19. júní - 19.06.1983, Qupperneq 32
BORNIN - ATVINNULIFIÐ - SKOLINN
Marta Jónsdóttir ásamt börnum sínum
Marta Jónsdóttir sjúkraliði:
MikiII munur á íslenskum
og sænskum skólum
Marta Jónsdóttir á tvær dætur,
Kristínu 11 ára og Dagnýju 10 ára,
sem eru í Breiðholtsskóla. Marta og
fjölskylda hennar bjuggu í nokkur ár í
Stokkhólmi, og voru þær Kristín og
Dagný fyrstu skólaárin sín í sænskum
skólum. Munurinn á sænskum og ís-
lenskum skólum er mikill,” segir
Marta. Hún getur fyrst um að þar er
samfelldur skóli. „Stelpurnar byrjuðu
samtímis á morgnana og enduðu á
sama tíma eftir hádegið, en sænskir
Hjalti Jónsson skólastjóri:
„Reynum að halda skóla-
deginum sem samfelldustum“
Seljaskóli er þriðji stærsti skólinn í
Reykjavík, en í skólanum eru um 1070
nemendur og um 50 kennarar eru
starfandi við skólann. Hann tók til
starfa haustið 1979 og hefur því verið
starfræktur í fjóra vetur. í mars sl. var
32
nýtt íþróttahús tekið í notkun við skól-
ann, en fram að þeim tíma sóttu nem-
endur leiklimikennslu í Valsheimilið.
Enn eiga eftir að rísa tvö hús á skóla-
lóðinni. Par munu handavinnustofur
stúlkna verða til húsa, þar er einnig
skólar eru einsetnir. Börnin fá hádegis-
mat í skólanum, auk þess lætur skólinn
börnunum í té allar bækur, stílabækur,
skriffæri, liti — allt ókeypis. Þetta er ekki
lítil búbót fyrir barnafjölskyldur.”
Marta, sem er sjúkraliði, vann 6
dagvinnustundir utan heimilis, án
nokkurra vandkvæða, meðan þau
bjuggu í Svíþjóð. Hennar vinnutíma
lauk á sama tíma og skóladagur dætr-
anna endaði. Hún gat um þann rétt
sem foreldrar barna undir 12 ára aldri
hafa gagnvart vinnuveitanda. Hann er
sá að mega minnka vinnuna niður í 6
tíma á dag. Launin lækka sem því
nemur, en foreldrið heldur fullri stöðu,
sem er stórt atriði í löndum atvinnu-
leysis.
Eftir að Marta og fjölskylda fluttu
heim til Islands treystir hún sér ekki til
þes að vinna dagvinnu, nema að mjög
litlu leyti, en vinnur mestmegnis
kvöld- og næturvinnu. Dæturnar eru á
eilíf'um hlaupum, úr og í skóla, eins og
gerist hjá íslenskum skólabörnum.
„Einhver verður að vera heima til þess
að gefa mat,” segir Marta. Að öðru
leyti kveðst hún vera mjög ánægð með
skólann hér og kennarana. Það sé ekki
síðra en úti.
Hjalti Jónasson