19. júní - 19.06.1982, Blaðsíða 13
af vinnumarkaði um tíma og/eða
stytta sinn vinnutíma utan heimilis.
Hlutastörf fyrir karla tíðkast ekki
ennþá og hafa lítið verið til umræðu.
Það er því ljóst, að sveigjanlegur
vinnutími og hlutastörf á atvinnu-
markaði eru hagsmunamál, sem kon-
ur eiga að stuðla að, en ekki aðeins
sjálfum sér til handa heldur fyrir
bæði kynin.“
Eftir að hafa rætt aðstöðumun
karla og kvenna af þessum orsökum,
endurmenntun og fullorðinsfræðslu
segir Anna: „Um þessi mál þarf að
vekja almenna untræðu og konur
eiga að beita sér fyrir því og gera sér
að markmiði að hafa mótandi áhrif á
íullorðinsfræðslu. Með því að skapa
móguleika á endurmenntun og nám-
skeiðahaldi af ýmsu tagi tryggja kon-
ur þátttöku sína og áhrif í atvinnulífi
og jafna ábyrgð kynjanna á öllum
sviðum.“
SVEINN INGVARSSON
konrektor:
»Konur 70% stúdenta
úr öldungadeild“
Inntökuskilyrði við öldungadeild
Menntaskólans við Hamrahlíð eru
ekki önnur en þau að umsækjendur
kafi náð 21 árs aldri og kennsla og
uámsframboð miðast við að stúd-
entsprófi sé lokið innan ákveðinna
þmamarka. Kennsla fer fram síðdeg-
is og á kvöldin. Skólaárið skiptist í
tvær annir og er aðsókn meiri en
hægt er að sinna. Að undanförnu
v°ru 650—700 nemendur skráðir á
hverja önn. í fyrstu voru konur um
75% nemenda í öldungadeildinni, en
eru nú unt 67% og er meðalaldur
nemenda nú lægri en í fyrstu. Fyrstu
stúdentar útskrifuðust úr deildinni í
maí 1974, en alls liafa útskrifast 517
stúdentar, Jtar af 361 kona eða 70%.
ANNA L. STEFÁNSDÓTTIR
starfsmaður hjá Hagkaupum:
„Yngra fólkið
gengur fyrir“
Næst var leitað fanga hjá tveimur
konum sem báðar starfa á fjöl-
mennum vinnustöðuin og hafa tengsl
við launjtegasamtök. Það eru þær
Anna L. Stefánsdóttir starfsmaður
hjá Hagkaup og Auður R. Torfadóttir
skrifstofumaður hjá Sláturfélagi
Suðurlands.
„Já, hún er ntjög erfið,“ svaraði
Anna L. Stefánsdóttir spurningunni
um endurkomuna. „Ef karlmaður
eða yngri kona sækja um starf, sem
auglýst er, þá er nær útilokað fyrir
konu eldri en, segjum 40 ára að fá
starfið, nema í gegnum kunnings-
skap. Ég tel að flestir vinnuveitendur
velji nær eingöngu yngra fólk.
Það ég best veit, er lítið gert til
úrbóta. Og inér dettur helst í hug að
svara Jtví til hvort ekki mætti innan
einhverra kvennasamtaka, stofna til
námskeiðahalds, á nokkrum sviðum,
fyrir þær konur sem vilja komast út á
vinnumarkaðinn. Þær þurfa sumar
hverjar, að minnsta kosti, að fá hjálp,
|iví þær eru hræddar og óöruggar.
Þessar konur eru ekki í neinu
stéttarfélagi, svo Jiað þyrfti að koma
til einhver félagsskapur til aðstoðar.“
„Annað sent mér þykir ástæða til
að geta um“ hélt Anna áfram „er að
meðan konan hefur ekki eigin fjárráð
og þarf að sækja allt í vasa maka síns,
er hún ekki „frjáls“. Peningar hafa
ntikið að segja í lífi okkar allra.
Karlmenn eru nú í flestum tilfell-
um mjög eigingjarnir, eins og við
þekkjum flestar, þeir vilja hafa kon-
una sér undirgefna. Sem betur fer er
þetta að breytast, nokkuð hratt. Ung-
ar konur í dag vilja jafnrétti og láta
ekki segja sér fyrir verkum.“
AUÐUR R. TORFADÓTTIR
skrifsíofumaður hjá SS:
„Ritvinnsla
í stað ritarans“
„Lftirspurn eftir vinnuafli á hverjum
tíma ræður hér ntiklu og ennfremur
sú reynsla og menntun sent viðkom-
andi hefur aflað sér“ var innlegg Auð-
ar Torfadóttur til málsins. Hvað
skrifstofustörfum viðkemur, taldi
hún að verzlunarmenntun á hverjum
tíma hafi miðast við og fylgt þeirri
þróun, sem hefur verið í vinnubrögð-
um og tækjum í verzlunarstétt.
„Hingað til hefur verið tiltölulega
auðvelt fyrir konur að tileinka sér
nýja tækni, sem fram hefur komið á
nokkurra ára bili, til dæntis þegar
rafntagnsvélar og tæki leystu þau
liandknúnu af hólmi“ sagði Auður,
"vinnubrögðin sem slík breyttust
ekki svo ntikið en urðu auðveldari.“
Þá vék Auður nokkrum orðunt að
tölvuvæðingunni og breytingum í
kjölfar hennar.
„Tölvurnar munu í æ ríkara mæli
yfirtaka ýmsa verkjiætti og mun þá
13