19. júní


19. júní - 19.06.1982, Side 52

19. júní - 19.06.1982, Side 52
heldur kannski eintnitt þær sem heimili og fjölskylda heftir. Hvað er kvennaathvarf? Kvennaathvarf er heimili þar sem konur, er orðið hafa fyrir ofbeldi á lieimili sínu, geta leitað skjóls í tak- markaðan tíma. Þar fá þær stuðning frá öðrum konum og aðstoð við að finna lausn á málum sínum, um leið og þær eru að átta sig á hvaða stefnu þær vilja taka. Pangað geta líka leitað þær konur sem verða fyrir nauðgunum. Yfirleitt er engri konu neitað um aðstoð heldur eru ávallt veittar upplýsingar, stuðningur eða aðstoð við að leita annað eftir því sem við á. í Bandaríkjunum eru víða starf- rækt kvennaathvörf, ýmist sem sér- stakar stofnanir á vegurn kvenna- hreyfinga og sjálfboðaliða eða í tengslum við aðra þjónustu. í Bretlandi eru starfrækt 150 kvennaathvörf. á vegum bresku kvennahreyfingarinnar National IVomens’ Aid Federation. Þau eru rekin í anda kvennahreyfingarinnar og lögð áhersla á að efla vitund kvennanna um rétt sinn og stöðu á meðan þær dvelja Jtar. Engum karl- manni er leyfður aðgangur að at- hvörfunum og heimilisfanginu er vandlega haldið leyndu. Það er t. d. aldrei gefið upp í sírna heldur sækir starfsfólkið konurnar á næstu vagn- stöð. Starfsfólk er launað en lögð áhersla á, að þar starfi enginn í nafni fagmennsku, heldur af áhuga á rnál- efninu og samstöðu við konur. Starf- semin er styrkt af ríki og sveitafé- lögum. Chiswick athvarfið í London sem er eitt þekktasta kvennaathvarfið var stofnað upp úr 1970. Það er þekkt um allan heim og liefur verið fyrir- mynd við stofnun athvarfa í Bret- landi og víðar í Evrópu. Chiswick at- hvarfið var stofnað fyrir tilstuðlan Erin Pizzey í tengslurn við starf henn- ar með konum sem höfðu safnast saman til að ræða sameiginleg mál og rjúfa einangrun sína. Starfið Jiar byggir á allt annarri hugmyndafræði en í athvörfurn kvennahreyfingarinn- ar. Það er óháð og án tengsla við ríki eða sveitafélög. Starfsfólkið er að hluta til á launum en margir vinna 52 sjálfboðavinnu. Það'hefur ekki fag- menntun en er markvisst þjállað til starfsins á staðnum. Þetta er liður í því að hindra að heimilið breytist í stofnun. Þar vegur hins vegar Jrungt náin og skipulögð samvinna við fé- lagsráðgjafa og annað fagmenntað starfsfólk í liinni opinberu heilbrigð- is- og félagsmálaþjónustu. Karlmenn eiga aðgang að athvörfunum batði til að hitta eiginkonut' sínar (ef þatr óska þess) og til að fá aðstoð sjálfir. Arið 1976 var fyrst skipulagt hjálparstarf á vegum Chiswick kvennaathvarfsins fyrir karlmenn sem beittu ofbeldi á heimilum sínum. Þar er markvisst stefnt að því að hafa bæði karlmenn og konur í starfsliðinu m. a. sem já- kvæð fyrirmynd fyrir börnin, sem fylgja mæðrum sínum og ltafa nánast haft eingöngu neikvæða reynslu af' karlmönnum. Tilgangurinn er að veita bæði börnum og konum mögu- leika á að kynnast og starfa með karl- mönnum sem virða þau sem jafn- ingja, eru traustir og beita ekki aðra einstaklinga líkamlegu ofurefli eða niðurlægja á annan hátt. Árið 1978 var stofnað kvennaat- hvarf í Osló og var þá það