19. júní - 19.06.1983, Page 44
Þekki sjálfa mig mun
betur en áður
— segir Ingibjörg Harðardóttir,
einn þátttakenda á
sj álfsstyrkingarnámskeiðunum
„Ástæðurnar eru að sjálfsögðu
margar, en kannski glcymum við flest
að öllum er nauðsyn að þykja vænt
um sjálfan sig og ckki síst að meta
sjálfan sig að verðlcikum. Of mikil
áhcrsla á hógværð og lítillæti leiðir oft
til þess að við lítum ekki raunsæjum
augum á hvaða jákvæða eiginleika við
höfum til að bera. Okkur hættir til að
vera of sjálfsgagnrýnin og gera of
miklar kröfur til sjálfra okkar. Flestir
eru umburðarlyndari gagnvart öðrum
en sjálfum sér, gera úlfalda úr mý-
flugu vegna minnstu mistaka scm þeir
sjálfir gera, en gleyma fljótt mistökum
annarra. Sjálfsagt erum við Norður-
landabúar lokaðri cn margir aðrir og
virðumst eiga eríitt að hrósa hvert
öðru. Kannski gctum við lært eitthvað
af Bandaríkjamönnum, þótt hrósyrði
þeirra gangi stundum út í öfgar. Oll-
um finnst okkur notalegt að heyra
notalegar athugasemdir um okkur frá
öðrum.“
— Telur þú að skortur á sjálfs-
styrk hái konum frekar en körlum?
„Bæði konur og karlar geta liðið
skort á sjálfstrausti, en hið heíð-
bundna ummönnunrhlutverk kvenna
hefur ef til vill valdið því að þeim er
hætt við að láta sjálfar sig sitja á
hakanum.“
— Er heimavinnandi konum
hættara við slíku en þeim sem
sækja störf sín úti á hinn almenna
vinnumarkað?
„Það þarf ekki að vera. Sumar
hcimavinnandi konur cru einangrað-
ar, aðrar ekki. Þess má ekki síður geta
að þær konur sem vinna við einhæf
störf veigra sér oft við að takast á við
ný og framandi verkefni. Það skiptir
ckki megin máli hvert staríið er, hvort
í hlut á heimavinnandi kona eða
útivinnandi, það eru svo margir þætt-
ir sem grípa þarna inn í.“
— Að lokum Anna, munt þú
halda þessum námskeiðum áfram?
,Já, ég hef sjálf haft bæði þroska og
gleði af námskeiðunum og meðan ég
tcl mig finna ótvíræðan árangur og
áhuga þá geri ég það.
„Ástæðan fyrir því að ég dreif mig á
námskeið var ekki sú að mér þætti
feimni cða óöryggi há mér í daglcgu
lífi, heldur fannst mér sem það hlyti
að vera áhugavert að setjast niður
með öðrum konum og skiptast á skoð-
unum við þær um mannleg samskipti
almennt. Námskeiðið gerði mér mjög
gott og var ákaflcga þroskandi." |tað
er Ingibjörg Harðardóttir, 31 árs
gömul starfsstúlka á leikskóla scm
þannig mælir, en hún sótti sjálfsstyrk-
ingarnámskcið í mars sl.
„Þarna kom mjög margt fram sem
opnaði augu mín gagnvart öðru fólki,
fckk mig til að líta jafnvel minnstu
atriði allt öðrum augum. Afleiðingin
er vonandi aukin tillitssemi í garð
annarra.“
— Hvað hefur nú komið þér að
mestum notum?
„Það er svo ótal margt. Kannski þó
fyrst og frcmst það að mér frnnst ég
þekkja sjálfa mig mun betur eftir en
áður. Ég á auðveldara með að svara
fyrir mig, án þess þó að vera ókurteis
þó tilefnið gefi kannski ástæðu til. Eða
það hefði mér sennilega þótt áður. Eg
er mun ákveðnari í að standa á rétti
mínum, læt mér ekki nægja lengur
hálfvolg tilsvör eða athugasemdir. Til
dæmis lenti ég í því í lok námskeiðsins
að þurfa að óska eftir ákveðinni þjón-
ustu. Svarið sem ég fékk í upphafi var:
„Við skulum athuga málið.“ Áður
hefði ég sennilega látið mér það nægja
og beðið jafnvel vikum eða mánuðum
saman. En í þetta sinn lét ég ekki
44