19. júní


19. júní - 19.06.1983, Side 46

19. júní - 19.06.1983, Side 46
Margt smátt eitt stórt! Umsjón: Þórunn Gestsdóttir. Margt smátt gerir eitt stórt, segir máltækið. Þetta gamla máltæki kom upp í hugann þegar bregða átti upp svipmyndum af konum við ýmis störf í þjóðfélaginu. Mörg smá og stór skref hafa verið stigin í átt til jafnstöðu kynjanna undanfarin ár. En þegar mæla skal árangur er rnælistiku oftast brugðið á árangur kvenna í stjómmálum. Sem kunn- ugt er hefur hlutur kvenna aukist til muna í sveitastjómum og á Al- þingi Islendinga. Og kona er þjóð- höfðingi landsins. Og þeir framsæknustu segja að sókn kvenna á vettvangi stjómmál- anna sé rétt við þröskuldinn. Betur má ef duga skal. Því mælistikan rnælir karlrnönnurn í hag. Þar sem ákvarðanir eru teknar og völdin sem fylgja stjómmálastörfum em, þar em karlrnenn enn í yfirgnæf- andi meirihluta. En á öðmm vettvangi, hver er þá hlutur kvenna? Em þær enn í ein- hverjum afmörkuðum básum eða rígbundnar við hefðbundin kvennastörf? Þáttur kvenna í uppeldismálum er stór svo sem verið hefur. Þar fyrir utan hafa þær haslað sér völl í háum stólurn sem lágum. Þær em á lyftururn og öskubílurn. Þær em forstjórar og doktorar, — og það er ekkert mál. Konur em í hópi söngv- ara, leikara, rithöfunda. Konur eru endurskoðendur, viðskiptafræð- ingar og í bankastofnunurn. Konur eru kennarar, kórstjórar og bænd- ur. Reyndar má segja að konur hafí haslað sér völl á flestum sviðum og stigum þjóðfélagsins. Því geta kon- ur á Islandi borið höfuðið hátt og litið í jafnstöðuátt björtum augum. Hvert eitt skref er spor í rétta átt — margt smátt gerir eitt stórt. Kastljósi er beint að konum við hin margvíslegustu störf í þjóð- félaginu . . . Grýlurnar, kvennahljómsveit sem brotist hefur í gegnum „karlapoppmúrinn“. Með Ragnhildi Gísladóttur yfirgrýlu í fararbroddi hafa þær skipað sér í efstu sæti vinsældalista í ár og meðal annars kyrjað þindarlaust „Hvað er svona merkilcgt við það að vera karlmaður?“ Von að þær spyrji. (DV-mynd GVA)

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.