur til 3. desember. „Við vildum rammíslenskt nafn, stutt og laggott, og eftir mikl- ar vangaveltur varð Esjan fyrir valinu. Nú geta stelpurnar sagst ætla á pinnahælum á Esjuna,“ segir Draupnir Rúnar Draupnis- son, einn þriggja eigenda nýs skemmtistaðar á horni Austur- strætis og Pósthússtrætis. 25 ára aldurstakmark verður inn á Esjuna en Draupnir segir þennan aldurshóp hafa verið utanveltu. „Við skynjuðum það á fólki kringum okkur að þessum aldurshóp fannst hann hvergi eiga heima lengur, nema kannski á börum. Þetta fólk langar auðvit- að líka til að dansa en á Esjunni er framúrskarandi dansgólf og góð aðstaða til að spjalla. Þetta er elegant og kósí staður.“ Draupnir Rúnar hefur undan- farnar vikur staðið í ströngu ásamt félögum sínum, Gunnari Traustasyni og Elvari Má Atla- syni, við standsetningu Esjunn- ar, en áður var skemmtistaðurinn Apótekið í húsnæðinu. Draupnir Rúnar segir þá hafa snúið öllu við. „Öllu 2007-dótinu af Apótekinu var sópað út og búin til ný ljós og sófar og málað í öðrum litum. Hanna Stína arkitekt sá um breyt- ingarnar og útkoman er glæsi- leg. Tónlistin á staðnum verður ný danstónlist í bland við gamalt og gott. Í framhaldinu sjáum við líka fyrir okkur fjölbreytta við- burði, meðal annars lifandi tón- list,“ segir Draupnir. Opnunarteitið hefst klukkan 21 í kvöld og stendur til miðnættis. Klukkan 22 hefst létt dagskrá, meðal annars tískusýning, og von- ast Draupnir Rúnar til að sjá sem flesta. „Það eru allir 25 ára og eldri hjartanlega velkomnir með góða skapið á Esjuna í kvöld.“ heida@frettabladid.is Á pinnahælum á Esjuna Nýr skemmtistaður verður opnaður í kvöld í Austurstræti þar sem áður var Apótekið. Staðurinn er ætlaður aldurshópnum 25 ára og eldri og hefur fengið nafnið Esjan. „Við snerum öllu við og sópuðum 2007 dótinu af Apótekinu út,“ segir Draupnir Rúnar, einn þriggja eigenda skemmtistaðarins Esjunnar sem verður opnaður í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Ég er að drekka aada drykkinn og líkar vel. Mér finnst hann hjálpa mér að viðhalda orkunni og styrkja ónæmiskerfið mitt sem ég þarf á að halda vegna þess að ég er að æfa mjög mikið fyrir komandi mót.” VIKTOR KRISTMANNSSON er íþróttamaður og 9 faldur íslandsmeistari í fimleikum og smáþjóðaleikameistari. Á tilboði fram að jólum í næstu verslun Engiferdrykkurinn aada frá My Secret E n g i f e r e h f | D i g r a n e s v e g i 1 0 | 2 0 0 K ó p a v o g i | S í m i 5 2 7 - 2 7 7 7 | w w w. m y s e c r e t . i s

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.