19. júní - 19.06.1983, Qupperneq 30
BORNIN - ATVINNULIFIÐ - SKOLINN
á að leika sér?
Hvenœr
Bjarni Sigurðsson.
Mán: 8.10, þri: 10.35,
mið: 13.40, fim: 12.15,
fös: 13.00.
Hver vildi eiga að heíja vinnu allan
veturinn, samkvæmt ofangreindri
töflu? En þctta urðu Bjarni Sigurðsson
og bekkurinn hans, 11 ára börn í Öldu-
selsskóla í Reykjavík að una við í vetur.
Þegar Bjarni var spurður, hvernig
hann færi að, greip yngri bróðir hans
frammí: „Hann spyr bara mömmu eða
pabba, hvað sé á dagskrá í dag? Þá
verða þau að standa klár á vikudegin-
um og hvenær eigi að fara í skólann.
Bjarni hefur litla leikfimi fengið í
vetur, þar til nú í vor að nýja íþrótta-
húsið við Seljaskóla var opnað. Þang-
að er drjúgur spölur. Hvernig börnin
eiga að komast á milli, í vetrarhörkum,
er óleyst mál. Sund fékk hann aðeins
hálfan veturinn. Sundkennslan fer
fram í lítilli útisundlaug við Breið-
holtsskóla. Þangað fer hann með
strætó, en þriðjungur tímanna féll nið-
ur vegna veðurs.
30
„Einu sinni byrjaði minn bekkur
alltaf klukkan átta í skólanum", segir
Bjarni. „Það var miklu betra, og þá
höfðum við tíma til að leika okkur.“
Kristín og Sylvía
Ánægjulegt var að líta inn í kennslu-
stund hjá 4. bekk L. í Öldutúnsskola í
Hafnarfirði, og kennara hans Ernu
Björnsdóttur.
Stofan var einkar lífleg. Veggirnir
þaktir vel unnum vinnubókarblöðum
og verkefnaspjöldum. Tuttugu ára
gömlu stólana hölðu þau málað fagur-
græna og útbúið á þá sessur, til þess að
betur færi um þau á hörðum trésetun-
um.
Stöllurnar Kristín og Sylvía sögðu
að bekkurinn helði upp á sitt eindæmi
skrifað skólastjóra bréf vegna þess hve
stundatafla bekkjarins væri erlið á
þriðjudögum. Bckkurinn er í skólan-
um eftir hádegi og mætir þrjá daga
vikunnar aukalega að morgni í íþróttir
og myndmennt. Þessu kvörtuðu
krakkarnir ekki yfir, heldur því að tím-
inn milli kennslustunda væri alltof
naumur til þess að komast úr sundi í
skólann í myndmennt. Síðan fá þau
aðeins hálftíma til að fara heim og
borða hádegismat. Þetta þýddi, að
bekkurinn kæmi töluvert of seint í
myndmennt, og aðeins fáir krakkar
komast heim í mat. Þau fá því ekkert
að borða nema nestið sitt frá þeim tíma
að þau fóru að heiman fyrir tíu að
morgni í sundið (og hver er ekki svang-
ur eftir sund?) og þar til þau koma
lieim um (immleytið. Bekkurinn fékk
ekki leiðréttingu á töflunni, þrátt fyrir
bréfið og skilning allra á erfiðleikun-
um, þar eð enginn annar tími var laus.
Kristín og Sylvía eru hressar stelpur
og sammála um að það væri mest gam-
an að reikna. Þær kváðust frekar vilja
vera fyrir hádegi í skólanum, því þa
væri hægt að leika sér eftir hádegi.
Kristín og Sylvía.