19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.2001, Qupperneq 74

19. júní - 19.06.2001, Qupperneq 74
Hvernig viðbrögð fáið þið almennt hjá ókunnugum þegar þið segist vera í Bríeti? Anna: „Ég fæ oft spurningar á borð við: Ertu þá ofsaiega æst!“ Tinna: „Sumum finnst skritið að við skulum eiga kærasta. Viðhorfið er þá að femínistar geti ekki verið í samböndum því þær séu á móti karlmönnum. Eða þá að viðkomandi karlmenn hljóti að vera algjörar gufur eða aumingjar... Já, margir misskilja femínismann og telja hann snúast um samkeppni kynjanna, halda að við séum að berjast gegn körlum að því að við erum að berjast fyrir konur. En það er ekki rétt. Við erum ekki að berjast gegn körlum." Anna: „Að einhverju leyti erum við að auðvitað að reyna að ögra en það er til að vekja athygli á málstaönum og fá að vera með í umræðunni." Þóra: „Ég fæ aðallega jákvæð viðbrögð. Fólk er að minnsta kosti áhugasamt og spyr mikið um félagiö og femínisma hvort sem það er sammála mér eða ekki." Tinna: „Jú viðbrögðin fara reyndar mikið eftir því í hvaða aðstæðum maður hittir fólk. Áhuginn er til að mynda mikill ef maður hefur tíma til að útskýra um hvað femínismi snýst." Hvernig viðbrögð fáið þið frá ungum konum á ykkar aldri? Tinna: „Þær segjast margar skilja hvað við erum að gera en segjast þó sjálfar ekki nenna að pæla í svona málum; hafa engan áhuga enda hafi ekkert óréttlæti hent þær." Þóra: „Mér finnast þær margar hverjar áhugasamar en um leið virðast þær lítið vita um hvað kvenréttindi snúast. Til dæmis kom átján ára systir vina minna til mín eftir útgáfu bókarinnar Pikutorfunnar, sem fjallar um jafnrétti frá sjónarhóli ungra kvenna, og sagðist ekkert skilja hvað við værum að fara með bókinni." Anna: „Hvernig getur verið erfitt að skilja svona bók?" Þóra-. „Hún hafði þá væntanlega ekki lesið bókina... En þetta dæmi sýnir að margar ungar konur hafa ekki hugmynd um viðfangsefni kvenrétti nda baráttunnar. “ Anna-. „Já einmitt. Stelpur sem voru með mér í menntó sögðu við mig eftir útgáfu Píkutorfunnar: já er það þetta sem Bríet er um,- snýst hún um að vera með hár á fótunum!" Ein í Bríeti sagði skondna sögu af því um daginn að hún hefði verið úti á lífinu þegar strákur einn vatt sér að henni og fór að reyna við hana. Þegar til tals kom að hún væri í Bríeti þurfti strákurinn hins vegar skyndilega að bregða sér á klósettið og lét ekki sjá sig eftir það. Hafið þið svipaðar sögur að segja? Anna: „Jú, stundum er eins og þeir verði pínu hræddir." Þóra: „Oft þegar ókunnugir strákar frétta að ég sé í Bríeti fara þeir að segja mér hvað þeir séu ofboðslega miklir feministar og jafnvel hvað mamma þeirra sé mikil kvenréttindakona! Þannig reyna þeir að höfða til manns á barnalegan en skemmtilegan hátt." Anna: „Sumir strákar halda að við í Bríeti séum ekki konur heldur einhver skrímsli. Einn góður vinur minn sagði til dæmis þegar ég byrjaði í Bríeti: Anna ég trúi þessu ekki upp á þig! Ég trúi því ekki að þú sért orðin félagi í Bríeti!" Tinna: „Strákar eru oft mjög ómeðvitaðir um kvenréttindamál en það er kannski ekki skrítið. Þeir eru aldir upp í samfélagi sem sjálfsagt þykir að sé mjög kynskipt." Anna: „...annars man ég eftir einum vini mínum sem sagði bara; kúl, þegar ég sagði honum að ég væri í Bríeti. Það fannst mér mjög svalt. Þetta eru flottustu viðbrögð frá strák sem ég hef fengið." En hvernig viðbrögð fáið þið frá eldri konum og körlum? Þóra: „Mér finnst eins og konur, 35 ára og eldri, séu mun meðvitaðri um jafnréttismál en yngri konur eða stelpur á mínum aldri. Þegar ég tala við mér eldri konur kemur líka oft á daginn að þær eru mjög miklir femínistar." Anna: „Annars virðast margar eldri konur vita jafn litið um kvénréttindamál og stelpur á okkar aldri. Sumar verða jafnvel bara hissa þegar ég segist vera í Bríeti og finnst skrítið að ein- hver nenni að berjast fyrir þessum málum nú til dags." Tinna: „Ég er að vinna með körlum sem eru á aldrinum 30 til 50 ára og finnst mér þeir vera svolítið hikandi þegar verið er að ræða kvenréttindamál. Og oft fæ ég hallærisleg viðbrögð á borð við: hvað segir femínistinn um þetta?" Anna: „Já nákvæmlega. Ég kannast við þetta." Tinna: „Karlmenn koma líka oft með dæmisögur sem eiga að sýna hvað þeir séu nú þrátt fyrir allt miklir femínistar." Þóra-. „Já maöur fær mikið af lífsreynslusögum sem eiga að sýna hvað þjóðfélagið er kynskipt." Bríet hefur ekki legið á skoðunum sínum varðandi ýmis þjóðfél- agsmál, til að mynda klámvæðinguna, hvernig hefur því verið tekið? Þóra: „Við höfum fengið mjög misjöfn viðbrögð. Bæði jákvæð og neikvæð." Tinna: „En þó aðallega jákvæð því fólk fagnar umræðunni hvort sem það er sammála okkur eða ekki."
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.