19. júní


19. júní - 19.06.1980, Síða 69

19. júní - 19.06.1980, Síða 69
Starf KRFI. Aðalfundur Kvenréttinda- félagsins var haldinn 26. marz sl. Verða hér rakin helstu atriði úr skýrslu formanns um starfsemi félagsins á síðasta starfsári. Félagsmenn í KRFl eru nú 342 en aðildarfélög eru 12 í Reykjavík og 35 utan Reykjavíkur. Skrifstofa félagsins á Hallveigarstöðum er opin á Jjriðjudögum kl. 17—19 og sér Júlíana Signý Gunnarsdóttir um daglegan rekstur hennar. Stjórnin ákvað að breyta fyrir- komulagi stjórnarfunda á sl. ári. I stað þess að öll stjórnin komi sam- an hálfsmánaðarlega hefur nú ver- ið stofnaður e.k. framkvæmdahóp- ur, sem hittist vikulega, en i hópn- um eru formaður, varaformaður, ritari og gjaldkeri. Aðrir stjórnar- menn koma á þessa fundi þegar þeir geta komið því við. Öll stjórn- in hittist síðan á kvöldfundi einu sinni í mánuði og ræðir félags- starfið. Þessi tilhögun hefur reynzt ágætlega. I Fyrsti fundur á sl. vetri var haldinn 8. október og var hann til undirbúnings ráðstefnu um jafna foreldraábyrgð, sem halda skyldi í nóvember. En þar sem skyndilega var boðað til Alþingiskosninga í landinu varð að ráði að fresta ráð- stefnunni fram yfir áramót. Vegna kosninganna var rætt um það í stjórn KRFI hvernig best væri að koma á framfæri hvatningum til kvenna um að láta að sér kveða í prófkjörum og við val á lista flokk- anna. Þar sem stuttur tími var til stefnu var farin sú leið, að senda konum hvatningarorð í gegnum útvarpið með auglýsingum. Voru konur þar hvattar til að gefa kost á sér til prófkjörs og skipa sér á lista flokkanna, jafnframt sem bent var á þá staðreynd, að þótt konur væru 50% þjóðarinnar væru aðeins 5% alþingismanna konur. Þessi aðgerð vakti verðskuldaða athygli og í framhaldi af henni gafst tækifæri til að koma ýmsum upplýsingum um þátttöku kvenna í ákvarðandi stöðum á framfæri í fjölmiðlum. I beinu framhaldi af áðurnefnd- um hvatningum hélt KRFÍ fram- bjóðendafund á Hótel Borg hinn 10. nóvember. Var öllum stjórn- málaflokkum boðið að senda kon- ur til þess að kynna málstað síns flokks. Var þetta einnig ágætt tækifæri fyrir konur í framboði til þess að kynna sig. Var fundurinn mjög vel sóttur og hinn fjörugasti. KRFÍ var stofnað 27. janúar 1907. 73 ára afmælis félagsins var minnst með vöku á Kjarvalsstöð- um laugardginn 26. janúar sl. Er. þetta í annað skipti, sem afmælis- ins er minnst á þennan hátt. Á vökunni voru kynntar konur í list- um og vísindum með upplestri, Fráfarandi og núverandi stjórn Kvenrétt- indafélags íslands í apríl sl. 67
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.