19. júní - 19.06.1983, Qupperneq 4
Frá ritstjóra
Það verður að teljast tíðindum sœta að á
aðeins einu ári hefur ásýnd íslenskra stjórn-
mála tekið stakkaskiptum. í sveitarstjórnar-
kosningunum fyrir rúmu ári fjölgaði konum í
bœjar- og sveitarstjórnum úr sex prósent í
rúm tólf prósent, eða um liðlega helming. Og
í nýafstöðnum alþingiskosningum þrefaldað-
ist fjöldi kvenna á þingi. Par við bœtist að í
nýskipaðri ríkisstjórn landsins gegnir Ragn-
hildur Helgadóttir embætti menntamálaráð-
herra, en fyrir utan Auði Auðuns, sem var
dómsmálaráðherra árin 1970-1971, hefur
engin kona átt sœti í ríkisstjórn íslands til
þessa.
Loksins tókst að rjúfa skarð í karlavirkin
sem næstum án undantekninga hafa umlukt
allar helstu stjórnstöðvar íslenska ríkisins.
Með Vigdísi Finnbogadóttur forseta í
öndvegi lýðveldisins fer þess ef til vill að sjá
stað hvað úr hverju að við búum við full-
trúalýðræði þar sem konur eru fullur helm-
ingur jafnt kjörgengra sem kjósenda.
Eins og forsíða 19. júní að þessu sinni ber
með sér teljum við sem að jafnréttismálum
vinnum að fjölgun kvenna á alþingi sé mikils-
verður áfangi; ég undirstrika orðið áfangi,
því að hér hefur að sjálfsögðu engu endan-
legu marki verið náð. Hins vegar er því ekki
að neita að nú hefur verið stigið mikilvægt
skrefí átt til jafnræðis milli karla og kvenna á
vettvangi stjórnmálanna. Á innsíðum blaðs-
ins koma fram skoðanir og vangaveltur, bæði
í viðtölum og greinum, um hvað ráðið hafi
þessari stökkbreytingu og hvers megi vænta
af hinum nýkjörnu konum á alþingi. Pað eitt
skal ítrekað hér að því verður seint trúað að
fjölgun kvenna þar boði ekki framför; sann-
gjarnara og manneskjulegra verðmætamat
við stjórnun landsins.
í 19. júní ífyrra var í alllöngu máli fjallað
um það sem blasir við konum sem vilja fara
aftur út á vinnumarkaðinn eftir mislangt hlé
vegna uppeldis- og húsmóðurstarfa. Þar var í
fjölmörgum viðtölum við forráðamenn á
vinnumarkaðinum og stjórnendur í skóla-
málum reynt að upplýsa hvaða möguleika
konur hafa til að leita sér starfa eða menntun-
ar. Ennfremur var rætt við margar konur
sem höfðu frá eigin reynslu í þessum efnum
að segja. Því er þetta rifjað upp hér að þessi
umrœða í blaðinu varð tilefni ráðstefnu sem
KRFÍ gekkst fyrir síðastliðinn vetur um sama
efni. Og eins og snjóbolti sem sífellt hleður
utan á sig vöknuðu þar enn nýjar spurningar
sem þarfnast svara og eru til umfjöllunar nú.
Það er Ijóst að eitt stærsta vandamál
kvenna í þessri aðstöðu er oft það að þær
treysta sér ekki, telja sig ekkert kunna „sem
atvinnurekanda sé bjóðandi“ eins og einn
viðmælandi blaðsins komst að orði, stundum
þrátt fyrir að ekkert skorti á formlega
menntun. Hér þarf augsýnilega að bregðast
við með einhvers konar aðstoð til að styrkja
sjálfstraust kvenna og hún verður helst að
koma til áður en farið er að leita fyrir sér á
vinnumarkaðinum.
í blaðinu er að þessu sinni sagt frá ýmsum
leiðum sem hugsanlegar eru, fyrst og fremst í
þeim tilgangi að upplýsa lesendur um hvað
stendur konum til boða eins og er. Jafnframt
greinir frá athyglisverðri ráðgjafarstöð vestur
í Bandaríkjunum sem einbeitir sér einmitt að
þessu verkefni. Kvenréttindafélagið mun
njóta leiðsagnar stofnandans nú í júnímánuði
og beri hún þann árangur sem vonir standa
til, gæti innan tíðar opnast fleiri möguleikar
hér á landi til að styrkja sjálfstraust þeirra
kvenna sem bæði geta og vilja en þora ekki.
4