19. júní


19. júní - 19.06.1983, Page 56

19. júní - 19.06.1983, Page 56
 £ Smásaga eftir Guðrúnu Aðalsteinsdóttur Pað er orðið kvöldsett. Allt er hljóðnað í húsinu. Það þýðir að ung- viðið er gengið til náða. Gamall vinur er í heimsókn. Hann er í sumarfríi. Ætlar að fórna mér einum sólarhring affríinu sínu. Viðsitjum í hálfrokkinni stofunni og tölum fátt. Aðeins setning- ar á stangli. Eg er orðin þess fullviss að hann er að hugsa um eitthvað alveg sérstakt. Eftir langa þögn segi ég.: — Er ekki gaman að vera orðin lög- reglumaður, er ekki margt sögulegt sem þið upplifið? Hann lítur upp hægt og seinlega og virðist vera á báðum áttum hvort hann eigi að svara. Eg bíð róleg, ég veit að annað hvort segir hann eitthvað sjálf- viljugur eða hann segir ekki neitt. Eg toga ekkert út úr honum. — Mér hefur ekki þótt gaman að vinna við þetta hingað til og mín reynsla af starfinu er langt frá því að vera aðgengileg. Ef þú nennir að eyða svefntíma þínum til að hlusta á mig skal ég segja þér sögu. 56 I vetur sem leið týndist kona. Hún var aldrei nefnd með nafni þegar lýst var eftir henni, ég geri það ekki heldur hér. Ég þekkti þessa konu hér áður fyrr. Við vorum raunar tengd, áttum sömu hálfsystur þó að við værum ekki skyld. Við.... Satt best að segja var þetta kon- an sem ég elskaði og mig langaði aldrei að eiga aðra konu. Ég hef aldrei getað skilið hvað kom henni til að ganga að eiga þennan leiðindakurf sem hún valdi. Ég sá aldrei að hún væri hrifin af honum og ég gat aldrei séð að hann væri góður við hana eða sýndi henni nokkra umhyggju. Það voru margir aðrir sem litu hana hýru auga og voru að öllu leyti aðgengilegri. Orlög fólks eru óútreiknanleg. Hún var svo falleg og ung og sak- laus. Hún átti tvö fyrstu börnin sín með tæplega eins árs millibili. Giftist karlskömminni áður en það næsta fæddist. Ég segi karlskömminni; hann var svo miklu eldri en við, ég get ekki enn skilið hvað þau gátu átt sameigin- legt. Þau fóru aldrei út saman. Hann fór alltaf með öðrum karlmönnum ef hann fór út. Hún var alltaf heima. Ég kom oft á heimili þeirra en ég varð aldrei var við neina beiskju í huga hennar. Hún leyndi mig því alveg ef eitthvað hefur verið að. Mér fannst hún alltafvera allra kvenna ánægðust með tilveruna. Hún gekk svo upp í því að vera húsmóðir, gestgjafi og þá ekki síður móðir. Ég sá hana leika við börn- in, kenna þeim að leika sér, taka þátt í leikjunum með þcim þótt hún væri annað að vinna; ég sá hana kenna þeim bæði byrjunarlærdóm og svo hjálpa þeim sem í skóla voru; ég sá hana alltaf hafa tíma til að sinna börn- unum sínum. Hún sagði líka oft: „Það þarfað hlynna að sálinni engu síður en líkamanum.“ Og það var líka auðséð á börnunum að það hafði verið hugsað um sálina í þeim. Þau voru indæl á meðan þau voru heima og hölðu aðal- áhrifin frá henni. Börnin voru alls fimm. Tvö sem

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.