19. júní - 19.06.1983, Blaðsíða 63
við og einhver þekkti mann á sendibíl
sem var boðinn og búinn að aðstoða,
önnur þekkti rafvirkja og þriðja pípu-
lagningamann. Bókaútgefendur sendu
bækur og önnur fyrirtæki og einstakl-
ingar ýmsan varning, svo var málað og
pússað, haldið námskeið fyrir verð-
andi starfsmenn og sópað út úrdyrum.
Kvennaathvarfið í Reykjavík var opn-
að 6. desember og þegar dæmið var
reiknað út reyndist útlagður stofn-
kostnaður vera kr. 7.000. Þremur dög-
um seinna flutti fyrsta konan inn.
Koma og fara þegar
þeim sýnist
Þá mánuði sem síðan eru liðnir hafa
tvær konur verið fastráðnar við at-
hvarfið. Þær vinna á dagvöktum virka
daga, en athvarfið er opið allan sólar-
hringinn, alla daga. Nokkrar konur úr
samtökunum skipta því á milli sín
kvöld-, nætur- og helgarvöktunum.
Þótt allar þessar konur hafi farið á
stutt námskeið áður en þær hefja störf
eru þær ekki ráðnar vegna starfs-
menntunar sinnar. Kvennaathvarfið
er hvorki sjúkrahús né meðferðarstofn-
un. Þar er enginn sem „leggur konurn-
ar inn” eða „útskrifar þær”. Starfs-
mönnunum er ekki ætlað að hugsa
fyrir þær konur sem í athvarlinu dvelja
heldur að veita þeim aðhlynningu,
upplýsingar og stuðning. Konur geta
komið í athvarfið hvenær sem þær
vilja, á hvaða tíma sólarhringsins sem
er og þær geta líka farið þegar þeim
sýnist. Nafn þeirra og heimilisfang er
hvergi skráð og allar þær sem í at-
hvarfinu vinna eða dvelja eru bundn-
ar þagnarskyldu um hverjar þangað
koma eða hringja. Sími kvennaat-
hvarfsins (91-21205) er opinn allan
sólarhringinn og þangað er hægt að
hringja þótt kona ætli sér ekki að koma
í athvarfið. Þetta hafa konur hagnýtt
sér í síauknum mæli, ýmist til að leita
sér upplýsinga s.s. um réttindi við
skilnað eða forræði barna eða til að fá
einhvern sem vill hlusta á þær tala um
það sem hrjáir þær. Þessi símaþjón-
usta er ekki bundin við höfuðborgar-
svæðið, heldur nær til landsins alls og
reyndar hafa konur úr öllum lands-
Ijórðungum dvalið í athvarfinu.
Ekki sérfrædingastofhun
Eins og ég minntist á áðan er
kvennaathvarfið ekki sérfræðinga-
stofnun. Þar eru að vísu veittar al-
mennar upplýsingar og leiðbeiningar
en ef leita þarf aðstoðar sérfræðinga,
s.s. læknis eða lögfræðings, er það hlut-
verk starfsmannanna að vera milli-
göngumenn við þá sérfræðinga og
stofnanir sem fyrir eru í samfélaginu
og benda konum á hvert þær geti leitað
til að fá úrlausn í málum sínum. Frá
upphafi hefur verið gott samstarf við
þær stofnanir sem einkum hefur þurft
að leita til, enda má segja að kvennaat-
hvarfið leysi nokkurn vanda fyrir þær
sumar, s.s. lögregluna og slysavarð-
stofuna sem hafa ekkert húsaskjól ann-
að en fangageymslur og sjúkrastofur
fyrir þær konur sem verða að ílýja
heimili sín vegna ofbeldis.
