Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1920, Síða 15

Sameiningin - 01.09.1920, Síða 15
237 Kirkjufélagið og hjúskaparhelgin. I kirkjutíðindunum á öðrum stað í þessu blaði skýrir séra Kristinn K. Ólafsson frá því, bvernig Baptistar í Bandaríkjunum liafa vandað um við þjóð sína út af nið- urlæging þeirri hinni afslkaplegu, sem hjiiskapur og heimilishelgi hafa komist í meðal Ameríkumanna. At- hugasemd séra Kristins, sem hann beinir að okkur kirkju- félagsmönnum út af þjóðarböli þe-ssu, er tímabær og vel þess verð, að hún sé vandlega íhuguð. Og til hliðsjónar væri vel ómaksins ve-rt að rifja upp aftur aðvörunarorð um sama efni, sem birt voru í október-blaði Sameining- arinnar í haust sem leið, eftir séra Björn B. Jónsson. Góð og þörf er þessi reifing málsins af hálfu forseta og' varaforseta kirkjufélagsins. Þeir hafa rétt fyrir sér í aðal atriðinu. Þegar svo er komið, að ein hjón af hverjum átta sigla hjúskap sínum í strand, þá getur hver liugsandi, (kristinn maður skilið, að þar er alvarleg hætta á ferðum, sem með einhverju móti þarf, í Drottins nafni, að sternma stigu við. A því getur ekki leikið neinn vafi. Lúterskir Yestur-lslendingar eru því til þess skyldir, að hyggja sem bezt eftir réttri afstöðu sinni við ástand þetta; og niðurstaðan, sem þeir komast að, þarf að vera bygð á orði Drottins. Þetta þarf að gjörast og helzt sem fyrst. Eiginlega er ekki gott að segja fyrir víst, hvar kirkjufélagið stend- ur í þessu máli. Lúterska kinkjan hefir verið nokkuð sundurþykk sjálfri sér á svæði jþví, sem hér er um að ræða. Guðfræðingum hennar hefir ekki komið algjörlega saman um það, hvað væri eftir Guðs orði réttmæt skiln- aðarsök, og hvað ekki. Saga lúterskra kenninga um hjúskap og hjónaksiln- að er í stuttu máli þessi: Feður kirkju vorrar mótmæltu þegar frá upphafi mannasetningum katólskunnar, sem höfðu gjört sakramenti úr hjónavígslunni og töldu hjú- skapar-sáttmálann með öllu órjúfanlegan, nema dauðinn kæmi til sögunnar. Katólska kirkjan leyfði því algjöran hjónaskilnað með engu móti. En, eins og ætíð fer, þegar mannasetningar beita meiri þvingun og harðneskju í sið-

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.