19. júní - 19.06.1982, Blaðsíða 34
Kvenþjóð við störf. Föstudagsös í Hagkaupum.
lireyfingarinnar? Greinilegt er af
fyrmefndum tölum að karlar gína
yfir lilut kvenna innan ASÍ, sem og í
fleiri launþegasamtiikmn. Ilversu á-
gœtar sein þessar 2 plús 19 konur
eru, þá geta þær ekki haft inikil áhrif,
því enginn má við margnum.
í Vinnumarkaðinum 1980 kemur
fram að rúmlega 10 þúsund konur
unnu í fiskiðnaði, eða rösklega þriðj-
ungur af öllum konum innan ASÍ.
I bókinni Hélstu að lifið vœri
svona? segir Stella Stefánsdóttir, fisk-
verkunarkona hjá Bæjarútgerð
Reykjavíkur: „Konur ætla ekki í lisk-
vinnu, þær lenda þar“. Stellii byggir
ummæli sín á athugun sem hún gerði
á aldri og aðstæðum samstarfs-
kvenna sinna í frystihúsinu, og hún
bætir við: „Engin þeirra sagðist
mundu fara í fiskvinnu, ætti hún að
byrja lífið að nýju“. Stella er á móti
bónusnum, en um hann hefur hún
þetta að segja: „Ilann verður til þess
að fólk leggur langtuin meira á sig en
líkaminn þolir, allt fyrir peningana.
Pær sern eru handfljótar geta liaft
gott upp úr sér, tvöföld verkamanna-
laun eða meir, en ég skil ekki að þær
endist lengi sein gera þetta að ævi-
starfi. Og þegar verkafólkið afkastar
hehningi rneiru eu l'yrr þá græðir at-
vinnurekandinn þrefalt, eða eitthvað
þar um bil!
Oetta er ranglátt kaupkerfi alveg
frá grunni!“
Að lokum segir Stella um bónus-
inn: „Það er svo mikil hætta á að l'ólk
útkeyri sig gjörsamlega, og ég veit
þess mörg dæmi. Mér finnst líka ó-
hugnanlegt að vera að pína vinnu út
úr verðandi mæðrum annars vegar og
konuin sern búnar eru að skila sínum
starfsdegi hins vegar.
Þeir berjast mest l'yrir bónusnum
sem aldrei hafa þurft að vinna liann
sjálfir“.
Stella er ekki ein um þetta álit á
bónusnum. Á fundi í Reykjavík ný-
lega sagði Aðalheiður Bjarnfreðsdótt-
ir, formaður Sóknar, að hún teldi að
bónusvinnan yrði þungur áfellisdóm-
ur á verkalýðshreyfinguna.
Athyglisvert er að í fiskiðnaði, þar
sem launakerfið hvetur til afkasta,
eru konur með mun hu:rri bónus en
karlar. Þetta bendir til þess að konur
séru afkastameiri og duglegri en karl-
ar.
1 áðurnel'ndri athugun, sem Stella
Stefánsdóttir gerði á aldri og aðsta'ð-
um samstarfskvenna sinna í frysti-
liúsinu, kom fram að þær unnu yfir-
leitt fimmtíu stundir í vinmmni og tíu
til þrjátíu og fimm stundir heima á
viku.
Þess má geta að verið er að und-
irbúa ítarlega athugun á afkasta-
hvetjandi launakerfuin og tengslum
þeirra við stöðu kvenna á vinnumark-
aðinum og á heiinilum með tilliti til
jafnréttis — samkvæmt tillögu frá
Jafnréttisnefnd norrænu ráðherra-
nefndarinnar.
Næstllestar voru konurnar í
Landssambandi íslenskra verslunar-
manna, 7.142 af 11.394 félögum,
sem er 62% verslunarmanna. Þegar
við bætist sá fjöldi kvenna innan ann-
arra stéttasamtaka, sem vinnur skrif-
stofustörf, þá er ljóst að stærstur hóp-
ur útiviunandi kvenna í landinu vinn-
ur verslunar- og skrifstofustörf, en
nákvæm tala um þann fjölda liggur
ekki fyrir.
Á höfuðborgarsvæðinu eru karlar
við afgreiðslustörf með um 30%
ha;rri laun en konur við söinu störf,
eri af’ar lítið er um að konur í verka-
lýðshreyfingunni séu yfirborgaðar.
Vinnutími karla og kvenna er mjög
svipaður við afgreiðslustörf.
Ohemju launamunur er innan ASÍ.
þar sem bónus eða tímamæld ákvæð-
isvinna keinur ekki til, hafa konur
lág laun. Hérna eru nokkur dænti um
það, hvernig störf karla og kvenna
eru ólíkt metin til launa:
Öfaglærðir trésmiðir lá 42% hærri
laun en saumakonur.
Ofaglærðir málmsmiðir fá 20%
hærri laun en konur í kjötiðnaði.
Þetta eru þó sambærileg störf.
Þessar tölur sýna að mun erfiðara
er að vera kona en karl á vinnumark-
aðinum.
Stærstu „kvenfélögin“ innan ASÍ
eru Verkakvennafélagið Framsókn
og Starfsmannafélagið Sókn (í því
eru nú 4 karlmenn). í Framsókn eru
konur sem vinna í frystihúsum, við
ræstingu í skólum og víðar, í mötu-
neytum og í kjötvinnslu. Sóknarkon-
ur vinna aftur á tnóti við ræstingu á
sjúkrahúsum og dagheimilum, í
heimilisþjónustu við aldraða og
öryrkja, barnagæslu á dagheimilum
o. 11. Þess má geta, að Sökn er eina
stéttarfélagið á landinu sem hefur
samið urn að foreldri fái greidd laun í
veikindum barns og lyfjakostnað
vegna veikinda. llúsmæður sem fara
út á vinnuinarkaðinn lá heimilisstörf
metin sem 3—4 ára starfsreynslu.
Konur í Bandalagi starfs-
manna ríkis og bæja
I apríl 1982 voru konur innan
BSRB 9.550 af 16. 234 félögum, eða
59%. í 11 manna stjórn bandalagsins
eru 3 konur, eða 27%, og í 64 manna
samningánefnd eru 19 konur, eða
30%.
Fjölmennustu kvennahópamir inn-
an BSRB eru í Starfsmannafélagi
34