19. júní - 19.06.1982, Blaðsíða 36
hópa. Áberandi er aó konur eru í
yf'irgnæfandi meirihluta í la;gri
launaflokkunurn, en eru fáar í þeim
hærri.
Lokaorð
Ihiunverulegt láglaunafólk eru þeir
sem vinna eftir hinum umsömdu
launatöxtum sem stöðugt er vitnað í.
Enginn trúir Iengur hinni síendur-
teknu fullyrðingu, að í næstu samn-
ingum eigi að leggja höfuðáherslu á
að bæta kjör hinna lægstlaunuðu.
Svo oft hafa slík loforð verið svikin.
í könnun Kjararannsóknarnefndar
kemur í ljós að greiðslur umfram
taxta renna að inestu leyti til þeirra
betur settu. Bónusinn og yfirborgan-
irnar skipta láglaunafólkinu upp í
fylkingu, þar sem hagsmunir eru mis-
jafnir. Þetta hlýtur að veikja stöðu
hinna lægstlaunuðu. Fólk á sama
vinnustað veit ekki hvað næsti maður
hefur í kaup.
Jafnréttisbarátta kvenna tengist
injög atvinnulífinu, en afstaða stjórn-
valda til kjarabaráttu kvenna-
stéttanna ber yfirleitt með sér að Iitið
er á það sem algildan sannleika að
kvennastörfin skuli la;gst metin af
öllum störfum samfélagsins. IIiiuii
óréttlátu launaskiptingu og óréttláta
mati á kvennastörfum skal ekki
breytt frekar en uin guðdómlega
skipan væri að ratða. Kontið hefur þó
fyrir að nokkur leiðrétting hafi feng-
ist eftir langa og stranga baráttu, sbr.
hj ú k runarfræðinga.
llver skyldi vera orsökin fyrir því
að konur eiga svo erfitt uppdráttar á
vinnumarkaðinum sem raun ber
vitni?
Karlar skammta konum kjör —
þeir ákveða hvers virði kvennastörfin
eru — og ein af ástæðunum fyrir van-
matinu kann að vera sú, að þar sem
konur eru vanastar að vinna hin
ólaunuðu heimilisstörf, þá álykta
karlarnir sem öllu ráða: Hví skyldu
þa;r ekki sættu sig við lág laun; lítil
laun eru þó betri en engin? ()g kon-
urnar kunna ekki heldur að gera
kaupkröfur á borð við karla.
Giftar konur sem vinna úti eru
bara húsmæður sem skjótast út til að
ná sér í dálítið af aukapeningum, og
sem slíkar þurfa þær ekki mikið
kaup.
í augum heimsins er gift kona fyrst
og freinst húsmóðir — kona manns-
ins síns og móðir barnanna — og það
Frwgt er ortiið að fulltrúi fjúr-
múlarúðherra sagði við hjúkr-
unarfrœðinga, meðan ú samn-
ingaviðrœðum þeirra stúð, eitt-
hvað ú þú leið að þwr þyrftu
enga kauphwkkun — þwr vwru
giftar svo miklum hútekju-
rnönnum.
Pessi orð lýsa betur en flest
annað hinni sönnu afstiiðu hins
karlstýrða samfélags til
kvenna ú vinnumarkaðinum.
gildir jafnt þótt hún gegni eða hafi
gegnt fullu starfi á vinnumarkaðin-
um. Um þetta hefur mátt sjá da;nú í
minningargreinum um konur sem
voru útivinnandi húsmæður. Stund-
um er alveg sleppt að geta um feril
konunnar á vinnumarkaðinum, eins
og um feimnismál va;ri að ræða, en
aftur á móti er hafið til skýjanna hið
fórnfúsa og göfuga starf húsfreyjunn-
ar. Já, það er erfitt og sársaukafullt,
einkanlega fyrir marga karhnenn, að
viðurkenna nútíma staðreyndir í
gamalgrónu þjóðfélagi sein er í jafn
örri breytingu og okkar.
Við blasir að konur eru verr laun-
aðar en karlmenn og þurfa oft að
leggja harðar að sér fyrir hverja
krónu sein þær þéna. Nokkrar breyt-
ingar hafa orðið í rétta átt, þótt mikið
vanti enn á. Það er mjög til bóta að
nú er unnt að fá all greinagóðar upp-
lýsingar um vinnumarkaðinn. Á síð-
astliðnum 10 árum hefur kaupmátt-
ur verkakvenna aukist um 5% meira
en verkakarla. Trúlegt er að drjúgan
þátt í þessu eigi bónusgreiðslur og
tímamæld ákvæðisvinna, seitt ha'kk-
ar ineðallaun kvenna.
Eftir lestur skýrslna uin skiptingu
launa eftir kynjum finnst manni lík-
ast Jjví að í þessu landi búi tva;r
þjóðir — karlþjóð og kvenþjóð — svo
ólík ertt kjörin.
Þessu verða konur að breyta.
Rannveig Jónsdóttir.
Ilelstn prentnðar lieiitiiliiir:
Fréttabréf Kjararannsóknarnefndar, Rvík,
nóv. 1981.
Vinnumarkaðurínn 1080, útg. Framkvæmda-
stofmm ríkisins, Rvík, apríl 1982.
Pingtíðindi 34. þings A. S. /. 1980. Rvík 1981.
36