19. júní - 19.06.1982, Blaðsíða 16
sem maílir vægi manns eftir vigt
pyngjunnar. En varðandi endurkomu
kvenna á vinnumarkaðinn, eftir
nokkurra ára heimilisannir eingöngu,
hlýtur hún að mótast af aðstæðum og
fyrri reynslu hverrar konu.“
PÓRA GUÐMUNDSDÓTTIR
starfsmaður pósts og síma:
Mig brast kjark og var
á blindgötu
„Ég tel að menntunarskortur hái
inörgum konum. Þær hafa margvís-
lega starfsreynslu, en fá hana ekki
viðurkennda eða þær finna ekki leiðir
til að byggja ofan á hana með endur-
menntun, upprifjun eða nýmenntun“
segir Þóra Guðmundsdóttir starfs-
maður í mötuneyti Pósts og síma.
„Raunar tel ég að margt miðaldrafólk
sé eftirsóknarverður starfskraftur á
vinnumarkaðinum, vegna afstöðu
sinnar til starfsins. Það sýnir ábyrgð
og er stundvíst og gefur þannig þeim
sem yngri eru gott fordæmi á vinnu-
stað. Ég tel það þjóðhagslega eft-
irsóknarvert að laða þetta fólk að
vinnutnarkaðinum. En mér rennur
oft til rifja hvað margt ungt fólk,
karlar og konur, sem eiga ung börn
vinnur tnikið og getur lítið verið með
börnum sínum meðan þau eru að
taka út þroska.“
Aðstæður og reynsla hvers ein-
staklings móta tilveruna og svo er að
sjálfsögðu með Þóru Guðinundsdótt-
ur. Látuin við hér á eftir fylgja lienn-
ar frásögn um fortíðina sem mótar
nútíð og starfsvettvang Þóru.
„Ég hef aðeins barnaskóla-
menntun og fyrstu árin eftir skólann
16
var ég aðallega að gæta barna hjá
eldri systkinum mínum. Ég er yngst
af tíu systkinum. Þegar ég var 19 ára
fór ég að starfa í bakaríi hjá inági
mínum og var þar við afgreiðslu
næstu níu árin eða þar til ég gifti mig.
Á öðru hjúskaparári var ég beðin af
vinafólki að taka 16 mánaða telpu í
fóstur og varð hún síðar kjördóttir
okkar hjóna. Mér fannst svo mikil
ábyrgð að vera með annarra barn, að
ekki koin annað til greina en helga
sig því alveg. Mín eigin dóttir fæddist
svo eftir 9 ára hjúskap. Þegar hún var
fárra ára gömul, fór ég að taka börn í
einkagæslu, aðallega henni til félags-
skapar, en þá var kjördóttir mín
komin á unglingsár og hin eins og
einkabarn. Ég var svo dagmamma í
10 ár og hafði til þess leyfi frá Fé-
lagsmálastofnuninni.
Þegar dóttir mín fór í menntaskóla,
fannst mér ónæði fyrir hana heima af
smábörnum og huitti því barna-
gæslunni í fyrra. En ég hlaut að sjálf-
sögðu að finna mér annað launað
starf. Dóttir mín hefur Img á frekara
náini, eiginmaður minn er áratug
eldri en ég og mér ber að hugsa til
framtíðarinnar hvað sjálfa mig snert-
ir. Enda þótt efnahagsaðstæður séu
góðar núna, er aldrei að vita hvað
framtíðin ber í skauti sínu. En hvað
var til bragðs að taka?
Ég hef enga menntun og oft þegar
ég sá auglýst störl' áræddi ég ekki að
sækja um. Skilyrði um menntun,
fyrri störf og annað sem beðið var
um, var mér um tnegn að takast á
við. Mig hreinlega brast kjark og
segja má að ég væri á blindgötu. Ein
góð vinkona mín, sem er í nánum
tengsluin við vinnumarkaðinn og
launþegasamtökin, sá að við svo búið
mátti ekki standa og tók að stappa í
mig stálinu. Svo vildi til að hún var
beðin að útvega starfsinenn til af-
leysinga í eldbúsi mötuneytis Pósts &
síma. Hún benti á inig og beinlínis
ýtti mér al' stað. Ég l'ékk góðar mót-
tökur hjá afbragðsfólki á þeim vinnu-
stað. Starfið kunni ég, það var eins og
hvert annað heimilisstarf eða húshald
og sjálfstraust mitt óx.
Ég er þarna ennjtá í föstu starfi frá
klukkan hálfátta á morgnana og vel
fram yfir hádegi. Starfið er að vísu
erfitt en ánægjulegt og ég allavega
komin á flot.
JÓHANNA JÓRUNN THORS
framkvæmdast j óri:
„Jöfn foreldraábyrgö
og verkaskipting“
„Ég held að flestar konur verði
ánægðari með að vinna að minnsta
kosti hluta úr degi utan heimilis.“ Þess
vegna ættu konur að gæta þess að
vera ekki allt of lengi eingöngu
heimavinnandi“ Sú er Jtetta mælir er
Jóhanna Jórunn Thors framkvæmda-
stjóri Landssambands lögreglu-
manna og áfram heldur hún. „Þá er
hætt við að Jtað átak, sem Jtað óneit-
anlega er að fara aftur út á vinnu-
markaðinn, vaxi einhverjum í aug-
um. Or þróun á öllum sviðum at-
vinnulífsins gerir einnig
endurkomuna erfiðari.“
Að lokinni skólagöngu vann
Jóhanna Jórunn við almenn
skrifstofustörf og kenndi lítilsháttar
um tíma. „Ég hafði alltaf ætlað inér
að fá mér vinnu utan heimilis aftur
um leið og aðstæður leyfðu og lét
verða af Jiví nýlega. Eg verð að segja
að aðkoman var mjög ánægjuleg. Ég
var svo heppin að fá vinnu sem var
mjög skemmtileg og fjölbreytt. Sam-
starfsfólk mitt tók inér einstaklega
vel.“
„En þegar á heildina er litið tel ég
æskilegast að verkaskiptingin á lieirn-
ilinu verði sú, að báðir foreldrar taki
til jafns Jtátt í uppeldi barna sinna,“
sagði Jóhanna Jórunn, „báðir aðilar
hafi jafna möguleika til að mennta
sig og stunda vinnu utan heimilis.
Jafnframt er nauðsynlegt að tryggja
natgilegt rými á dagvistunarstofnun-
um og leikskólum fyrir J)á sem slíkrar
J)jónustu æskja.“
J