19. júní


19. júní - 19.06.1983, Page 13

19. júní - 19.06.1983, Page 13
Svava Jakobsdóttir. Viðtal: Rannveig Jónsdóttir. „Ég var rétt að þurrka mesta rykið“ segir Svava og er horfin fram í eldhús að sækja kafii og meðlæti. Hún er ný- komin heim og hefur verið á þönum, þegar blaðamann 19. júní ber að garði síðdegis einn svalan og sólbjartan vor- dag. í stofunni er hver hlutur valinn af smekkvísi og nákvæmni. Auðséð er að höndunum hefur ekki verið kastað til neins. Við höfðum mælt okkur mót á heim- ili hennar í Skerjafirðinum til þess að ræða saman og freista þess að kynna lesendum svolítið nánar persónuna Svövu Jakobsdóttur. En hún hefur haft umtalsverð áhrif á samtíðina, bæði sem rithöfundur og þingmaður. Hún er að koma ofan úr Þjóðleik- húsi þar sem verið er að undirbúa sýn- ingar á nýjasta verki hennar, Loka- æjtngunni. Leikritið vekur forvitni, en Svava telur ekki tímabært að ræða það nánar áður en sýningar hefjast. Bríet Héðinsdóttir er leikstjóri, en hún setti á svið leikritið Æskuvini, og lék aðal- hlutverkið í fyrsta leikriti Svövu, Hvað er í blýhólknum? sem vakti mikla athygli og umræðu á sínum tíma. Það liggur beint við að spyrja Svövu hvernig sé að vinna í leikhúsinu og hvort ekki komi sitthvað á óvart eftir að farið er að æfa leikrit. ,,Það er gaman að sjá góðan leik- stjóra eins og Bríeti vinna“, segir hún, ,,en ef eitthvað kæmi mér verulega á Maður verður að bera virSingu fyrir sjálfum sér 13

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.