19. júní


19. júní - 19.06.1980, Side 35

19. júní - 19.06.1980, Side 35
Hvers vegna 19. júní? Ýmsir eru þeir meðal yngri kyn- slóðarinnar, sem spyrja eitthvað á þá lund, hvaða dagur 19. júní sé eiginlega og hvernig þetta heiti ársrits KRFÍ sé til komið. Hinum eldri, sem þekkja forsögu þessa nafns, furðar oft þessi fáfræði, og til að bæta hér nokkuð úr, þykir rit- nefnd við hæfi að rifja upp helstu atriði þeirrar sögu. Hinn 19. júní árið 1915 fengu ís- lenskar konur kosningarétt og kjörgengi til Alþingis til jafns við karla, að vísu með vissum aldurs- takmörkunum í fyrstu, en þær voru felldar niður fimrn árum síð- ar. velli, en síðan varð 19. jútií árlegur minnisdagur þessa megináfanga í jafnréttisbaráttunni. Til að undirstrika þegnskap sinn samfara fengnum rétti ákváðu konur strax á fyrsta kvenréttinda- deginum að beita sér fyrir stofnun landsspítala og stofnuðu sjóð í því Þessum mikilsverða sigri fögn- uðu íslenskar konur þegar við setningu Aljhngis 7. júlí 1915 með miklum hátiðahöldum á Austur- skyni. 19. júní varð sjálfkjörinn fjáröflunar- og baráttudagur þessa þjóðþrifamáls, þar til byggingu spítalans var lokið árið 1930, auk j^ess sem hann var um nokkurt árabil hátíðlegur haldinn með úti- samkomum og fögnuði. Var 19. júní þá ýmist nefndur kvennadag- urinn, kvenréttindadagurinn eða Landsspítalasjóðsdagurinn. Til stuðnings Landsspítalamál- inu, svo og til að eggja konur til að neyta fengins frelsis, hóf Inga Lára Lárusdóttir útgáfu mánaðarrits árið 1917, sem bar heitið 19. júní. Þetta rit kom út reglulega til árs- loka 1929. Síðan liðu rúmir tveir áratugir, þar til árið 1951, að KRFl hóf út- gáfu ársrits undir þessu sama heiti, aðallega að frumkvæði Svöfu Þór- leifsdóttur, er varð fyrsti ritstjóri blaðsins. Hefur hinn endurvakti 19. júní komið út óslitið síðan. I fyrsta tölublaði gerði Svafa grein fyrir tilurð blaðsins og gaf þá skýringu á heiti þess, að það mætti verða til að „vekja oss þann metn- að að láta eigi falla í gleymsku og dá minninguna um . . . árið 1915.“ Þeim tilgangi á það enn að þjóna. J. M. G. Frá fyrsta kvenrétt- indadeginum 1915. Hátíðasamkoma á Austurveili við setn- ingu Alþingis. 33

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.