19. júní


19. júní - 19.06.1980, Page 42

19. júní - 19.06.1980, Page 42
Katrín Pálsdóttir. Rætt við nema í húsgagna- smíði. Talið frá vinstri: Lára, Sigríður og Jóhanna. Húsgagnasmiðir »Ég var satt að segja mjög svartsýn þegar ég fór að leita mér að starfi eftir að hafa lokið grunn- deildinni í Iðnskólanum. Eg fór á hvert verkstæðið á fætur öðru og fékk alls staðar sama svarið: „Þetta er nú ekki kvenmannsverk góða“.“ Það er Lára Björnsdóttir nemi i húsgagnasmíði, sem fékk þannig móttökur hjá húsgagnaframleið- endum, þegar hún var í atvinnuleit fyrir einu ári síðan, eftir að hún lauk fyrsta árinu í Iðnskóla. En eftir heimsókn á nokkra staði fékk hún starf í Gamla kompaníinu og líkar vel. Lára er ein þeirra stúlkna, sem hefur farið inn á hið hefðbundna starfssvið karla og það hafa einnig gert stöllur hennar, þær Jóhanna Ríkey Sigurðardóttir og Sigríður 40 Guðsteinsdóttir. Þær hafa allar lokið námi sínu í framhaldsdeild Iðnskólans og næsta vor taka þær sveinspróf í húsgagnasmíðinni. En hvað skyldi hafa vakið áhuga stúlknanna á smíði? „Pabbi minn er húsasmiöur og hann var alltaf með alls konar verkfæri heima i bílskúrnum, sem ég stalst í. Eg hafði gaman af því að búa til alls konar hluti úr tré og ekki minnkaði áhuginn, þegar ég fékk að spreyta mig á smíði í skólanum," segir Jó- hanna. Eftir að Jóhanna lauk grunn- deild Iðnskólans fór hún út á vinnumarkaðinn og fékk starf hjá Kristjáni Siggeirssyni. Þar vann hún í eitt ár og hélt svo áfram námi í framhaldsdeild. „Eg vildi fullvissa mig um, að mér líkaði starfið, áður en ég hélt áfram námi i framhaldsdeildinni,“ segir hún. Þær Lára og Sigríður eru 1 7 ára gamlar. Þær fóru í Iðnskólann, eftir að hafa lokið prófi úr 9. bekk grunnskóla. Jóhanna er aftur á móti gagnfræðingur og settist síð- an í Iðnskólann. Hún er 19 ára gömul. Þær Lára og Sigríður eru úr Kópavogi. Þar fengu þær að dunda við smíðar í barnaskóla og þar vaknaði áhuginn. Síðan völdu þær aftur smíði í 9. bekk og sögðu, að þá hefðu þær verið ákveðnar í því að fara i Iönskólann.

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.