19. júní - 19.06.1983, Síða 55
Helstefna og lífsstefna.
Við vorum áðan að tala um mistök í
hita baráttunnar á síðasta áratug. Það
munu t.d. hafa verið dæmi þess að
sumar konur kunnu sér ekki hóf í ákaf-
anum við að breyta eigin aðstæðum,
og einblíndu á starfsframann á svipaðan
hátt og margir karlar en létu einkalííið
sitja á hakanum. Hins vegar finnst mér
það stórt spor aftur á bak, þegar verið
er að draga þessi skörpu skil milli karla
og kvenna, eins og nú heyrist stundum
gert. Talað er um lielstefnu karla og
lífsstefnu kvenna. Talað er um að kon-
ur séu fulltrúar mannlegra sjónarmiða
Börnin eru innkoma karlmannsins . . .
en karlar peningasjónarmiða, og þá
finnst mér við vera að einfalda hludna
meira en leyfilegt er. Peningasjónar-
mið geta verið mannleg sjónarmið og
stundum er erfitt að gera greinarmun á
helstefnu og lífsstefnu, eða eins og Jón
Hreggviðsson sagði við Arnas Arnæus:
— Hvenær drepur maður mann og hve-
nær drepur maður ekki mann?
Það getur jafnvel verið matsatriði
hvaða gildi eru mjúk og hver ekki. En
að mínu mati er það ábyrgðarhluti, ef
konur fara endanlega að slá hring í
kringum sjálfar sig sem konur. Það
getur m.a. valdið því, að karlar varpi
af sér allri ábyrgð á málum, sem bar-
átta kvenna hefur smám saman þokað
yfir á þeirra herðar. Ég hef þó þá trú að
þær glæsilegu konur sem kjörnar voru
á Alþingi af kvennalistum í vor, festi
sig ekki í þröngum sjónarmiðum um
sérstöðu kvenna, heldur vinni mark-
visst að aukinni blöndun í samfélag-
*nu. Að þær geri sitt til að koma á því
rnargra-kvenna-kerfí sem við nefndum
hér að framan.
Hver yrði staða konunnar?
— Þetta leiðir hugann að pólitík og
framboðum. Fyrir mér er það eðlilegt
að fólk gefi sig að stjórnmálastarfi. Eg
hef fylgt sjálfstæðisstefnunni og tekið
þátt í stjórnmálastarfi innan Sjálfstæð-
isflokksins. í jafnréttismálum hafa
sjálfstæðiskonur sótt fram undir eink-
unnarorðunum: Einstaklingsfrelsi er
jafnrétti í reynd, og ég tel að þau lýsi
með einfoldum hætti því sem sóst er
eftir, markmiðum og leiðum.
En stjórnmálaflokkar virðast í eðli
sínu vera íhaldssamar stofnanir. Sú
hætta er ávallt fyrir hendi, að nýir
straumar og stefnur úti í samfélaginu
nái ekki til þcirra, sem móta starfs-
hætti flokkanna, og að ekki sé sinnt
sem skyldi um eðlilega endurnýjun.
Vilji kvenna til að láta að sér kveða í
stjórnmálum er mikill og hefur farið
vaxandi. Viðvörun kom fram með sér-
framboðum kvenna við sveitarstjórn-
arkosningarnar vorið 1982. Menn létu
sér ekki segjast. Hleðslan hélt áfram,
og líkt og þegár nýbylgja kvennahreyf-
ingarinnar reis sem hæst, braust hún
fram. I stuttu máli má því segja að
kvennalistarnir við Alþingiskosning-
arnar vorið 1983 hafi verið orka scm
leitaði framrásar. Hún fann sér ekki
farveg hjá flokkunum og fór því utan
þcirra.
Jöfn foreldraábyrgð
En hér þarf að hafa gát á. íslenskt
þjóðfélag byggir á lýðræðisskipulagi
og hér er virkt þingræði. Flokkakerfið
er tæki samfélagsins til að leiða í ljós
vilja meirihlutans um þær grundvall-
arstefnur sem valið stendur um hverju
sinni. Ef flokkakerfið riðlast til dæmis
vegna þess að nýjar hugmyndir og við-
horf fá þar ekki framrás eða vegna þess
að sofið hefur verið á verðinum, getur
sjálft lýðræðisskipulagið verið í hættu.
Með því að brjóta niður stjórnmála-
flokkana í stað þess að umskapa þá og
endurnýja, erum við ef til vill að
höggva að rótum þeirrar samfélags-
byggingar sem við búum við.
Hver yrði staða konunnar þá?“
Guðrún Egilson
Aðgerð sem heppnaðist fullkomlcga. Á Lækjartorgi 24. október 1975 — kvennafríið
55