19. júní


19. júní - 19.06.1983, Side 64

19. júní - 19.06.1983, Side 64
ljúfu fjölskyldumynd sem sett er í veg- legan ramma og hengd upp á stofuvegg- inn. Fjölmargar íslenskar konur á öll- um aldri og úr öllum stéttum, jafnt húsmæður sem útivinnandi konur, hvort sem þær eða menn þeirra hafa langa eða skamma skólagöngu að baki, búa við skelfilegt ofbeldi á heim- ilum sínum. Um þetta ofbeldi hefur verið reistur múr einangrunar og þagnar og því jafnframt haldið fram að íslenskar konur standi betur að vígi en flestar ef ekki allar aðrar konur. Ofbeldi innan fjölskyldunnar er þó eitthvert gleggsta og alvarlegasta dæmi kvennakúgunar sem til er og því virðist sú fullyrðing ekki lengur fá stað- ist að íslenskar konur séu flestum öðr- um konum betur settar. Það er að koma í ljós að ofbeldi gegn konum er útbreitt þjóðarböl hér á landi og starf- semi kvennaathvarfsins er einn liður- inn í að aflétta því böli. Fjáröflun En þótt kvennaathvarfið hafi verið opnað 6. desember sl. er ekki þar með sagt að framtíð þess hafi verið tryggð. Eins og ég sagði áðan fékkst ágætis húsnæði undir athvarfið, en það er leiguhúsnæði. Þess vegna var fljótlega farið að svipast um eftir öðru sem sam- tökin gætu keypt. Einnig var leitað til ríkisins og sveitarfélaga um styrki. Segja má að allir þeir opinberu aðilar sem leitað var til hafi brugðist vel við, samtökin voru t.d. komin inn á Oádög áður en athvarfið var opnað og Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög höfðu næsta lítið áþreifanlegt í hönd- unum þegar taka þurfti afstöðu til þess hvort styrkja ætti athvarfið. Samtals fengu samtökin rúma milljón í opin- bera styrki sl. vetur. Þessir styrkir voru ekki notaður í rekstur athvarfsins, heldur var hann fjármagnaður með fé- lagsgjöldum og gjöfum sem samtökun- um bárust frá ýmsum einstaklingum og félagasamtökum og þar að auki með vænum skammti af hagsýni. Opinberu styrkirnir voru lagðir í húsakaupasjóð en það er augljóst að ein milljón dugir skammt til að kaupa hús. Því var það að samtökin efndu til merkjasölu á höf- 64 uðborgarsvæðinu 8. og9. apríl. Leitað var til kvenfélaga og nemendafélaga nokkurra framhaldsskóla til að að- stoða við söluna. Auk þessa buðust nokkrir einstaklingar utan þessa svæð- is til að selja merki. Það er skemmst frá því að segja að söfnunin gekk frábærlega vel. Sölu- mennirnir gengu sig upp að hnjám, norpuðu á götuhornum, fóru á vinnu- og samkomustaði og undirtektirnar voru góðar. Rúmlega 1,7 milljónir söfnuðust og er það ekki svo lítið, sér- staklega þegar haft er í huga að hvert merki kostaði aðeins 50 kr. Þar við bætist að kostnaður við þessa söfnun var hverfandi lítill, allt starfvið undir- búning og sölu var unnið í sjálfboða- vinnu og tóku um 700 manns þátt í því starfi. Sigrid Valtingojer, sem teiknaði merkið og veggspjaldið, gaf sína vinnu, ekki þurfti að greiða nema lít- inn hluta af prentunarkostnaðinum og þeir sem útbjuggu blaða- og sjón- varpsauglýsingar gerðu það í sjálf- boðavinnu. Samtök um kvennaathvarf eiga því tæpar 3 milljónir í húsakaupasjóði, hafa augastað á ágætu húsnæði og vonandi eru öll þessi mál komin í höfn þegar þetta blað kemur út. Samtökin geta því verið ánægð með afraksturinn af starfinu fyrsta árið og þakklát fyrir þann stuðning sem þau hafa fengið, en í rauninni er þetta aðeins byrjunin. Enn eiga fjölmargar konur og börn um sárt að binda vegna þess ofbeldis sem þau búa við á heimilum sínum. Vandi þeirra er ekki leystur með því einu að kaupa hús. Fleira þarf að koma til, nú skiptir mestu að fólk — og einkum þó konur — haldi augunum opnum, ræði þessi mál og leggi sitt af mörkum til að aðstoða þessar konur og aflétta þeirri kúgun sem viðgengst á mörgum ís- lenskum heimilum. ELísabet Gunnarsdóllir I vestfirska I FHETTABLASIS er landsmálablaó sem kemur út annan hvern miövikudag I gefur innsýn í lífsbaráttu fólks, sem býr strjált í harðbýlum landshluta er ekki ríkisstyrkt biað % er ekki tengt neinum stjórnmálaflokki og I á gengi sitt allt undir vinsældum sínum meðal lesenda svo og því áliti, sem það nýtur hjá auglýsendum er sent í pósti til áskrifenda um land allt Auglýsinga og áskriftarsími blaðsins er 94-3223 og utan almenns vinnutíma 94-3100 I vestfirska I FHETTABLASID PÓSTHÓLF 33 400 ÍSAFIRÐl

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.