19. júní


19. júní - 19.06.1983, Page 43

19. júní - 19.06.1983, Page 43
Sýndu eitthvað af sjálfri þér — spjallað við Önnu Valdimarsdóttur sálfræðing um námskeið í sjálfstyrkingu Sjálfsstyrkur felur í sér aukna sjálfs- þekkingu og aukið öryggi í samskipt- um við aðra. Mcnn þurfa að vita hvað þeir vilja, hvað þeim finnst og ekki síst að geta sagt öðrum frá því án þess að fmna til óhóflcgs kvíða. Það er eðlilegt að hagsmunir manna rekist á og þá er nauðsynlegt að geta leyst ágreining- inn með málamiðlun, svo hvorugur aðilinn tapi sjálfsvirðingu sinni og báðir fái einhverjum af þörfum sínum fullnægt.'1 — Hvernig stóð á því að þú byrj- aðir með þessi námskeið? „Er ég var við framhaldsnám í Seattle í Bandaríkjunum kynnti ég mér sérstaklega námskeiðahald af þessu tagi. Þar í landi hefur þróunin orðið sú að almcnningur sækir mikið svona námskeið og skrifaður hefur verið fjöldi bóka fyrir leikmenn um þetta efni. í upphafi voru námskeiðin hjá mér bæði fyrir konur og karla, en eftir áramót hef ég cingöngu verið með námskcið fyrir konur. Fjöldi þátt- takenda á hverju námskeiði er miðað- ur við 12—14 konur og koma þær hingað einu sinni í viku eða oftar, en námskeiðin standa samtals í tólf tíma.“ — Geturðu lýst í stuttu máli hvernig námskeiðin fara fram? „Námskeiðin byggjast upp á fyrir- lestrum, æfingum og hópvinnu. Þátt- takendum er oft skipt niður í smærri hópa sem taka til umfjöllunar ákveðið afmarkað efni sem konurnar skiptast á skoðunum um og gera athugasemd- >r við. Síðan cr íjallað nánar um nið- urstöður hvers hóps. Oft eru tekin fyrir vandamál daglegs lífs og fundnar leiðir til að leysa þau.“ — Er einhver samnefnari fyrir þær konur sem sækja námskeiðin? „Alls ekki. Til mín koma konur á öllum aldri, allt frá átján ára og yfir sextugt, konur úr öllum þjóðfélags- hópum. Reynsla mín er sú að það sé undantekningalaust til góðs hversu blandaðir hóparnir eru. Konurnar koma alls staðar að úr þjóðlífinu og margar vinna störf þar sem reynir mikið á samskipti við annað fólk. Langflestar hal'a tekið það upp hjá sjálfum sér að taka þátt í námskeiðun- um því þær hafa haft áhuga á að ræða mannleg samskipti og heyra sjónar- ntið annarra og aðrar koma einfald- lega vegna þcss að þær telja sig hafa gott af því.“ — Hversu fljótt er hægt að merkja árangur af slíku nám- skeiði? „Það er auðvitað misjafnt, en kon- urnar ná undantekningarlítið íljótt saman og mörgum linnst auðvelt að tjá sig strax í fyrsta tíma. Er líða tekur á námskciðið hafa konurnar oft sagt að þær ættu auðveldara með að slaka á innan um fólk^ væru opnari, já- kvæðari í samskiptum við aðra og ættu léttara með að sýna tilfinningar sínar. Margar telja sig frekar geta sett sig í spor annarra og hlustað á aðra. Það gleður mig ekki síst er konur segj- ast eiga auðveldara með að svara fyrir sig án þess að beita hörku eða yfir- gangi.“ — Telurðu þig sjá einhverja meginástæðu fyrir skorti á sjálfs- trausti hjá konum? Anna Valdimarsdóttir sálfræðingur.

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.