19. júní - 19.06.1983, Page 11
Dansflokkurinn hefur 10 stöðugildi
en auk þess er Qárveiting fyrir tveimur
nemum. Gegnum árin hafa dansar-
arnir stundum verið fleiri og hafa þá
skipt með sér stöðum.
— Hvemig em kjör listdansar-
anna?
Fyrstu árin vorum við algjörir
ómagar. En fyrir þremur árum voru
kjörin bætt og nú eru þau í stórum
dráttum samsvarandi leikurum á
B-samningi.
Það kom á óvart að hvorki meira né
minna en helmingur flokksmeðlima á
börn. Ingibjörg og Nanna töldu því
ríka ástæðu fyrir dansarana að hafa
góða barnapíu. Eftir því sem næst var
komist hafði það tekist bærilega.
— Hvemig er vinnu dansflokks-
ins háttað?
Það eru fastir jrjálfunartímar, 6
daga vikunnar, aðeins frí á sunnudög-
um. Við þessa föstu tíma bætast æfing-
ar fyrir sýningar. Þó að sýningar séu
fáar, verður stöðugt að þjálfa dansar-
ana til þess að geta tekist á við verk-
efnin þegar að sýningu kemur. Ekki
má gleyma að leiksviðið sjálft er stór
þáttur í þroska dansarans og enginn
dansari verður fullkominn í æíingasal.
— Hvað má segja um aðstöðu og
helstu erfíðleika flokksins?
Um það mætti hafa langt mál. En
aðalvandamálið er vinnuaðstaðan.
Flokkurinn deilir húsnæði með lcikur-
um Þjóðleikhússins. Æfingasalurinn
okkar er eini æfmgasalur leikhússins.
Þennan sama sal notar Listdansskólinn
á kvöldin.
Síðan ber að nefna aðstöðuleysi
flokksins viðvíkjandi sýningum. Osk
okkar hefur verið sú að fá eina fasta
ballettsýningu á leikárinu, á verkefna-
skrá leikhússins. Það heitir á fagmáli
,,répertoire“, þ.e.a.s. þær sýningar
sem áskriftargestir sækja. Ballettsýn-
ingar hafa verið aukasýningar sem
skotið er inn á milli. Reynslan af slík-
um sýninguin er ekki góð. Sýninga-
Qöldinn takmarkast af aðsókn fyrstu
sýninga, sem beinlínis krefst þess að
fólk sé vakandi og bregðist skjótt við,
annars missir það afsýningunni.
Umfjöllun ljölmiðla hefur í þessu
Nanna Ólafsdóttir
og Ingibjörg
Björnsdóttir í
æfingasal
Þjóðleikhússins.
tilliti mikil áhrif. Það getur hreinlega
drepið góða sýningu efekkert er á hana
minnst í fjölmiðlum.
— Hafið þið tækifæri til þess að
fylgjast með þróun listdansins í
öðrum löndum?
Dansararnir hafa farið námsferðir
bæði til London og Kuopio í Finn-
landi. Við höfum 6 vikna sumarfrí,
þannig að best er að fara á þeim tíma,
en gallinn er bara sá að þá er lítið um
að vera í leikhúsum. Við reynum að
fylgjast með, en það er mest gert á
eigin kostnað. Margir dansaranna
hafa sótt námskeið til New York og
víðar.
— Hvernig er með áhorfendur,
sem sækja ballettsýningar — hafið
þið orðið varar við nokkrar breyt-
ingar?
„Danssmiðjan“ var flutt í febrúar sl.
Ekki á þann hátt sem orðið er í
Bandaríkjunum og víða í Evrópu, að
það er tíska að sækja ballettsýningar.
Hér er of langt á milli sýninga til þess
að binda áhorfendahóp, fólk gleymir
tilveru flokksins. En það eru flciri karl-
menn í hópi áhorfenda en voru hér
áður.
— Fyrst við minnumst á karl-
menn, hvaða áhrif hefur skortur-
inn á karldönsurum?
Sá skortur hefur veruleg áhrif, sér-
staklega í verkefnavali og við sanin-
ingu nýrra dansa. En það hefur orðið
mikil breyting á hlutverki karldansara
gegnum árin. Þeir eru ekki lengur bara
prinsar í flaueli og hvítum sokkabux-
um. Nú eru þeir miklu karlmannlegri.
I nútíma ballettverkum er ímynd karl-
mennskunnar undirstrikuð.
Kynvilluhugmyndin sem áður fyrr
var tengd karldönsurum hefur örugg-
lega stuggað ungum piltum frá þessari
listgrein.
- Verður einhver sérstök sýning
í tilefni 10 ára afmælisins, eða var
„Danssmiðjan“ tengd afmælinu?
Ballettsýningin,,Danssmiðjan“,
sem ílutt var í febrúar, varað öllu leyti
innanhússverk eins og sagt er, samin
og llutt afokkar fólki. Upphallega átti
að vera afmælissýning í mars sem ekk-
ert varð úr vegna breyttrar verkefna-
skipanar leikhússins. Við l'engum
styrk frá menntamálaráðuneyti gagn-
gert fyrir afmælissýningu og mun
hann væntanlega notaður á næsta
leikári.
11