19. júní


19. júní - 19.06.1982, Blaðsíða 69

19. júní - 19.06.1982, Blaðsíða 69
ráðgjafanefnd og á KRFÍ fulltrúa |>ar. Á s. I. ári sat formaður KRFÍ í nefndinni og var aðallega fjallað um 7. gr. jafnréttis- laganna, þar sem kveðið er á uin fræðslu um jafnréttismál í öllum mennta- og upp- eldisstofnunum landsins. Ráðgjafanefnd- in sendi öllum skólastjórum grunnskóla landsins spurningalista og spurðist fyrir um livort þessi fræðsla færi fram. Þá hélt nefndin fundi með námsstjórum og munu niðurstöður nefndarinnar liggja fvrir inn- an skamms. Félagsmálaráðherra skipaði nefnd í apríl 1981 til að endurskoða jafnréttis- lögin. Berglind Ásgeirsdóttir, varafor- maður, var fulltrúi KRFÍ í þeirri nefiid, en þegar hún fór til starfa erlendis tók formaður sæti hennar í nefndinni. Formaður KRFÍ á sæti í íslensku UNESCO nefndinni og í apríl 1981 var haldinn fundur norrænna UNESCO nefnda í Reykjavík og sat formaður þann fund f. h. íslensku UNESCO nefnd- arinnar. Björg Einarsdóttir fór f. h. KRFÍ á ráðstefnu hjá Rauðsokkahreyfingunni um stöðu kvennabaráttunnar á íslandi, 8. mars 1981. 12. nóvember 1981 fóru 3 félagsmenn úr KRFÍ á fund hjá kvenfélaginu í Njarð- vík og kynntu félagið. Sólveig Ólafsdóttir halði framsögu, en með henni voru Guð- rún Gísladóttir og Guðrún Sigríður Vil- hjálmsdóttir. 24. nóvember 1981 fóru nokkrir stjórnarmenn á fund fjárveitinganefndar Alþingis. Framlag ríkisins (il KRFÍ hefur verið óbreytt undanfarin ár eða kr. 5.000,- Varð stjórnarmönnum ágætlega tekið og hækkaði frantlag ríkisins í kr. 8.000,- 25. nóvember 1981 varð heiðursfélagi KRFÍ, Jóhanna Egilsdóttir, 100 ára. Fóru núverandi og fyrrverandi formenn ásamt nokkrum félagsmönnum til móttöku, sem haldin var á Hótel Borg. Peir atburðir gerðust á árinu að konur voru kosnar forsetar fjórðungssambanda Alþýðusambandsins, þ. e. Alþýðusam- hands Vesturlands og Alþýðusambands Norðurlands. Að því tilefni sendi stjórn krfí þeim Sigrúnu D. Elíasdóttur og I’óru Hjaltadóttur skeyti og óskaði þeim velfarnaðar í starfi. Á árinu barst félaginu til umsagnar lángsályktunartillaga um stefnumörkun í þölskylduvernd, flutningsmenn voru Haraldur Ólafsson og Alexander Stef- ánsson Þá barst félaginu til umsagnar fmm- Ví*rp til laga um breytíngar á lögum nr. 78/1976 um jafnrétti karla og kvenna. hhitningsmaður var Jóhanna Sigurðar- öóttir. Umsögn félagsins birtist í 19. júní 1981. Dómsmálaráðuneytið sendi KRFÍ til umsagnar drög að frumvarpi til laga um fjámál hjóna og fólks í óvígðri sambúð. Ingibjörg Rafnar. Eára V. Júlíusdóttir og Erna Brvndís Halldórsdóttir unnu um- sögnina að beiðni stjórnar KRFÍ. Fyrirspurn koin frá Kvennafram- boðinu í Reykjavík um það hvers vegna félagið telji sér ekki skylt að styðja allar konur sem hyggjast demba sér út í stjórn- málabarúttuna. Stjórn KRFÍ sendi frá sér svar sem birt er á bls. 74. Ufgáfustarfsemi Fréttabréf KRFÍ hefur komið út 5 sinn- um frú síðasta aðalfundi. Auk þess var gefið út sérrit, fundargerð ráðstefnunnar með konum í sveitarstjórnum, sem haldin var í október 1980. Ritnefnd fréttabréfsins skipa: Helgi H. Jónsson. ritstjóri, Júlíana Signý Gunnars- dóttir er annast útlit og uppsetningu og Ásthildur Ketilsdóttir sem sér um auglýs- ingar. 