19. júní


19. júní - 19.06.1980, Síða 42

19. júní - 19.06.1980, Síða 42
Katrín Pálsdóttir. Rætt við nema í húsgagna- smíði. Talið frá vinstri: Lára, Sigríður og Jóhanna. Húsgagnasmiðir »Ég var satt að segja mjög svartsýn þegar ég fór að leita mér að starfi eftir að hafa lokið grunn- deildinni í Iðnskólanum. Eg fór á hvert verkstæðið á fætur öðru og fékk alls staðar sama svarið: „Þetta er nú ekki kvenmannsverk góða“.“ Það er Lára Björnsdóttir nemi i húsgagnasmíði, sem fékk þannig móttökur hjá húsgagnaframleið- endum, þegar hún var í atvinnuleit fyrir einu ári síðan, eftir að hún lauk fyrsta árinu í Iðnskóla. En eftir heimsókn á nokkra staði fékk hún starf í Gamla kompaníinu og líkar vel. Lára er ein þeirra stúlkna, sem hefur farið inn á hið hefðbundna starfssvið karla og það hafa einnig gert stöllur hennar, þær Jóhanna Ríkey Sigurðardóttir og Sigríður 40 Guðsteinsdóttir. Þær hafa allar lokið námi sínu í framhaldsdeild Iðnskólans og næsta vor taka þær sveinspróf í húsgagnasmíðinni. En hvað skyldi hafa vakið áhuga stúlknanna á smíði? „Pabbi minn er húsasmiöur og hann var alltaf með alls konar verkfæri heima i bílskúrnum, sem ég stalst í. Eg hafði gaman af því að búa til alls konar hluti úr tré og ekki minnkaði áhuginn, þegar ég fékk að spreyta mig á smíði í skólanum," segir Jó- hanna. Eftir að Jóhanna lauk grunn- deild Iðnskólans fór hún út á vinnumarkaðinn og fékk starf hjá Kristjáni Siggeirssyni. Þar vann hún í eitt ár og hélt svo áfram námi í framhaldsdeild. „Eg vildi fullvissa mig um, að mér líkaði starfið, áður en ég hélt áfram námi i framhaldsdeildinni,“ segir hún. Þær Lára og Sigríður eru 1 7 ára gamlar. Þær fóru í Iðnskólann, eftir að hafa lokið prófi úr 9. bekk grunnskóla. Jóhanna er aftur á móti gagnfræðingur og settist síð- an í Iðnskólann. Hún er 19 ára gömul. Þær Lára og Sigríður eru úr Kópavogi. Þar fengu þær að dunda við smíðar í barnaskóla og þar vaknaði áhuginn. Síðan völdu þær aftur smíði í 9. bekk og sögðu, að þá hefðu þær verið ákveðnar í því að fara i Iönskólann.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.