19. júní - 19.06.1982, Blaðsíða 62
Bækur Málfríðar
Einarsdóttur
Málfríður Einarsdóttir.
eiga erfitt með að skilgreina skrif
Málfríðar Einarsdóttur. A saina hátt
og spurning er urn sainastað okkar í
tilverunni er líka áleitin spurningin
um liver sé staður Málfríðar Einars-
dóttur meðal íslenzkra ritliöfunda.
Menn veltu fyrir sér, hvort rithöfund-
urinn væri hreinlega að leika sér að
lesendum; athuga hversu langt hún
kaimist í fáránleika, kyndugum lýs-
ingum, ákaflega óhefðbundnum
söguþræði. En innan um allt „bullið“
þóttist maður skynja óvenjulega og
frísklega örögnótt. Stíll höfundar
hverrar ættar sem hann er, ekki
neinum líkur.
Eftir að hafa síðan lesið bækur
Málfríðar og nú síðast Bréf lil
Steinunnar vefst jafnmikiö lyrir inér
hvað á að segja um þennan höfund.
Ilvað vill Málfríður sjálf’ sagt hafa?
Það er engum val'a undirorpið að liiin
er sérstæðasti höfundur sem fæst við
að skrifa ba'kur um þessar inundir;
Inin er líklega í hópi þeirra penna-
færustu líka. En hún kemur svo
skringilega fyrir að oft og einatt veit
lesandi ekki hvaðan á sig stendur
veðrið. Málfríður er í skrifutn sínum í
senn kaldhæðin og grátlega fyndin,
Jóhanna
Kristjónsdóttir
Fyrsta bók Málfríðar Einarsdóttur
Samastaður í tilverunni kotn út
1977; þá var höfundur lyrir æði
löngu kominn al' léttasta skeiði og
hefur þó ekki látið staðar numið. Frá
hennar hendi hafa síðan kotnið Ur
sálarkirnunni, Auðnuleysingi og
Tötrughypja og nú á sl. ári Bréf lil
Steinunnar.
Svo fer ugglaust fleirum en mér að
62
nánast illgjörn á stunduin, en svo
bregður l’yrir oftar en ekki mann-
eskjulegri hlvju mitt í kaldhæðninni.
Eg hallast að því að hún sé bara
forkostuleg kona, sent Iætur allt
llakka, hefur ímyndunarafl og orða-
forða sem látið er ráða ferðinni —
bækur hennar viðast að minnsta
kosti ekki agaðar. alténd myndi ég
ekki nota það orð. llins vegar má
útgefandi Máll'ríðar dálítið fara að
gætíi að því sein hún skilar til hans.
Pað væri skaði ef hún inissti þann
sess sem hún liefur komið sér inak-
indalega l'yrir á. í síðustu bók hennar
hefði til að inynda átt að láta bréfið
til Steimmnar duga, það sem eftir
stendur í bókinni er svona býsna
sannfærandi bull og vitleysa. Og Mál-
fríði er enginn greiði gerður með því
að allt sé birt sem henni dettur í Img
að láta út úr sér á prenti. Jafnvel
Málfríður sleppur ekki með það.
Þegar margar bækur af þessari teg-
und liafa verið lesnar geta svo óbeizl-
uð skrif orðið þreytandi og kannski
ekkert bætst við nema það að ál'ram
dáist rnaður að því hvað hún hefur
undarlega afstöðu lil sín og annarra
og hvernig hún kemur því til skila.
En það er ekki nóg að vera
skemmtilega skrítinn. Það er áhorfs-
mál hversu lengi lesendur geta uiiað
við það eitt í sjálfu sér.
Það er Ijóst, að Málfríður hefur
með bókum sínum fengið viður-
kenningu af ýmsu tagi sem hún hefur
að mörgu leyti verðskuldað. Þó ekki
va't'i netna lyrir skrif á þessa leið:
„Ilér sit ég með hugrenningar mínar
afleitlega langar og teygðar og er að
bögglast við að gera mér grein fyrir
þessari nýju fögru heimsmynd. sem
raunar er sextíu til áttatíu ára orðin
þótt fáir viti það. llún spannar alla
veröld tíma og rúms, orku og efnis og
felst samt í svona fáum orðum: E er
mc2 og kann ég ekki að draga álykt-
anir af svona fáorðu tali. En það geta
þeir vitringarnir, sern voru að spreyta
sig í sjónvarpinu í gærkvöldi og hétu
frægum nöfnum“. Og síðar: „Þegarég
um daginn var að skrila þér uin Ný-
heim af’ Nýheimi, þá vissi ég of lítið
um hann. Nú veit ég Iteldur meira.
Ilann byrjaði að verða til fyrir 102"
árum og gerði það allt í einu. Ilann
gerði það á kortéri. Það þykir ótrúleg
saga þegar ég segi hana. Líklega væri
best að ég segði hana engmn. Það var
gasalegt puð meðan á því stóð. Þá
gerðist hár hvellur, svo hár, að hann
heyrist enn“.
Svona skrifar enginn nema Mál-
fríður. Og gerir það sjálfsagt ekki í
bráð.
,/óhanna Kristjónsdóttir