19. júní - 19.06.1983, Síða 58
voru nær tvítugu, átta ára stúlka og
svo tvö lítil börn - tveggja og þriggja
ára. Eg hafði komið á heimili hennar
tveimur dögum áður en hún hvarf og
ég gat ekki fundið að hún væri neitt
öðru vísi en hún átti að sér. Litlu börn-
in virtust ákaflega hávær og mikil fyrir
sér en hún var ekkert nema stimamýkt-
in við þau.
Það var blindbylur nótdna sem hún
hvarf svo að það var ekkert hægt að
átta sig á því hvert hún hefði farið. Mér
var falið að reyna að komast á spor sem
að gagni mætti koma. Ég fór því á
heimili hennar. Þar var allt á rúi og
stúi; allir slegnir ótta sem var þó ekki
sama eðlis og sorgin — hér var þó von-
arneisti. Það haíði enginn sagt að hún
væri dáin, það var ekki víst. Ég hafði
hugsað mér að tala við hvern í sínu lagi
en byrjaði þó að spyrja það þar sem
allir voru samankomnir.
— I hverju hefur hún verið þegar
hún fór?
Enginn vissi það.
— Hvers ersaknaðafíötum hennar?
Enginn vissi það.
Ég fór framá að það væri athugað.
Tvítuga dóttirin fór strax að leita. Hér
var kápan hennar og hér voru þeir
kjólar sem hún átti. Þetta tók ekki
langa stund. Mikið haíði þessi starf-
sama kona átt lítið af fötum. Það var
varla hægt að hugsa sér fátæklegri reit-
ur og þó var þetta talið fólk í góðum
efnum. Ég kallaði eiginmanninn á ein-
tal. Hann var mað þrjóskusvip, og ég
sá að á honum myndi lítið að græða.
— Var ósamkomulag á milli ykkar
hjóna?
— Nei, ég ansa ekki rifrildi í konum
og ég vandi mína snemma af allri
heimtufrekju og óþarfa nöldri.
— Fóruð þið oft út saman?
- Nú, hún þurfti að vera heima og
gæta barnanna enda hugsa ég að hana
hafi aldrei langað í alvöru að heiman.
Ég lofaði henni að fara til jarðarfara —
þegar okkur bar að fara.
— Hvað heldur þú um hvarfhennar,
hvenær varðstu var við að hún væri
farin úr rúminu?
— Ég vissi það bara í morgun þegar
58
krakkarnir voru að kalla á hana. Ég sef
í öðru herbergi. Það er enginn svefn-
friður fyrir vinnandi mann nálægt
þessum smákrökkum.
— Getur hugsast að hún hafi strokið
með öðrum manni?
Það kom bæði undrunar og hæðnis-
svipur á andlitið á honum við þessa
spurningu og hann svaraði:
— Hún var að verða gömul og ljót og
ég get ekki ímyndað mér að nokkur
geti hafa verið skotinn í henni.
Ég sá að tilgangslaust mundi vera
að þvæla við þennan mann. Ég bað
hann að senda fullorðnu dóttur sína
inn til mín. Þetta var falleg stúlka,
kurteis, stillt og greindarleg. Nú virtist
hún bæði ráðvillt og umkomuleysisleg.
— Varst þú dugleg að hjálpa móður
þinni? spurði ég.
— Nei, ég hjálpaði henni aldrei, ég
hefi frá því ég fermdist verið í skóla eða
vinnu hvern virkan dag og ég átti frí á
sunnudögum eins og aðrir á heimilinu.
Mamma bað mig heldur ekki um að
hjálpa sér.
Ég tók eldri bróðurinn tali og þar
var ekkert að hafa sem kom að nokkru
haldi við rannsókn málsins. Ég gafst
því up|) í bili og fór. En þá kom óvænt
hjálp. Hálfsystir mín, sem átti heiman-
gengt af sínu heimili, tók að sér þetta
móðurlausa heimili. Hún hitti mig
nokkrum dögum seinna og fór þá að
segja mér hvað átta ára hnátan segði
sér. Ég bað hana að láta þá litlu tala
sem mest af því sem byggi í huga henn-
ar ef það mætti verða til að gefa ein-
hverja vísbendingu um þetta manns-
hvarf.
Að viku liðinni heimsótti systir mín
mig og sagði mér þá frá því sem hún
halði orðið áskynja. Litla stúlkan leit
til smábarnanna en hélt sig þó eins
mikið og hún gat í návist frænku sinnar
og talaði mikið um mömmu sína.
— Heldur þú að mamma sé dáin?
Við mamma vorum vinkonur. Stóru
krakkarnir voru hálfleiðinleg og litlu
krakkarnir voru svo lítil og hræðilega
óþæg. En samt fannst mér ljótt af stóru-
systur að skamma alltaf mömmu ef
þau skemmdu eitthvað inni hjá okkur
stelpunum. Aumingja mamma gerði
það sem hún gat til að passa þau. Eins
fannst mér stóri bróðir ekki eiga að
skamma mömmu þegar krakkarnir
höfðu haft svo hátt á morgnana að
hann hafði vaknað við það og pabbi
átti heldur ekki að skamma hana þo
hann gæti ekki sofnað að deginum
vegna þess að við höföum svo hátt. Eg
vissi það vel að mamma fór stundum
að gráta.
Svo var eitt sem mér fannst svo leið-
inlegt. Mamma fékk aldrei að
skemmta sér og ég vissi vel að mömmu
langaði stundum til að fara að heiman
en hún gat aldrei farið neitt, það voru
alltaf pabbi og stóru krakkarnir sem
þurftu að fara. Mamma var svo dugleg
að sauma fallegt uppá okkur krakkana
en svo átti hún ekkert fallegt sjálf. Einu
sinni heyrði ég hana segja við pabba að
sig langaði til að eignast nýja kápu. Þá
hló pabbi og sagði: ,,Ef þú getur ein-
hvers staðar fundið þér peninga þá er
ekkert því til fyrirstöðu að þú fáir þér
nýja kápu.“
Mamma hafði svo mikinn áhuga
fyrir að mála myndir en pabbi mátti
ekki heyra það nefnt og ef hún málaði
eitthvað þá faldi hún það vandlega
áður en pabbi kom heim. Ég mátti ein
eiga þetta leyndarmál með henni.
Og veistu það að einu sinni sagði
mamma við pabba: ,,Mig langar a
stúdentamótið 17. júní í sumar.“
Pabbi ansaði ekki strax en svo fór hann
að reikna út hvað það myndi kosta og
eftir það heyrði ég það aldrei nefnt. En
ég heyrði mömmu gráta þegar hún var
komin í rúmið. Hún svaf' með litlu
krakkana í sérherbergi til að passa að
annað fólk fengi svefnfrið fyrir þeim.
Ég held að mamma hafi aldrei fengið
að sofa nóg.
Veturinn leið og ekkert skeði - en
þegar snjóa tók að leysa fannst hún.
Það var mjög undarleg aðkoma. Hún
lá í skafli í djúpri lægð, ekki mjög langt
frá heimili sínu og hún var í náttkjóln-
um einum fata en hafði kodda undir
höfðinu og sæng ofan á sér. Hinum
fannst þetta furðuleg aðkoma en mer
rann kalt vatn milli skinns og hörunds.
Framhald á bls. 60