19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1983, Qupperneq 17

19. júní - 19.06.1983, Qupperneq 17
Lifandi barátta Það var miklu auðvcldara að vinna að jafnréttismálum meðan Rauð- sokkahreyfingin var og hét en eftir að hún lognaðist út af. Það var mikill styrkur þegar konur sýndu lifandi áhuga, mættu á þingpöllum og mynd- uðu þrýstihópa. Það er mikill mis- skilningur að þrýstihópar séu endilega af hinu illa eða séu til marks um ein- hverja upplausn í þjóðfélaginu eins og stundum er haldið fram. Konur mega ekki sofna á verðinum. Það er nauð- synlegt að þær sýni stjórnmálum áhuga. Það er mikið ánægjuefni að konum skuli nú hafa fjölgað á Alþingi og þá var ekki síður ánægjuefni að fylgjast með þeim fjölda kvenna víðs vegar úti á landi sem stóðu í fremstu víglínu í kosningabaráttunni þótt þær kæmust ekki í þingsæti að þessu sinni. Ef við eigum að fjölga konum á þingi fyrir alvöru þá verða þær að koma úr öllum kjördæmum landsins. Kvótakerfi og kvenfyrir- litning — Hver er þín skýring á því að ís- lenskar konur hafa átt svo miklu erfið- ara uppdráttar í pólitík en konur á öðrum Norðurlöndum? Ég hef heyrt þá skýringu að jafn- réttismálin almennt séu skemmra á veg komin liér en annars staðar á Norðurlöndum og það er áreiðanlcga rétt. Ástandið á þingi speglar ástandið í þjóðfélaginu. - Það er eins og allt of fáir hér hafi áttað sig á því að kven- frelsi er mannréttindamál — í mínum augum á nánast allt að víkja fyrir mannhelgi og mannréttindum. I kvenfrelsisbaráttunni er enginn að fara fram á meira en hann á skilið — aðeins sanngjarnan skerf af þeirri mannhelgi sem allir telja í orði að beri að virða. En kvenfyrirlitning segir meira um þann sem fyrirlítur en þann sem fyrirlitinn er. Kannski þarfað fara fram einhver félagsleg og sálfræðileg rannsókn á íslenskum karlmönnum með þetta í huga? Mér finnst sjálfsagt að koma á kvóta- kerfi og ýmiskonar aðgerðum til að minnka forskot karla bæði í stjórnmál- um og á öðrum sviðum þjóðfélagsins. Slíkar aðgerðir eru ekki forréttindi heldur aðgerðir til að jafna metin. Þær hafa reynst vel á hinum Norðurlönd- unum. Húsverkin - Hvernig hefur þér sjálfri tekist að leysa málin? Ef ég á að segja eins og er, þá hef ég verið alltof myndarleg húsmóðir af einskærum ótta við að annars yrði sagt: Þarna sjáið þið hvernig fer þegar konur eru of mikið út á við! Annars er Jón Hnefill vel sjálfbjarga. Við höfum hjálpast að eftir aðstæðum. Og heimil- ið hefur alltaf verið fámennt. Við eig- um einn son, Hans Jakob, sem nú er fluttur að heiman svo við erum aðeins tvö heima núna. Efjón heíði ekki verið reiðubúinn til að taka sinn skerf — og stundum meira en það — af hússtjórn- inni meðan ég var á þingi, hefði þetta tæplega gengið. Seinni árin mín á þingi hafði ég þó húshjálp einu sinni í viku. Það var mikil hjálp. Erfiðustu árin eru að baki — þegar drengurinn var lítill og ég vann úti og skrifaði hálfu næturnar. Viskan er númer eitt — Hvernig er þín Útópía? Ég held að hver sá sem ætlar að stuðla að betra þjóðfélagi verði að reyna að þroska sjálfan sig. Ég þekki ekki betri grundvöll en þann sem Kristur lagði og ég er æ betur að sjá viskuna í kenningum hans og dómum, þegar hann er að leysa ágreiningsefni og kenna. Mér virðist oft hafa verið lögð ofeinhliða áhersla á tilfinningarnar einar sér — gæsku og góðvild en mér finnst viskan aðdáun- arverðust. Viska Krists er hreinasta opinberun — hún sprettur sjálfkrafa upp úr kærleiksboðskapnum. Hræðilegasta aflið í manninum tel ég vera sjálfshatur og sjálfsfyrirlitn- ingu. Þú ert lifandi andi ekki síður en aðrir. Efþú útskúfar sjálfum þér, glat- ar þú hæfileikanum til að virða og elska aðra. „Elska skaltu náunga þinn eins og sjálfan þig“, sagði Kristur. Ég hugsaði mikið um þessi orð þegar ég var barn en skildi þau ekki — ég átti bágt með að trúa því að Kristur væri að hvetja menn til sjálfselsku. Ég skildi ekki viskuna í þessum orðum fyrr en ég var orðin fullorðin. Kannski er þessi viska ein þess megnug að bjarga okkur á kjarnorku- öld? Fjórir ættliðir. Svava situr á milli foreldra sinna og afkomenda. Talið frá vinstri: Hans Jakob með Jón Hnefil yngri á háhcsti, Svava, Þóra Einarsdóttir og dr. Jakob Jónsson. 17
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.