fyrsta á Norðurlöndum. Nú starfa athvörf bæði í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og víðar. Þessi athvörf starfa Ilest í svipuðum anda og eru styrkt fjár- hagslega af opinberum aðilum. Er þörf a kvennaathvarfí í Reykjavík? Undanfarin 3—4 ár hefur hug- myndina um stofnun kvennaathvarfs æ oftar borið á góma meðal starfs- fólks geðgeilbrigðis- og félags- málajijónustu í Reykjavík. Ahnenn umræða um þessi mál hafði [rá vakn- að, fréttir borist frá grannlöndunum og greinar birst í fjölmiðlum og fag- tímaritum (sjá m. a. Jtemahefti Geð- verndar no.2, 1979) Rauðsokka- hreyfingin og aðrir hópar kvenna- hreyfingarinnar ræddu málið mark- vissara en áður. Eins og alltaf þegar viðkvæm og erfið félagsleg mál sem snerta einkalíf fólks eru dregin fram í dagsljósið, viðurkennd og skoðuð nánar er skyndilega hætt að sveipa þau leynd eða afneitun og þau skýrast og vaxa eins og fundin felumynd í málverki. Fólk fer að sjá og heyra [>að sem raunverulega er fyrir hendi og fyrir augun og eyrun ber í Jtessum efnutn. Léleg skráningartækni og bjarg- ráðaleysi starfsfólks í geðheilbrigðis- og félagsmíílajijónustu — svo ekki sé nú talað um lögreglu og slysadeild hefur ennfremur átt sinn þátt í því að þær fjölmörgu konur, sem Jiangað leita vegna ofbeldis á heimili, liafa ekki mætt viðeigandi viðbrögðum, hvorki varðandi skráningu eða að- stoð. Þetta hefur lengst af átt sinn þátt í að halda leyndinni við, en breytt viðhorf ættu nú að fara að hafa sín áhrif. Smám saman má því búast við að afneituninni létti. Það ætti að auðvelda konum að leita sér aðstoð- ar, í stað Jæss að }>urfa að skálda upp sögur, fara í felur milli læknis- heimsókna eða hreinlega loka sig inni. Þannig er líklegt að þörfin fyrir athvarf eigi eftir að inargfaldast uin leið og hún er viðurkennd. Niðurstöður frainangreindrar könnunar sem gerð var á slysavarð- stofu Borgarspítalans sýna ótvírætt fram á vandann. Starfsfólki geð- heilbrigðis- og félagsmálajijónustu er fullkunnugt um Jjiirfina sem kemur æ skýrar fram í daglegu starfi. Flestar konur þekkja til ofbeldis hjá einhverj- um kynsystra sinna, eins og fram kemur í viðtalinu sem birt er í teng- slum við Jiessa grein hér í blaðinu (sjá einnig athugun á vegum jafnréttis- ráðs). Það þarf ekki frekar vitnanna við til að rökstyðja stofnun kvennaat- hvarfs og nauðsyn þess að opinber þjónusta endurskoði viðhorf sitt, starfshætti og úrraiði varðandi olbeldi innan fjölskyldu. Á þessu vori hefur hópur kvenna tekið sig saman og lialdið nokkra fundi til að undirbúa starf samtaka um stofnun kvennaathvarfs í Reykja- vík. Stofnfundur samtakanna hefur væntanlega verið haldinn um Jiað bil sem þetta blað keinur út. Það er mik- ilvægt að sem flestar konur ljái mál- inu lið sitt, bæði sem stuðningsaðilar og með virku starfi. Að lokuin hvet ég allar konur til að ræða upphátt uin þessi inál |>ví það er besta leiðin til að aflétta einangrun, vinna gegn for- dómum og stuðla að Jiví að ekki verði lengur litið á ofbeldi í fjölskyldum sem einkamál. Sigrún Júlíusdóttir.

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.