19. júní


19. júní - 19.06.1982, Blaðsíða 68

19. júní - 19.06.1982, Blaðsíða 68
Félagsstarf KRFÍ Starfið almennt S. 1. vor voru haldin tvenn námskeið í rœðumennsku og fundarsköpum og voru þau vel sótt. Leiðbeinandi var Fríða Proppé blaðamaður. Pessi námskeið tók- ust með ágætum og var fyrirhugað að fylgja þeim eftir með námskeiði í fram- sögn strax í fyrravor, en af því gat ekki orðið fyrr en í nóvember s. 1. Leið- beinandi á framsagnarnámskeiðinu var Arnhildur Jónsdóttir leikari. í vetur var reynt að brydda upp á þeirri nýbreytni að mynda starfshópa sem hefðu ákveðið afmarkað verkefni. Með þessum starfshópum var hugmyndin að ná til fleiri félagsmanna og fá þá lil að starfa. Fyrirhugaðir starfshópar voru: Starfshópur vegna 75 ára afmælis KRFÍ, starfshópur vegna ritunar á sögu KRFÍ, fræðsluhópur, útbreiðsluhópur, hópur til að gera tillögur að fulltrúaráði KRFÍ, hópur sem siá á um samstarf við aðildarfélög KRFl, fjáröflunarfiópur, fjölmiðlahópur, hópur sem liefur umsjón með húsnæði KRFÍ, hópur er fjallar um breytingar á nafni félagsins og skemmti- nefnd. Ekki hefur tekist að fá alla hópana til að starfa og tekur það e. t. v. lengri tíma en einn vetur að koma slíku hópstarfi á. Einn hópurinn hefur þó skilað niðurstöð- um, en það er fjölmiðlahópurinn, undir forystu Magdalenu Schram. Sbr. Frétta- bréf KRFÍ, 2. tbl. 1982. Prír félagsfundir hafa verið haldnir í vetur. I. 8. október var haldinn félagsfundur, sérstaklega ætlaður nýjum félags- mönnum. Þar fór fram kynning á fé- laginu og fyrirhuguðu vetrarstarfi, auk þess sem sagt var frá kvennaráðstefnu S. P. í Kaupmannahöfn 1980. II. 19. nóvember. Á þessum fundi var hugmyndin að karlarnir í félaginu skiluðu niðurstöðum sínum af umræðum um stöðu feðra í þjóðfélaginu. En sökum anna höfðu þeir lítið hist og voru því á þessum fundi ræddar ýmsar spurningar sem þeir höfðu varpað fram og ákveðið að halda umræðunni áfram og opna hóp- inn meira, þ. e. gefa konum tækifæri að starfa í honum. III. 8. Febrúar var haldinn fundur og rætt um hvaða breytingar KRI'Í teldi æskilegar að gera á lögum nr. 78/1976 um jafnrétti karla og kvenna. Vorið 1980 skipaði félagsmálaráðherra nefnd til að endurskoða jafnréttislögin og sú nefnd hafði sent spurningar til félagsins og leit- að álits á stöðu jafnréttismála í dag og 68 hvaða breytingar félagið teldi æskilegar á gildandi jafnréttislögum. Svar var sent 10. mars 1982. Aðrir fundir í apríl 1981 liéli KRFÍ fund með Rauðsokkahreyfingunni í Norræna hús- inu um „Tímabundin forréttindi“. Frummælendur voru: Jóhanna Sigurð- ardóttir, Ragnhildur Helgadóttir, .lón Hannesson, Porsteinn Pálsson, Ásmund- ur Stefánsson, Júlíus Valdemarsson, Kristín Tryggvadóttir, Hildur Jónsdóttir og Jónína M. Guðnadóttir. Var fundurinn mjög vel sóttur og umræður líflegar. í janúar s. I. kom danski rithöfundur- inn Vita Andersen lil landsins í boði Al- þýðuleikhússins, Norræna hússins, Fé- lags dönskukennara og Lystræningjans. KRFÍ hélt með I tenni hádegisfund í Norræna húsinu, þar sern hún las úr verk- um sínum og svaraði fyrirspurnum. Um 50 manns sóttu fundinn. í mars 1982 hélt félagið fund með Menningarstofnun Barndaríkjanna um stöðu kvenna á Islandi og í Bandaríkjun- um. Frummælendur voru Georgie Anne Geyer, blaðamaður og Guðrún Sigríður Vilhjálmsdóttir, þjóðfélagsfræðingur og varafortnaður KRFÍ. Um 60 manns sóttu fundinn og voru erindin bæði fróðleg og skemmtileg. KRFÍ gekkst fyrir ráðstefnu um „Kon- ur og kosningar“ á Hótel Esju, mánudag- inn 23. nóvember 1981. Um allan undir- búning sáu þær Björg Einarsdóttir, Odd- rún Kristjánsdóttir og Lára V. Júlíusdótt- ir. Pátttakendur voru um 100 manns og hafa fjölmiðlar sjaldan sýnt jafnmikinn áhuga á ráðstefnum KRFÍ eins og þessari. 75 ára afmæli KRFÍ KRFÍ varð 75 ára 27. janúar 1982. Var þess minnst með útvarpsþaítti, sunnu- daginn 25. janúar, þar sem rakin var saga félagsins í stórum dráttum. Um út- varpsdagskrána sáu þær Elfa Björk Gunnarsdótlir, Guðrún Gísladóttir, Sig- rún Valbergsdóttir og Sólveig Ólafsdóttir. Pær ákváðu að láta þá upphæð er þær kynnu að fá fyrir dagskrárgerðina renna til félagsins og samþykkti stjórnin að sú upphæð skyldi fara í sérstakan sjóð svo hægt verði að hefjast handa og rita sögu félagsins. Félaginu búrust margar pen- ingagjafir í kringum afmælið, sem runnu í söguritunarjóðinn. Sigríður Erlendsdótt- ir, sagnfræðingur, hefur gefið vilyrði fyrir því að annast söguritunina og hefur und- anfarið yfirfarið gamlar fundargerðar- bækur félagins. Á afmælisdaginn sjálfan bauð lélagið til veislu á Hótel Borg. Hátt á þriðja hundrað manns komu og þáðu veitingar og hlustuðu á ræður og skemmtiatriði. Selma Kaldalóns lék á píanó, Sigríður Ella Magnúsdóttir söng lög eftir og um konur við undirleik Sveinbjargar Gríms- dóttur. Samleik á fiðlu og píanó léku þær Nína Margrét Grímsdóttir og Sigrún Eð- valdsdóttir. Veislustjóri var Sólveig 01- afsdóttir og hafði hún ásamt Margréti Guðmundsdóttur og Sigrúnu Sigurðar- dóttur séð um allan undirbúning veislunnar. Slarfsemi félagsins út á við Á vegum Jafnréttisráðs er starfandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.