19. júní - 19.06.1982, Blaðsíða 12
RAFN SIGURÐSSON
forstjóri Hrafnistu:
Fólk í hlutastörfum —
frískt vinnuafl
„Það er mér vissulega kœrkomið
að f'a að leggja orð í belg“ sagði Rafn
Sigurðsson, forstjóri Ilrafnistu (DAS)
í Reykjavík, „þegar rœða skal uin
þau bugtök í lífinu, sem almennt eru
kölluð starfsreynsla og hlutastarf. “
Umræðuefnið er honum nairtækt
því á Hrafnistu, dvalarheimili aldr-
aðra sjómanna starfa nú 254 konur
og 28 karlar, bæði í heilsdags störf-
um, hálfsdags- og hlutastörfum. Rafn
taldi þetta starfsskipulag nauðsynlegt
bæði fyrir atvinnurekandann og ein-
staklinginn. „Fyrir einstaklinginn,
sem byrjar í hlutastörfum, þá er vafa-
laust tilbreytingin og vinnuþörfin
sterkust og áreiðanlega það að koma
út á rneðal fólks og í annað umhverfi.“
Á binn bóginn taldi Rafn að kostir
atvinnurekandans væru ótvíræðir að
því leyti að alltaf er urn að ræða l'rískt
og óþreytt vinnuafl.
Ilann sagði að oft gerðist ráðning
þannig að konur, sem leita eftir starfi
segja til um, hvernig þeirra tíma er
háttað og síðan reynt að laga aðstæð-
ur á vinnustaðnuin eftir því. „Þetta
höfum við gert í ríkum mæli til þess
að fá fólk og þá sérstaklega miðaldra
fólk til vinnu. Ileimili okkar hefur frá
upphafi baft á að skipa einstaklega
góðu og hjartahlýju starfsfólki.“
„Ég fagna því alltaf, þegar kona
kemur aftur til okkar eftir eitthvert
tímabil, hvort sem um er að ræða
vegna nárns eða hvíldar.“ Hans álit
var að þær kæmu yfirleitt ákveðnari
12
og styrkari sem vinnukraftur. Rafn
vildi þó undanskilja konur, sein fara
frá vegna barnsburðar og sagðist í því
sambandi vilja kasta fram sínum
persónulegu skoðunum. Sjálfur var
hann sjórnaður er hans börn ”fædd-
ust og voru fallegust“ eins og bann
orðaði það og hann taldi sig hafa
farið mikils á mis við að geta ekki
verið meira með þeiin þá. Rafn sagði
það sína skoðun, að konur ættu ekki
að hefja störf að nýju, fyrr en barnið
væri vaxið og þroskað, svo að hægt
væri að fara frá og það bæri ekki
skaða af. En hann vakti jafnframt
athygli á að koma þyrfti til móts við
einstæða foreldra í þessu tilliti.
Um almennar úrbætur til að fá
konur aftur út á vinnumarkaðinn
sagði Rafn að hæst bæri að lians mati
„góð aðstaða og aðbúnaður á vinnu-
stað, þægilegt samgöngukerfi milli
vinnustaða og heimila, kynning á
starfi og mannleg samskipti.“
Magnús E. Finnsson
framkvœmdastj óri
Kaupmannasamtaka
Islands
Nær einvörðungu
konur í hlutastörfum
„Á síðari árum hefur það aukist að
afgreiðslufólk sé ráðið í hlutastörf, og
gegna konur nær einvörðungu þess-
um störfum“ kom fram í máli Magnús-
ar E. Finnssonar, er 79. júní leitaði
upplýsinga hjá honum um fræðslu-
starfsemi á vegum Kaupmannasam-
takanna. Ilann bætti við: „Það er
inat kaupmanna að konur sein korna
aftur til starfa á vinnumarkaðinum
séu yfirleitt góðir starfskraftar sern
hafa áhuga á starfinu, inæta stund-
víslega og sýna hirðusemi í starfi.“
Fram kom að Kaupmannasamtökin
hafa samkvæmt ákvæði kjara-
samninga við verslunarfólk lialdið
námskeið fyrir afgreiðslufólk, hvort
sem það er nýbyrjað í starfi eða í
endurmenntun.
„Á fundum í kaupmannafélögum
úti á landsbyggðinni hefur það marg-
sinnis komið til umræðu að efna
þyrfti til sérstakra námskeiða fyrir
konur sem vilja vinna við af-
greiðslustörf, eftir langa fjarveru
vegna heimilisstarfa.“
ANNA G. JÓNSDÓTTIR
námsráðgjall:
Menntun er
jafnréttismál .
J „Konur erta
ákveðið hlutverk, sein þær renna
sjálfkrafa inn í við stofnun heimilis
og fjölskyldu, nema til komi sérstakt
samkomulag við nrakann,“ kemur
fram í ítarlegri greinargerð til /9.
júní frá Onnu G. Jónsdóttur, náms-
ráðgjafa. Ekki er unnt að birta Irér
nema lítið brot af svari hennar við
spurningunni um endurkomu kvenna
á vinnumarkaðinn og vandkvæði því
sarnfara.
Aima segir ennfremur: „Hér er
ekki ætlunin að gera grein fyrir
inemringarlegutn orsökum húsinóð-
ur- og uppeldishlutverkurn kvenna.
Það er hins vegar ekki unnt að líta
frain hjá þeirri staðreynd, að hér er á
ferðinni stór áhrifaþáttur á starfs-
möguleika kvenna. Konur í öllum
starfsgreinum þurfa að vera við því
búnar, ef þær eignast börn, að hverfa