19.júni kom að vanda út í júnímánuði 1981. Aðalviðfangsefni blaðsins var Menntun — leið lil jafnréttis. Blaðið kom út í auknu upplagi og að þessu sinni var blaðinu dreift hjá Innkaupasambandi bóksala gegn 10% þóknun. Blaðið er nær uppselt. Ritstjóri er Jónína Margrét Guðnadóttir. Auglýsingastjóri Júlíana Signý Gunnarsdóltir og fjármúlastjóri Guðrún Sigríður Vilhjálmsdóttir. Fjár- hagur blaðsins er um þessar mundir góður og lagði blaðið út fvrir nýrri ritvél sem keypt var á skrifstofu félagsins. S. 1. haust voru gefnir út límmiðar með inerki kvennaárs S. Þ. og hvatningarorð- unum „Kjósum konur“. Tilgangurinn með útgáfunni er að hvetja konur og karla til að gera stórátak við að rétta hlut kvenna í sveitarstjórnum og öðru stjórnmálastarfi. Gefnir voru úl 10.000 miðar og hefur þeim verið dreift víðs vegar um landið. Þórarinn Þórarinsson arkitekt hannaði límmiðana og fjáröflunarhópurinn sá um dreifingu. Fastar nefndir Mæðrastyrksnefnd: Þorbjörg Sigurðar- dóttir var fulltrúi KRFÍ í nefndinni á s. 1. ári. Áfengisvarnarnefnd kvenna: Fulltrúar KRFÍ voru Júlíana Signý Gunnarsdóttir og Þórtt Brynjólfsdóttir. Landssamband gegn áfengisbölinu: Lára Sigurbjörnsdóttir og Jakobína Mathiesen liafa ver ið fulltrúar KRFÍ undanfarin ár. Landvernd: Valborg Bentsdóttir sótti aðalfund Landverndar f. h. KRFÍ. Hallvcigarstaðir KRFÍ á þrjá fttlhrúa í hússtjórn Hall- veigarstaða. Um áramótin var hússjóður skuldlaus og inneign á vaxtaauka- reikningi um kr. 350.000.- Húsnæði KRFÍ og KÍ var á árinu málað og keypt voru gluggatjöld. Bandalag kvenna og Húsfreyjan fengu til afnota suðursalinn í kjallara Hallveigarstaða. Þú hefur verið ákveðið að kaupa ljósritunarvél, sem að- ildarfélögin gætu notað sameiginlega. Fyrir dyrum stendur viðgerð á gluggum hússins. Á aðalfundi urðu smávægilegar breyt- ingar á stjórn KRFÍ. Stjórnina skipa nú: Esther Guðmundsdóttir formaður, Guð- rún Gísladóttir varaforinaður, Jónína M. Guðnadóttir ritari Oddrún Kristjánsdótt- ir gjaldkeri og Ásthildur Ketilsdóttir með- stjórnandi. Varastjórn skipa: Ásta Björt Thorodd- sen, Erna Indriðadóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir. Stjórnarmenn kosnir á landsfundi 1980 eru: Arnþrúður Karlsdóttir, Ásdís Rafnar, Guðrún Gísladóttir, og María Ás- geirsdóttir. Varamenn þeirra eru Gerður Steinþórsdóttir, Valborg Bentsdóttir, Jóna Gróa Sigurðardóttir, Björg Einars- dóttir, Hlédís Guðmundsdóttir, Unnur Fjóla Jóhannesdóttir, Ásthildur ÓI- afsdóttir og Kristín Guðmundsdóttir. Ráðstefna var haldin á Hótel Esju 17. apríl 1982 á vegum Kvenréttindafélags íslands, Blaðamannafélags íslands og Sambands íslenskra auglýsingastofa um „Konur og fjölmiðla“. Sjá frásögn af ráðstefnunni annars staðar í blaðinu. KRFÍ liélt fund með kvenframbjóðend- um við borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík 22. maí að Hótel Borg. Frum- mælendur voru: Ásta Benediktsdóttir og Guðríður Þorsteinsdóttir frú Alþýðu- flokki, Guðrún Ágústsdóttir og Álfheiður Ingadóttir frá Alþýðubandalaginu, Gerð- ur Steinþórsdóttir og Sigrún Magnúsdótt- ir frá Framsóknarflokki, Sigríður Dúna Kristmundsdóttir og María Jóhanna Lár- usdóttir frá Kvennaframboðinu í Reykja- vík og Ingibjörg Rafnar og Katrín Fjeld- sted frá Sjálfstæðisflokki. Fundinn sóttu um 250 manns og var fundurinn bæði málefnalegur og skeinmtilegur. í tengslum við sveitarstjórnarkosning- arnar gekkst félagið fvrir kosningaget- raun. Geta átti upp á fjölda kvenna er náðu kosningu í Reykjavík, Akureyri og öllu landinu. Getraunaseðlar voru seldir meðal félagsmanna og á fundum er tengdust kosningunum. Verð á getrauna- seðlunum var kr. 10.- Vinningshlutfall var 40% af andvirði seldra miða. Til skiptanna kom kr. 7.200.-. Enginn reyndist hafa allt rétt en átta seðlar kom- ust næst því með eitt frávik. E. G. 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.