19. júní


19. júní - 19.06.1983, Blaðsíða 28

19. júní - 19.06.1983, Blaðsíða 28
BORNIN - ATVINNULIFIÐ - SKOLINN Úr skólastofu 11 ára barna í Öldutúnsskóla, Hafnarfirði. Veggir og „auka milliveggir“ efl1 ið. Með ólíkar og mismunandi mikið sundurslitnar stundaskrár barna sinna, hefur hún meir en nóg með að útbúa af stað í skólann á réttum tím- um, taka á móti og gefa hádegismat, sem getur verið allar götur á tímabil- inu frá ellefu til þrjú, og fylgjast með og aðstoða við heimalærdóm. Sé vel að þessu staðið, er þetta töluvert starf, einkum meðan börnin eru ung. Það sem konum sárnar mest, er að þessi vinna er einskis metin. Skólinn verður að treysta á töluverða heimavinnu af hálfu nemenda, vegna þess hve við- verutími þeirra í skólanum er stuttur, en flest börn þurfa aðhald og leiðsögn við lausn heimaverkefna. Kona sem á börn á skólaaldri og ætlar sér að halda áfram starfi sínu utan heimilis stendur beinlínis frammi fyrir því að velja á milli barns og starfs. Margar konur hafa ekkert val, séu þær eina fyrirvinna heimilisins. Konur reyna stundum að fara bil beggja með hlutastarfi. Þó er það oft engin lausn, þar sem börnin eru ýmist fyrir eða eftir hádegi í skóla og á hlaupum þess á milli í ýmsa sértíma. Mæður sem fjar- stýra börnum sínum gegnum síma og lyklabörnin svonefndu geta vart talist æskilegar uppeldisaðferðir. Hvernig skólatíma barnanna verður háttað næsta skólaár, það vita fæstir fyrr en í byrjun september þegar skóli hefst. Mikil bót er að því sem einstaka skólastjóri hefur tekið upp að senda heim með börnunum að vori, upplýs- ingar um skólatíma þeirra fyrir næsta skólaár. Okkur fullorðnu þykir sjálfsögð krafa að vinnutíminn sé samfelldur - því skyldum við ekki búa jafnvel að börnunum? Þau eru að ýmsu leyti mun verr sett, tímaskyn yngstu barnanna er óþroskað, þau verða að brjótast gang- andi í öllum veðrum, oft um miklar 28 umferðargötur. Aukinn umferðarþungi eykur hættuna, og hér heyrir það til undantekninga að gert sé ráð fyrir gangandi vegfarendum. Því skyldi engan furða, að umferðarslys á börn- um eru mun fleiri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Hvað skyldu yfírvöld? Af viðtali sem við áttum við tvo deildarstjóra í menntamálaráðuneyt- inu, Sigurð Helgason og Hörð Lárus- son, kom greinilega fram að breytingar á skólakerfinu, svo sem samfelldur skóladagur og einsetinn skóli, eru póli- tísk mál. Akvarðanir sem þessar eru ekki á valdi menntamálaráðuneytis eins, heldur kemur þar til kasta fjár- málaráðuneytis og Alþingis. Hvað gerir menntamálaráðuneytið til þess að stuðla að samfelldum skóla- degi fyrir nemendur? Þeir kváðust senda dreifibréf til skólanna með til- mælum um að stundaskrá væri höíð sem samfclldust. En kjarasamningar kennara væru meingallaðir og af þeirri ástæðu neyddust skólastjórar oft til þess að láta stundatöfiu kennarans hafa forgang framyfir töllu nemend- anna. Niðurstaða þeirra var sú að samfelldur skóladagur strandaði fyrst og fremst á fjármagni, en einnig á að- stöðuleysi og viljaleysi fræðsluyfir- valda. Hvað er til ráða? Efkonur eiga með góðu móti að geta stundað atvinnu jafnframt því að eiga börn í skóla, þá verður að lagfæra skólatíma barnanna. í fyrstu ber að gera skólatíma þeirra samfelldan og auka við kennslu yngri barnanna. Þessi breyting ætti að vera tiltölulega auðveld í framkvæmd og engum fjár- hagslega ofviða, sé rétt að málum stað- ið. Lokamarkmiðið er að allir skólar verði einsetnir, þ.e.a.s. öll börn byrji á sama tíma að morgni í skóla, hafi að- stöðu til þess að borða og ljúka þar mestum hluta vinnu sinnar. Athyglisverð tilraun með skólanesti hefur verið í gangi í Ijórum skólum ' Reykjavík í vctur. Er hún framkvæmd á vegum Fræðsluráðs Reykjavíkur 1 samráði við Mjólkursamsöluna. Börn- in hafa getað keypt holla og góða mat-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.