19. júní


19. júní - 19.06.1983, Page 42

19. júní - 19.06.1983, Page 42
sjálfum. Þetta er eina verkefnið sem talist getur persónulegt. Aður en að þessu verkefni kemur hafa verið unnin nokkur minni verkefni s.s. stutt ávarp í upphafi eða við lok hvers fundar. Hóp- verkefni eru mörg og bæði fjölbreytt og skemmtileg. En sjálfskynningarræðan er fyrsta alvöruræðan í þjálfun hverrar málfreyju og þegar maður er búinn að vera í samtökunum nokkurn tíma, er alltaf eitthvað hátíðlegt, fmnst mér, við að hlusta á einmitt þessa ræðu.“ Það kemur fram í spjalli okkar að Kristjana hefur starfað í Málfreyju- deildinni Kvisti í fimm ár en starfar ekki sem stendur. Aðspurð hvernig henni hefði fallið að starfa í þessum félagsskap segir hún að það hafi sér fallið alveg ljómandi vel. ,,Eg hafði ánægju að starfinu vegna félagsskaparins og eins var skemmti- legt og hvetjandi að finna framfor bæði hjá sjálfum sér og öðrum.“ — Telur þú að starfið þar hafi á einhvem hátt gert þér auðveldara fyrir á öðmm vettvangi? , Já, það tel ég. Þegar yngsta barnið fór að stálpast byrjaði ég að velta því fyrir mér, hverjir möguleikar mínir væru á að hefja starf utan heimilis; gagnfræðaprófið mitt var orðið 20 ára gamalt, eins og ég sagði áðan. Tveimur árum eftir að ég gekk í Málfreyjusamtökin fór ég út í nám, ég innritaði mig í verslunarbraut hjá Námsflokkum Reykjavíkur og lauk verslunarprófi eftir tveggja ára nám, en það er hluti af venjulegu íjöl- brautarnámi. Skólinn starfar sem kvöldskóli alla virka daga vikunnar f'rá kl. 18.40 - 22.20. Ég tel það hiklaust vera Málfreyjustarfinu að þakka að ég fór út í þetta nám. Mig langar að koma því að hérna að skólinn býður líka upp á styttri náms- brautir, sjálfstæð námskeið í hagnýt- um verslunar- og skrifstofustörfum sem eru tvö kvöld í viku, ýmist einn eða tvo vetur að vild. Það er kennd bókfærsla, vélritun og skjalavarsla og ég veit að þetta nám er mjög vinsælt. Þessi námskeið eru sótt jafnt af konum sem alls enga starfsreynslu hafa og þeim sem unnið hafa á skrifstofum. 42 Með skólahaldi af þessu tagi má mikið hjálpa þeim konum sem lengi hafa staðið utan við atvinnulífið.“ — Vilt þú ráðleggja öðrum kon- um að ganga í Málfreyjusamtökin? ,Já. Starfið er afar fjölbreytt og það er bæði hægt að byrja á smáu og fara hægt afstað, eða með meiri hraða, allt eftir áhuga hverrar konu. Það er líka eins og Málfreyjuþjálfunin sjálf dragi fram hæfileika og hreinlega finni þá hjá félögunum. Það starfa átta fastanefndir í hverri deild og stjórnar- skipti eru á hverju ári. Þar sem aðeins starfa 30 konur í hverri deild, kemur það af sjálfu sér að allar konurnar eru virkar og verða einhvern tíma að taka að sér forystu. Þetta tel ég ótvíræðan kost.“ — Að lokum, Kristjana, dálítil samviskuspuming; þú virðist harla ánægð með Málfreyjusamtökin, en er ekki eitthvað þar sem er öðmvísi en þú kysir sjálf? , Jú, mér þykir gott að vera spurð að þessu, því að mér hefur alltaf fundist aldursdreifing innan Málfreyjudeild- anna of einhæf. Langflestar kvenn- anna eru á aldrinum 30 til 45 ára, en ég held að það væri mikill ávinnningur fyrir samtökin ef þau næðu meira til yngri kvenna og þeirra eldri. Sérstak- lega mættu þær eldri vera miklu lleiri þó svo að vissulega séu margar konur í samtökunum sem eru eldri en 45 ára. Ég tel að það sé ekki hvað síst þessar konur sem þurfa á málfreyjuþjálfun- inni að halda og þar við bætist að reynsla þeirra er þeim yngri alveg ómetanleg. Það eru þessar konur sem hafa af mestu að miðla.“ Fjölbreytt úrval snyrtivara fyrir dömur og herra TOPPTÍSKAN AÐALSTRÆTI 9 — SÍMI 13760 Viðtöl: Jóhanna Birgisdóttir Hugtakið sjálfsstyrkur er tiltölulega nýtt í íslensku máli, en hljómar þó ugglaust kunnuglega í eyrum margra. Undanfarna mánuði hefur mátt sjá í blöðum auglýsingar um námskeið í sjálfsstyrkingu fyrir konur. Það er ungur sálfræðingur, Anna Valdimars- dóttir, sem stendur fyrir námskeiðun- um. Anna rekur sálfræðiþjónustu að Bræðraborgarstíg 7 í Reykjavík og þangað var haldið til að spjalla við hana, því okkur þótti forvitnilegt að fræðast ögn nánar um námskeiðin og ekki síður um hugtakið sjálfs- styrkingu. „Sjálfsstyrkur felur í sér sjálfsvirð- ingu, virðingu fyrir eigin rétti, þörfúm og óskum og virðingu fyrir rétti og tilfinningum annarra án þess að vera undirgcfin." — En er það ekki svo að menn sýna oft undirgefni er þeir eiga samskipti við þá sem eldri eru, hærra settir eða betur menntaðir en maður sjálfur? ,JÚ, og þess vegna er nauðsynlegt að geta látið í ljós hugsanir sínar, skoð- anir og tilfinningar á hreinskilinn og viðeigandi hátt. Grundvallar hugsun- in í sjálfsstyrkingu er þessi: Þctta er það sem mér finnst, þessar tilfinning- ar vekur þetta hjá mér og svona lít ég á málið. Sýndu eitthvað af sjálfum þér, tjáðu öðrum hver þú ert án þess að gera lítið úr eigin persónu eða viðmælanda þínum.

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.