19. júní


19. júní - 19.06.1982, Page 54

19. júní - 19.06.1982, Page 54
 Viðtal: Guðrún Egilson. Steinunn ásamt dóttur sinnl, Veru Einarsdóttur. Við getum breytt svo mörgu ööru Rætt við Steinunni Jóhannesdóttur leikara og leikritahöiund „Pú spyrð, hvað verði um Ástu. Því verður hver og einn að svara fyrir sig, en ég ga'ti hest trúað því, að hún eigi eftir að rísa upp úr niðurlægingunni — sterkari og meiri manneskja en fyrr. Ég er mjög metnaðarfull kona, bæði fyrir mína hönd og annarra kvenna. En forsendan fyrir því, að fólk geti sýnt styrk og risið undir eigin inetnaði, er oft sú, að það geri sér grein fyrir eigin veikleika. Ásta hefur í rauninni alltaf verið á flótta undan veikleika sínurn, þar til hon- um er þröngvað upp á hana með þeim afleiðingum, að hún brotnar niður— í bili skulurn við segja.“ Það er Steinunn Jóhannesdóttir leikari og leikritahöfundur, sem hef- ur orðið. Við sitjum inni í stofu lijá henni og spjölluin um leikrit hennar Dans á rósum, sem var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu sl. haust og fékk góð- 54 ar viðtökur. Við látum það liggja rnilli hluta, hvort lífið Irafi þröngvað veikleikum Steinunnar upp á liana nreð jafn óþyrmilegurn ha'tti og hún gerði sjálf við Ástu. Á hinn bóginn leynir það sér ekki að hér fer kona, sem ber höfuðið liátt, og er ánægð með hlutskipti sitt í líl'inu. llún segir að það sé gaman að skrifa. Það veiti meiri fullnægju en að leika. — Það er eins og að koma með fullan bát að landi. — Leggja til hráefni sem aðrir vinna úr. Ég spyr hana hvort hún hefði byrjað að skrifa leikritið í algerrri hugljómun. „Nei, alls ekki,“ — svarar hún. „Það var einmitt í algerri örvæntingu. Mér fannst stundum svo glatað að vera kona, eins og það vairi fötlun í sjálfu sér, alls staðar til trafala — að konan væri dæmd til að verða undir í lífinu, hvernig sem lrún hamaðist. Við þetta bættist, að mér fannst ég persónulega vera að troðast undir í starfi mínu, þegar ég tók frarn úr skúffu hálfskrif- að leikrit, ákvað að haítta öllu víli yl'ir hlutskipti rriínu og reyna að kanna, hvort ég gæti breytt því. Það má kannski segja, að mér hafi tekist að skrifa mig upp úr Iægðinni. Þó gerðist annað merkilegra á því tímabili, sem ég var að skrifa leikrit- ið. Ég fór nefnilega að trúa því, sem góður rnaður hafði haldið frarn við mig löngu áður, að það vatri mjög merkilegt að vera kona, ekkert tæki fram Jteim sköpunarmætti, sem kon- an byggi yfir, og ég fylltist ómótstæði- legri löngun til að eignast annað barn. En þá kom einmitt í Ijós, að mér þótti ekki svo bölvað að vera kona, þegar öllu var á botninn hvolft. Eiginlega gat ég ekki hugsað ntér neitt annað hlutskipti, og var þó búin að vera kona býsna lengi,“ — bætir hún við og hlær.

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.