19. júní


19. júní - 19.06.1980, Page 69

19. júní - 19.06.1980, Page 69
Starf KRFI. Aðalfundur Kvenréttinda- félagsins var haldinn 26. marz sl. Verða hér rakin helstu atriði úr skýrslu formanns um starfsemi félagsins á síðasta starfsári. Félagsmenn í KRFl eru nú 342 en aðildarfélög eru 12 í Reykjavík og 35 utan Reykjavíkur. Skrifstofa félagsins á Hallveigarstöðum er opin á Jjriðjudögum kl. 17—19 og sér Júlíana Signý Gunnarsdóttir um daglegan rekstur hennar. Stjórnin ákvað að breyta fyrir- komulagi stjórnarfunda á sl. ári. I stað þess að öll stjórnin komi sam- an hálfsmánaðarlega hefur nú ver- ið stofnaður e.k. framkvæmdahóp- ur, sem hittist vikulega, en i hópn- um eru formaður, varaformaður, ritari og gjaldkeri. Aðrir stjórnar- menn koma á þessa fundi þegar þeir geta komið því við. Öll stjórn- in hittist síðan á kvöldfundi einu sinni í mánuði og ræðir félags- starfið. Þessi tilhögun hefur reynzt ágætlega. I Fyrsti fundur á sl. vetri var haldinn 8. október og var hann til undirbúnings ráðstefnu um jafna foreldraábyrgð, sem halda skyldi í nóvember. En þar sem skyndilega var boðað til Alþingiskosninga í landinu varð að ráði að fresta ráð- stefnunni fram yfir áramót. Vegna kosninganna var rætt um það í stjórn KRFI hvernig best væri að koma á framfæri hvatningum til kvenna um að láta að sér kveða í prófkjörum og við val á lista flokk- anna. Þar sem stuttur tími var til stefnu var farin sú leið, að senda konum hvatningarorð í gegnum útvarpið með auglýsingum. Voru konur þar hvattar til að gefa kost á sér til prófkjörs og skipa sér á lista flokkanna, jafnframt sem bent var á þá staðreynd, að þótt konur væru 50% þjóðarinnar væru aðeins 5% alþingismanna konur. Þessi aðgerð vakti verðskuldaða athygli og í framhaldi af henni gafst tækifæri til að koma ýmsum upplýsingum um þátttöku kvenna í ákvarðandi stöðum á framfæri í fjölmiðlum. I beinu framhaldi af áðurnefnd- um hvatningum hélt KRFÍ fram- bjóðendafund á Hótel Borg hinn 10. nóvember. Var öllum stjórn- málaflokkum boðið að senda kon- ur til þess að kynna málstað síns flokks. Var þetta einnig ágætt tækifæri fyrir konur í framboði til þess að kynna sig. Var fundurinn mjög vel sóttur og hinn fjörugasti. KRFÍ var stofnað 27. janúar 1907. 73 ára afmælis félagsins var minnst með vöku á Kjarvalsstöð- um laugardginn 26. janúar sl. Er. þetta í annað skipti, sem afmælis- ins er minnst á þennan hátt. Á vökunni voru kynntar konur í list- um og vísindum með upplestri, Fráfarandi og núverandi stjórn Kvenrétt- indafélags íslands í apríl sl. 67

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.