En þótt kvennaathvarfið sé ekki sér-
fræðistofnun er þar þó fyrir hendi
þekking sem erfitt er að fá aðgang að
annars staðar. Konurnar sem í at-
hvarfinu dvelja hafa þar tækifæri til að
ræða við aðrar konur sem hafa svipaða
eða sömu reynslu og þær sjálfar. Þetta
er mjög mikilvægt því konursem beitt-
ar eru olbeldi á heimilum sínum ein-
angrast oft í neyð sinni og eiga mjög
erfitt með að ræða við vini eða vanda-
menn um þá bitru reynslu sem þær
hafa orðið fyrir.
Oft á tíðum eru líka þeir sem næst
standa ekki tilbúnir til að trúa því að
eiginmaðurinn eða sambýlismaðurinn
geti átt það til að beita konu sína harð-
rétti. Margir þeir karlmenn sem mis-
þyrma konum sínum eru dagfarsprúð-
ir og ábyggilegir menn út á við, þetta
þurfa ekki að vera neinir rummungar
eða illræmdir slagsmálahundar. Þess
vegna er það ekki alltaf að konur eru
teknar trúanlegar þegar þær segja frá
því að maður þeirra beiti þær ofbeldi.
Eins linnst sumum þægilegast að
skella skollaeyrum við slíku tali eða
reyna jafnvel að gera lítið úr kveinstöf-
um konunnar en hvetja hana óspart til
að taka sig á og gera sitt besta til að
bjarga sambúðinni, hjónabandinu,
fjölskyldunni, heimilinu og manninum
og snúa þar með málunum við; gera
fórnarlambið að hinum seka.
Kona sem hefur orðið fyrir ofbeldi
manns síns og fær síðan slíka umvönd-
unarprédikun yfir sig skríður oft inn í
skel sína og er því enn varnarlausari en
áður þegar ofbeldið ríður yfir næst.
Margar þær konur sem dvalið hafa í
kvennaathvarfinu hafa búið við of-
beldi lengi, jafnvel svo árum skiptir.
Þær hafa oft sagt að athvarfið sé þeim
skjól sem þær og börn þeirra hafi lengi
beðið eftir. Reynsla þeirra er í mörgu
lík og því hafa þær næmari skilning en
flestir aðrir á þeirri kvöl og smán sem
ofbeldinu fylgir. Þessar konur eru ekki
alltaf að halda langar ræður en skiln-
ingur þeirra er eitthvað það mikilvæg-
asta sem kvennaathvarfið hefur upp á
að bjóða.
Ofögur mynd
I kvennaathvarfinu eru færðar nafn-
lausar skýrslur um þær konur sem
þangað leita. Konurnar fylla þessar
skýrslur út sjálfar og reynt hefur verið
að gera þær þannig úr garði að þær
veiti sem gleggstar upplýsingar um of-
beldi gegn konum án þess að hætta sé á
að konurnar þekkist. Spurt er um ald-
ur, hjúskaparstöðu, starf, barnafjölda,
aðdraganda ofbeldisins, hvort þetta sé
í fyrsta skipti eða um síendurteknar
árásir sé að ræða og ýmislegt annað.
Þar sem athvarfið hefur ekki verið opið
nema í nokkra mánuði og eins til að
vernda konurnar sem þangað leita hef-
ur lítið verið birt af þeim upplýsingum
sem þessar skýrslur veita. Þó má segja
að þegar sé komið í ljós það sem marga
grunaði áður, að ofbeldi gegn konum á
íslenskum heimilum er með svipuðum
hætti og líklega álíka útbreitt og í ná-
grannalöndunum, en þar hafa ýmsar
kannanir verið gerðar á þessum inál-
um og kvennaathvörf starfað mun
lengur en hér á landi. Sú vitneskja sem
athvarfið hér hefur þegar afiað sér er
einnig mjög í samræmi við niðurstöður
slysavarðstofukönnunarinnar og aðrar
þær upplýsingar sem voru fyrir hendi.
Smám saman er að koma í Ijós
mynd af því hvernig þessum málum er
háttað hér á landi og sú mynd er ekki
fögur og í engu samræmi við þá lnig-
63