19. júní


19. júní - 19.06.1982, Page 51

19. júní - 19.06.1982, Page 51
Sigrún Júlíusdóttir félagsráðgjafi: r þörf á kvennaathvarfi? um rann reiðin alltaf strax eftir fyrstu liöggin. Eg flúði meira til þess að jafna ntig á taugum á eftir. En ég kom alltaf aftur, án þess að hann barði mig um það, aðallega vegna skólagöngu barnanna. Það voru erfiðleikar á að koma þeim í skólann frá heimili foreldra niinna og ég hugsaði aldrei langt fram í tímann“. — Ilefðirðu leitað í kvennaat- hvarf, ef slíkt hefði verið fyrir hendi? „Já, ég hefði trúlega leitað í það, ekki síst til þess að leita ráða. Maður er svo aleinn, þegar maður getur ekki sagt neinum frá þessu vandamáli sínu, eða finnst maður ekki geta það“. — En hvers vegna varstu að fela þetta? Var það hans vegna eða þín vegna? „Mín vegna. Mér fannst þetta nið- urlægjandi fyrir ntig. Ég skammaðist mín fyrir að láta bjóða mér þetta og lannst ég vera minni manneskja fyrir“. Vonin dugir lengi — En hvers vegna léstu þá bjóða þér þetta árum saman? Geturðu gert þér grein fyrir því? „Það er ekki auðvelt, en ég býst við að þreyta hafi verið hluti af ástæð- unni. Ég vann alla tíð utan heimilis, þar sem fjárbagurinn leyfði ekki ann- að. Vinnudagurinn var langur og |>að dró úr mér kjark til þess að slíta hjónabandinu lyrr en raun varð á. Auk þess verður maður niðurbrotinn á sál og líkama af svona barsmíðum og uppfullúr af minnimáttarkennd og það er ekki auðvelt að rífa sig upp úr slíku. Nú og svo vonaðist ég lengi Iraman af til þess að þessi ofstopi tnyndi lagast. Vonin getur haldið nianni lengi gangandi. Ilins vegar gerði ég mér smám saman grein fyrir því, að það yrði seint, meðitl annars vegna þess sem ég sá til föður hans. Á því heimili virtist engum þykja það ueitt óeðlilegt þótt farðirinn legði ospart hendur á móðurina“. — Nú eru nokkur ár liðin frá skilnaðinum. Hefurðu fengið að vera 1 friði síðan? „Já, algerlega. Kannski er það vegna þess að liann kynntist annarri konu, sent dró athygli hans frá mér. Ég veit ekki hvort hann leggur á hana hendur ennþá, en Jiað kemur eflaust að J)ví“. Sigurveig Jónsdóttir. Fjölskylduofbeldi Staða konunnar hefur löngum ver- ið tengd heimilinu og mætti því draga Jtá ályktun, að það væri hennar griða- staður. Þótt staða hennar á vinnu- markaði og í stjórnmálum væri l'all- völt og líkams- og kynferðislegrar niðurlægingar msetti vænta á næsta götuhorni, ef kona „ögraði“ samtíma- ntönnum sínum með óviðeigandi nærveru sinni á götmn úti, J)á ætti hún að vera í öruggu skjóli á heimili sínu. Þar Jiyrfti hún sýst að búast við ofbeldi og andlegri eða líkamlegri niðurlægingu. Sú er J)ó ekki reyndin. Eftir itð áhugi félags- og geðvísind- anna fór að beinast að ofbeldi í fjöl- skyldutn um og eftir 1950, sýndu niðurstöður fjölmargra rannsókna með marktækum hætti, að heitnili og fjölskylda er ekki alfarið sá sælu- og friðsemdarreitur, sem látið hafði ver- ið í veðri vaka. Árið 1968 er birt umfangsmikil athugun á barnamis- þyrmingum í Bandaríkjunum. Ilún olli straumhvörfum í viðhorfum fag- fólks og almennings til réttarstöðu barna. Fyrir um það bil 10 árum síðan fara að koina fram á sjónarsvið- ið rannsóknir sem skýra eðli og um- fang ofbeldis gegn eiginkonum. Síð- ustu 2—3 árin hafa verið birtar fjöl- margar slíkar athuganir, ýinist unnar upp úr skráðum heimildum félags- mála- og heilbrigðisstofnana (eink- um |)á slysadeilda) eða úr viðtölum við konur sem orðið böfðu fyrir bars- míðum á heimilum sínum. Blaða- menn, fagfólk og fórnarlömb bafa stuðlað að opinni umræðu með því að tjá sig opið um reynslu sína og ann- arra og þannig lagt fram sinn skerf til að létta bannhelgi (tabu) af við- kvæmu máli, sem ])á bafði ýmist ver- ið afneitað af hálfu Jijóðfélagsins, eða legið í þagnargildi. í íslensku þjóðfélagi liefur sú goð- sögn verið við lýði, að ofbeldi við- gengist ekki á beimilum, hvorki gegn börnum né eiginkonum. Um J)að leyti sem þessi grein er skrifuð er væntan- leg birting á könnun Hildiguimar Ólafsdóttur, Sigrúnar Júlíusdóttur og Þorgerðar Benediktsdóttur á ofbeldi í fjölskyldum — í títnaritinu Geð- vernd. Hér er um að ræða athugun á öllum sjúkraskýrslum slysadeildar Borgarspítalans árið 1979 sem flokk- ast sem „áverki á heimili“. Niðurstöð- ur þessarar könnunar sýna svo ekki verður um villst að íslenskar konur verða fyrir líkamlegu oflieldi á heim- ilum sínum. Það er því Ijóst að heim- ilið er enginn griðastaður fyrir konur, heldur er það einmitt Jiar sem þeim er oft mest liætta búin. Friðhelgi einka- lífsins aftrar nágrönnum og lögreglu frá íhlutun í svokallaðar heimilis- og hjónaerjur eins og fyrirbærið er gjarnan nefnt. Aðstandendur og ætt- menni afneita oft alvarleika málsins og taka jafnvel þann piíl í liæðina að styðja konurnar í |)ví að þegja yfir aðstæðum sínum og þola áfram ofbeldi og niðurlægingu af hollustu við börnin, Jijóðfélagsstöðu mannsins og fjölskyldustofnunina sem slíka. Það eru því ekki fyrst og fremst heimilislausar eða að öðru leyti fé- lagslega illa staddar og einangaraðar konur, sem þurfa á athvarfi að halda, 51

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.