19. júní


19. júní - 19.06.1982, Blaðsíða 28

19. júní - 19.06.1982, Blaðsíða 28
FÆÐINGAR Þorgerður í Benediktsdóttir Reglur almannatrygginga Fœðingarorlof skv. lögum uin al- mannatryggingar greiðist þeim kon- um, sem ekki eiga rétt a launuðu þriggja mánaða barnsburðarleyfi frá störfum sínum. Petta þýðir í raun, að opinberir starfsmenn og bankastarfs- tnenn eiga ekki rétt á fæðingarorlofs- greiðsluin almannatrygginga, en kjör þeirra að þessu leyti eru tiyggð tneð kjarasamningum og reglugerð og verða þau ekki tíunduð hér. Illutverk fæðingarorlofsgreiðslu al- mannatrygginga er tvíþætt. Annars vegar að koina í stað vinnutekna og verður það að teljast ineginhlutverk fæðingarorlofsins. Ilins vegar að koma til móts við aukin útgjöld heimilis, sem fæðing barns hefur í för ineð sér. Síðargreinda atriðið kemur fram í því, að fæðingarorlof greiðist ekki aðeins þeim, sem fella niður Iaunuð störf vegna barnsburðar, heldur einnig þeim, sem stunda ólaunuð störf, s. s. heimilisstörf, skólanám o. 11. Fæðingarorlof greiðist í þrjá inán- uði, en framlengist um einn mánuð eftir sérstökum reglum, liafi kona verið veik á meðgöngutíma eða barn krefst aukinnar umönnunar vegna veikinda. Sé um ættleiðiningu eða töku fósturbarns að ræða, greiðist fæðingarorlof í tvo mánuði. Jafnframt því, sem konum eru tryggðar peningagreiðslur í tengsluin við fæðingu, tr\rggja ahnannatrygg- ingalög hér einnig önnur réttindi, þ. e. réttindi gagnvart vinnuveitanda. Þannig tryggja lögin rétt konu til leyfis frá störfum í þrjá inánuði og einnig er sérákvæði um að óheimilt sé að segja baranshafandi konu upp starfi, nema gildar og knýjandi ástæður séu íyrir hendi. Sama gildir um konu í fæðingarorlofi. 28 Réttur útivinnandi kvenna Fæðingarorlofsgreiðslur skiptast í þrjá llokka miðað við dagvinnu- stundafjölda, sem kona hefur unnið á vinnuinarkaði síðustu 12 mánuði fyrir töku fæðingarorlofs. Fullt fæð- ingarorlof greiðist þeim, sem sam- kvæmt ofansögðu hafa unnið 1032 dagvinnustundir, en séu vinnustund- ir færri skerðist greiðslan. Þannig greiðast 2/3 lilutar ef vinnústunda- fjöldinn er á bilinu 516—1031 dag- vinnustund, en séu vinnustundir færri en 516 greiðist 1/3 liluti fæð- ingarorlofs. Upphæð óskerts fæðing- arorlofs er þann 1. mars 1982 kr. 8.073 á mánuði. Vinnustundafjöldi er staðfestur með sérstöku vottorði frá vinnuveit- anda. Réttur koiiu til fæðingarorlofs- greiðslu helst, þótt kona sé liætt störf- um, þegar hún sækir uin fæðingaror- lof, og engu máli skiptir livort hún hyggist halda áfram störfum utan heimilis að loknu fæðingarorlofi eða ekki. Hér er þannig um áunnin rétt- indi að ræða, þ. e. kona ávinnur sér rétt til ákveðinnar greiðslu með vinnuframlagi sínu síðustu 12 mán- uði fyrir töku fæðingarorlofs. Réttur kvenna sem stunda ólaunuð störf, s. s. heimilisstörf Konur, sem eingöngu vinna á eigin heimili, svo og þær sein af öðrum ástæðum hafa ekki unnið á vinnu- markaði síðustu 12 inánuði fyrir töku fæðingarorlofs, eiga rétt á 1/3 hluta fæðingarorlofsgreiðslna. Ilinn skerti réttur þessara kvenna tengist því tvíþætta hlutverki fæðing- arorlofs, sem drepið var á hér að framan, þ. e. annars vegar að koma í stað tekna og liins vegar að koma til móts við aukin útgjöld. Sé ekki um tekjutap að ræða er hlutverk fæðing- arorlofsgreiðslu einungis hið síðar- nefnda. Til samanburðar má hér benda á reglur um sjúkradagpeninga, en þar gilda að sínu leyti sömu sjónarmið. Sjúkradagpeningar til þeirra, sem starfa við eigið heimili, nema fjórðungi fullra dagpeninga. Ilér munu söntu rök að baki þ. e. að meginhlutverk ineð greiðslunum sé að bæta tekjutap og greiðslur því skertar hafi ekki verið um launatekj- ur að ræða. Ef móðir samþykkir. getur faðir tekið síðasta mánuð fæðingarorlofs- ins og fellur þá greiðsla til móður niður. Grundvallarskilyrði fyrir rétti föður er því, að móðir eigi rétt til fæðingarorlofs almannatn’gginga, þar sern faðir á aðeins rétt á að taka síðasta mánuð í stað inóður. Réttur föður er háður skilyrðinu uin að hann leggi fram sönnun þess, að vinna verði lögð niður á greiðslu- tímabili, en bent skal á að lögin tryggja umræddum feðruin rétt til launalauss leyfis frá störfum. Sú upphæð, sein faðir á rétt á mið- ast við þann vinnustundafjölda, sein hann hefur unnið síðustu 12 mánuði og vísast til þess, sem greint var um það efni hér að framan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.