19. júní


19. júní - 19.06.1982, Blaðsíða 74

19. júní - 19.06.1982, Blaðsíða 74
Fyrirspurn svarað KRFÍ svarar fyrirspurn kynningarhóps Kvennaframboðsins í Reykjavík Fyrir nokkru birtist í dagblöðum fvrir- spurn til stjórnar KRFÍ frá kynn- ingarhópi Kvennaframboðs í Reykjavík. Par er spurt, hvers vegna félagið telji sér „ekki skylt að styðja allar konur sem hyggjast demba sér út í stjórnmála- baróttuna“. Spumingin felur í sér mis- skilning á afstöðu KRFÍ til stjórnmála- þátttöku kvenna. Markmið KRFÍ er og hefur verið frá upphafi að vinna að jöfnum rétti og jafnri stöðu karla og kvenna á öllum sviðum þjóðlífsins. Bœði konur og karlar starfa innan vébanda félagsins að þessu mark- miði, án tillits til stjórnmálaskoðana. í stjórn félagsins er kosið á árlegum aðal- fundi aðalmenn og varamenn, flokks- bundnir eða óflokksbundir eftir atvikum. En á landsfundi, fjórða hvert ár eru kosn- ir fjórir stjórnarmenn, ásamt vara- mönnum, eftir tillögum uppstillingar- nefndar, sem leitast við að fá fulltrúa frá þeim stjórnmálaviðhorfum, sem ríkjandi eru hverju sinni. KRFÍ er þverpólitísk samtök áhugamanna um jafnrétti karla og kvenna og hlýtur að gœta hlutleysis í afstöðu til jieirra er gefa kost á sér til framboðs í almennum kosningum og styður því ekki einstaklinga eða einstaka flokka. Hins vegar reynir félagið með ýmsum hœtti, að leggja þeim konum lið, sem vilja hasla sér völl í stjórn- inólabaráttunni. Pannig hefur félagið all- oft á liðnum árum sent öllum stjórnmála- flokkum áskorun um að skipa konum í örugg sœti á framboðslistum og sent beinar áskoranir til kvenna að gefa kost á sér l. d. til prófkjörs. í stefnuskrá, sem samþykkt var á landsfundi KRFÍ 1980 var kveðið á um að á nœstu fjórum árum skyldi unnið að því að fjölga konum í stjórnmálastarfi, í sveitarstjórnum og á Alþingi. Að þessu verkefni hefur félagið unnið undanfarið m. a. með ráðstefnuhaldi, ýmiss konar útgáfustarfsemi o. fl. Pegar nær dregur kosningum í vor mun KRFÍ gangast fyrir frambjóðendafundum í þeim tilgangi að gefa konum, af öllum listum kost á að koma skoðunum sínum á framfæri, kynna sig og kynnast öðrutn. Pegar kjósendur hafa ekki átt annars kost, á undanförnum árum, en að kjósa karla í meirihluta til stjórnmálastarfa og konur farnar að þrevtast á því hversu áhrifalitlar þær eru í þjóðfelaginu er ekki nema eðlilegt að leitað sé nýrra leiða. Kvennaframboð er tilraun til að fjölga konum í stjórnmálum og fagnar KRI Í hverri slíkri tilraun. Umratðttr og undir- búningur að sérframboðum kvenna hefur þegar hal't þau áhrif að tala kvenna á framboðslistum stjórnmálaflokkanna hefur aukist verulega. Fyrirspyrjandi gagnrýnir formann KRFÍ fyrir að láta í ljós skoðun sína á sérframboðum kvenna í blaðaviðtali vegna 75 ára afmælis félagsins. Stjórn KRFÍ vill benda á, að formaðurinn Esther Guðmundsdóttir, greindi skilmerkilega frá því að hún tjáði þar sína eigin skoðun, enda innt ef'tir henni. Innan KRFÍ er full- komið skoðanafrelsi og gildir það jafnt um formann sem aðra félagsmenn. Stjórn KRFÍ vonar að kynningarhópi Kvennaframboðs í Reykjavík sé orðin ljós afstaða félagsins til kvenframbjóðenda, hvort sem þeir eru í stjórnmálaflokkum eða utan þeirra. Að lokum hvetur stjórn KRFÍ konur til virkrar þátttöku kosningabaráttunni og óskar öllum þeim könum brautargengis, sem verða í framboði til sveitarstjórna á vori komand i. KJÓSUM KONUR. Reykjavík, 1. niars 1982. Stjórn Kvenréttindafélags íslands. Konur og fjölmiðlar Laugardaginn 17. apríl 1982 var haldin ráðstefna á Hótel Esju á vegum KRFÍ, Blaðamannafélags íslands og Sambands íslenskra auglýningastofa. Viðfangsefni ráðstefnunnar var „Konur og fjölmiðlar“ og var annars vegar rætt um þá mynd, sem birtist af konum í fjölmiðlum og hins vegur hlut kvennu í sturfsliði þeirru. Mug- myndin að ráðstefnu þessarri vnrð til upp úr starfi fjölmiðlahóps KRFÍ, sem gerði könnun á umfjöllun fjölmiðlanna um 74 konur samanborið við karla. Ráðstefnuna sótti fjöldi manns, konur í meirihluta, og önnuöust þær Ásdís Rafnar og Erna Ind- riðadóttir undirbúning hennar. Framsöguerindi fluttu Magdalena Schram fvrir fjölmiðlahóp KRFÍ, Ragn- heiður Valdimarsdóttir, klippari hjá sjónvarpinu, Einar Karl Haraldsson, rit- stjóri Pjóðviljans, Fríða Proppé, blaða- maður Morgunblaðsins, Maríanna Frið- jónsdóttir, dagskrárgerðartnaður hjá sjónvarpinu, Erna Indriðadóttir, frétta- maður hjá útvarpinu, Kristín Porkels- dóttir, formaður Sambands íslenskra auglýsingastofa og Bergþóra Sigmunds- dóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisráðs. Að loknum framsöguerindum voru um- ræður og sátu þá fyrir svörum auk fram- sögumanna, Elías Snæland Jónsson, rit- stjóri Tímans og Ellert B. Schram, rit- stjóri Dagblaðsins Sc Vísis. Niðurstaða ráðstefnunnar er sú, að ástandið er óviðunandi. Mikill mismunur er á umfjöllun um konur og karla í fjöl- miðlunum. Yfirleitt er leitað til karla uni upplýsingar og þeir spurðir álits á ýmsum þjóðfélagsmálum, en sjaldan til kvenna, nema um sé að ræða málefni, sem sér- staklega eru talin varða konur og þykja oftast ekki fréttir í hefðbundnum skiln- ingi þess orðs. Fjölmiðlarnir eru að vísu spegill þjóð- félagsins og þar sem karlar eru í flestum valdastöðum, skýrir það þetta að nokkru leyti. En samt sem áður bera fjölmiðlarn- ir ábyrgð á því að sú mynd, sem birtist af konum og körlum þar, hvort sem jiað eru fréttir, auglýsingar, viðtöl, Ijósmyndir eða annað efni, stuðlar að því að viðhalda við- tekinni hugmynd um verkaskiptingu og hlutverk kynjanna. Ráðstefnan þótti takust mjög vel og voru flestir sammála um, að umræða af jiessu tugi væri nauðsynleg til að vekja athygli á jiví, sem miður fer. Um leið og menn gera sér grein fyrir vandamálinu, er hœgt að reyna að leysa það og stíga með því lítið spor í átt til jafnréttis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.