19. júní


19. júní - 19.06.1982, Blaðsíða 65

19. júní - 19.06.1982, Blaðsíða 65
En svo við hölduin okkur við mun- inn, dettur mér strax í liug það sern ég verð óneitanlega vör við í nn'nu starfi, nefnilega liversu miklu færri konur leita hjálpar, koina í meðferð en karlar. Ég get sem dæmi nefnt að á Vífilstöðum, þar sem pláss fyrir vistmenn eru 23, eru sjaldan fleiri en 4—5 konur. Erlendar kannanir sýna að aðeins um 10% kvenna koma í meðferð.“ — Ilvað veldur? „Fyrir það fyrsta er mun erfiðara fyrir konu að viðurkenna opinberlega að hún sé alkohólisti; slíkt er mun verri stimplun fyrir konu en karl. Rómverjar refsuðu t. d. konum með lífláti fyrir áfengisneyslu á almanna- færi, það var lagt að jöfnu við hór- dóm. Og enn þann dag í dag þykir það afsakanlegt fyrir karl að vera fullur en ósæmandi fyrir konu. Ósið- legt, liggur mér við að segja! Karl- maður sem drekkur of mikið er oft sagður veikgeðja eða viljalaus, or- sakanna er leitað til of ntikils vinnu- álags — konur sem drekka eru hins vegar siðlausar, spilltar og óeðlilegar og orsökin oft talin vara taugaveikl- un. Konur fela því frekar drykkjuna en karlar,drekka einar í laumi og eiga erfitt með að korna fram í dagsljósið með vandamálið. Misnotkun geðlyfja tengist þessu raunar nokkuð — konur sem leita til læknis vegna óljósra sjúkdómsein- kenna eru greindar geðveilar í mun ríkari mæli en karlar og afgreiddar með lyfjum. Onnur ástæða fyrir því að konur leita síður eftir meðferð er svo ein- laldlega sú, að þær komast síður að heiman, þær eru bundnari heimilinu og eiga erfitt með að fara þaðan í lengri eða skemmri tíma.“ — Það mun vera rétl að áfengis- notkun kvenna fer vaxandi og fær- ist niður aldurslcga séð. Ilefur þú velt fyrir þér orsökum þessa? „Það hefur verið sagt að alkohólismi sé lýðræðislegur sjúk- dórnur og það er víst að hann fer ekki < manngreinarálit. En auðvitað er það samt svo að vissum hópuin er hættara en öðrum. T. d. þeim sem þurfa skyndilega að aðlagast nýjuin aðstæðuin. Unglingar sem eru að ganga í gegnum miklar líkamlegar, andlegar og félagslegar breytingar eru í hættu, svo dænti sé tekið. Gamla fólkið sem hefur e. t. v. skyndilega misst sína fótfestu í lífinu, svo sem atvinnu, starfsorku, fjárhagslegt öryggi eða rnaka, er einnig í hættu. Alltof oft er þessi hópur afgreiddur ineð geðlyfjum. Hjá konum verða slík tímamót t. d. þegar öll börnin eru farin að heiman, þá er eins og fæti hafi verið brugðið fyrir tilveru þeirra. Konur sem koma í meðferð geta einmitt oft bent til slíkra kaflaskipta og sagt, já, þarna byrjaði það. Eitthvað gerist: skilnað- ur, maki deyr, börnin fara, útlitið fölnar og það sækir að þeim þung- lyndi, tilgangsleysi, eftirsjá. Þessi tímamót verða yfirleitt á seinni hluta ævinnar enda byrja konur yfirleitt að drekka eða leita í aðra vímugjafa seinna en karlar. Á þessu er þó að verða breyting eins og þú gast um. Án efa kemur þar til sú endur- skoðun sem hefur farið fram og er að fara fram á hlutverki konunnar og stöðu. Konur taka sjálfar að sér ný hlutverk, en verða þó enn að gegna þeim eldri, þ. e. að bera ábyrgðina heima fyrir. Þær hafa e. t. v. ekki gert það upp við sig, hvar þær eiga heima, leggja út á einhverja fraina- braut en þjást jafnfraint af sektar- kennd, vegna þess að í rauninni eru Þuríður J. Jónsdóttlr á vlnnustað. þær að ganga þvert á það sem þeim liefur þó verið innrætt. Þessar tak- markanir á frelsi kvenna til að velja og hafna sem einstaklingar, og kvaðir sem á þær eru lagðar til að taka að sér hefðbundin störf — oft gegn vilja þeirra — hefur oft í för með sér sekt- arkennd, sljóleika, þunglyndi og önn- ur sjálfseyðileggjandi einkenni sem leiða til misnotkunar á áfengi eða lyfjum. Og gleymum ekki að oft eru þessar kvaðir vandlega dulbúnar; konurnar gera sér ekki grein fyrir baráttunni sem þær há innra með sér. En ég Ieyfi mér að halda frani að hverri konu sem ekki gengur inn í það hlutverk sem þjóðfélagið ætlar henni er refsað á einn eða annan hátt. Einstæðar mæður, fráskildar eða ógiftar konur, eða konur sem ákveða að eiga ekki börn, eru litnar ákveðnu hornauga af þjóðfélaginu. Og þetta hefur óumdeilanlega áhrif á vanda- inál kvenna sem ánetjast vímugjöf- um, bæði sem orsök og ekki síður þegar kemur að meðferð.“ — Nú hefur þú verið að tala um konur sem eru að reyna að brjóta af sér viðjar gamalla viðhorfa en oft er talað um að áfengisvandinn sé líklcga mestur hjá þcim er sitja heima, oft á tíðum í einangrun. „Ég held að slík einangruð drykkja 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.