Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.09.1920, Page 4

Sameiningin - 01.09.1920, Page 4
V 226 Jón Vídalín. Er uorrænn aðall til Islands fór, Menn andlega reyndust skyldir Þór. Svo Megingjarða og Mjölnis högg Á mannlífi okkar finnast glögg. 1 helgri víking, við heiðin tröll, Sér haslaði margur kappinn völl. — Og einn varð hinn kristni Ása-Þór, f andlegri víking frægur, stór. En ættarlandið, með eld í sáá, 0g ódauðlegt, fagurt guðamál: Þitt frægðarorð harst um fold og Rán, En—fyrir þitt mikla barnalán. Og gullmunni íslands, guðmóð hans, Nú gleymir víst eikkert barn vors lands.— En ekkert túlkar—sízt örstutt ljóð, Hvað íslenzkri var hann kirkju og þjóð. Er góðskáldin kváðu um goðmenn þín, Hví gleymdu þau—Jóni Vídalín? II. Vér eigum margar orkulindir, Og ótal bjartar jökulmyndir, Er auðgað gætu allan heim. — En lýsa naumast landsins hörnum, Er leika sér að skeljum, kvörnum, Og meta ekki hinn sanna seim. Þar undi og margt af andans mönnum, Þeim orkulindum tærum, isönnum, Er auðga mættu andans heim :— Háir — eins og hamra fjöllin, Hreinir — eins og vetrar mjöllin ; — Meistari’ Jón ber mjög af þeim.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.