19. júní


19. júní - 19.06.1983, Síða 23

19. júní - 19.06.1983, Síða 23
þau Jón og Gunna verða fyrir áhrifum á margvíslegan hátt. Niðurstaða þeirra mun alltaf mótast af ýmsum líf- fræðilegum forsendum og félagslegri mótun þeirra hvors um sig. Einnig hef- ur uppbygging þjóðfélagsins, pólitísk- ar ákvarðanir áhrif á þeirra niður- stöðu. Hver svo sem niðurstaðan verð- ur skilar hún sér aftur í hringrásina, annars vegar inn í líffræðilegar for- sendur og félagslega mótun afkomenda þeirra og út í þjóðfélagið, þannig að næst þegar upp kemur álíka þörf hjá næstu Jóni og Gunnu hefur niðurstaða hinna fyrri Jóns og Gunnu haft áhrif á þá þörf sem þá kemur upp og hring- rásin heldur áfram Við neyðumst til að deila með okkur verkefnum lífsins. Hér á undan hefur stuttlega verið rakið það sem styður hina hefðbundnu verkaskiptingu. En því er ekki að leyna að oft yfirfærum við ýmis konar verkefni sem við viljum ekki íþyngja okkur sjálfum með t.d. til makans. Þessu komum við í góðan bún- ing og segjum t.d. ,,konan mín er svo sniðug að skrifa á jólakort, hún gerir allt svoleiðis hjá okkur“ eða „maður- inn minn er svo duglegur að gera við bíla, ltann sér alltaf um bílinn okkar“. Þetta eru athugasemdir sem við heyr- um oft. Áður en við vitum af hafa mót- ast venjur í kringum þessa hluti og við förum að trúa því að svona sé þetta frá náttúrunnar hendi. Þetta getur líka gengið ágætlega en hættan kemur inn þegar við felum öðrum að annast mikilvæga þætti í okkar eigin sjálfs- mynd; þegar við verðum öðrum háð og afsölum okkur ábyrgð á ákveðnum þáttum sem móta liina heillegu sjálfs- mynd. Goðsögnin I lífshlaupinu sjáum við mörg dæmi um þetta hjá báðum kynjum. Goð- sögnin gengur út á það, að við þurfum aðeins að rækta með okkur ákveðnar hliðar, því að seinna á lífsleiðinni mun- um við hitta einhvern annan sem geti orðið hluti af okkur og sem komi til með að gefa okkur einhvern hluta af sér. Tökum sem dæmi konuna sem vel- ur að aðstoða eiginmanninn gegnum nám og starfsframa, ala upp börnin hans o.s.frv. gegn því að hann sjái fyrir henni í staðinn. Hún skilgreinir sig út frá eiginmanninum (eins og föður sín- um áður). Hún fær hlutdeild í hans starfsframa og velgengni (oftast þó að- eins í huganum og í hugum annarra). Skiljist síðan leiðir, við dauða, eða eitt- hvað álíka ber að höndum, þá getur hún því miður ekki notað prófskírtein- ið hans eða gengið inn í það starf sem hann hafði áður. Hliðstætt dæmi hjá karlmanni gæti verið t.d. varðandi uppalandahlutverkið og tengslin við börnin, sem svo margir feður afsala sér í lífshlaupinu. Og svo lengi sem við felum öðrum svo mikilvæga þætti í sjálfsmyndinni höfum við líka ágætis sökudólg ef illa fer. Þá er alltafhægt að kenna einhverjum öðrum um, þegar óánægjuröddin verður of há. ,,Af hverju leyfðir þú mér ekki að þróast meðan tími var til?“ „Hvers vegna hélst þú alltafbörnunum frá mér þegar þau voru lítil.“ Til þess að parsamband geti þróast á jafnréttisgrundvelli þurfa báðir ein- staklingar að vera tiltölulega þroskað- ir, geta gefið náið afsjálfum sér án þess að týna sjálfum sér. Samrunaþörfm og þörfin fyrir að vera eins er oft mjög sterk í upphafi parsambands. Salka Valka Halldórs Laxness fann fyrir þessum tilfinningum, þegar hún fann að hún var að verða ástfangin í Arn- aldi. Á einum stað þegar þau eru að ræða sín tilfinningamál finnur hún fyrir tvíátta tilfinningum hjá sjálfri sér og kveðst vera hrædd. Arnaldur spyr hana þá við hvað og hún svarar: „Ég er hrædd við sjálfa mig“, og enn eftir nokkra þögn: „ég er svo hrædd um ég týni sjálfri mér og finni mig aldrei aft- ur.“ Kvenfrelsiskonur fyrri tíma gengu hart fram í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna. Jafnrétti að lögum myndar þann ramma og þann grunn sem til þarf til að hægt sé að móta nýja hefðir og vinna þannig gegn fordómum hjá konunum sjálfum og öðrum. Ennþá er þátttaka kvenna í pólitík og leiðandi störfum í þjóðfélaginu minni en karla. Á vinnumarkaðnum fylla þær neðstu launaflokka hjá stéttafélögunum. Starfsvalið mótast af hcfðbundnum hlutverkum konunnar. Umhyggju- störfin svokölluðu eru nær eingöngu stunduð af konum. Þeir fáu karlmenn sem hætta sér út á slíka braut eru væg- ast sagt litnir hornauga og álitnir jafn- vel eitthvað skrítnir. Að stokka upp spilin Hér á undan hefur verið reynt að varpa örlitlu ljósi á hinar „duldu“ hindranir í baráttu kynjanna. Við höf- um reynt að skyggnast undir yfirborð- ið og gera stærri hluta ísjakans sýnileg- an. Bent hefur verið á hvernig notkun á orðum, hugtökum og setningum vís- ar til ákveðinna væntinga og hlutverka sem mæta konum og körlum við fæð- inguna og þau mótast af. í baráttu kynjanna eru oft tilnefndir þrír synda- selir, þeir eru allir á myndinni af Jóni og Gunnu sem brugðið var upp að framan. Þarna cr um að ræða konuna sjálfa, karlmanninn og þjóðfélagið. Með því að hætta leitinni að söku- dólgnum og viðurkenna hin mótandi áhrif skapast nýr grundvöllur til breyt- inga. Samhliða lagalegum og félags- legum lausnum, yrði þá einnig rcynt að finna lausnir, sem miða að því að losa um hin fastlæstu mynstur kynjanna, cfla sjálfstraust þeirra og byggja þau bæði upp innan frá. Karlar og konur þurfa að stokka upp spilin og cndurskilgreina hlutverk sín út frá manngildishugmyndum. Það er lán að skipta við SPARiSJÓÐiNN 5PARI5JDÐUR HAFNARFJARÐAR STRANDGÖTU 8-10 5PARIBJÚÐUR HAFNARFJARÐAR NORDURBÆR REYKJAVÍKURVEGI66 23

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.