Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1920, Síða 19

Sameiningin - 01.09.1920, Síða 19
241 dómur í verkinu, er sé hin eina gilda skilnaðar-ástæða, eða livort það ekki megi skiljast um sérhvert mikilvægt brot gegn hinni réttu hugsjón hjónabandsins. Þessu verður vafalaust ekki með réttu mótmælt. Það geta hugsast slíkir lestir hjá öðru hjónanna, að persónulegt samlíf sé ómögulegt eða skaðlegt fyrir hitt, en þegar svo stendur á, verður að álíta það gilda skilnaðarástæðu, og að það sé jafnvel skylda, að leyfa hjónunum að skilja eða að láta þau skilja, þegar svo stendur á. — Að vilja halda slíkum hjónaböndum við, getur ekki verið rétt, þótt það á hinn bóginn sé rétt yfir höfuð að tala, að aftra hjóna- skilnaði sem mest og það eigi að vera aðalreglan” (bls. 328. 329). Um það, hvort leyfa megi þeim, sem skilið hafa, að ganga í nýtt hjónaband, farast honum þannig orð: “Sé hið fyrra hjónband fullkomlega slitið, þá leið- ir það af sjálfu sér. að nýtt hjónaband getur átt sér stað. Að banna saklausa partinum nýtt hjónaband, er auðsjá- anlega rangt; en þótt það gæti stundum álitist rétt, að banna hinum seka nýtt lijónaband, þá er það þó ávalt tvísýnt, hvort slík hegning leiði til góðs og hvort nýtt hjónaband geti ekki orðið honum sjálfum og þjóðfélaginu gagnlegra. Auk þessa ber þess að gæta, að þegar hjón skilja, er sjaldnast svo, að báðir partar sé ekki sekir að nokkru, þótt sektin sé oft meiri hjá öðrum” (bls. 330). — Kenningar þessar flntti Helgi Hálfdanarson í presta- skóla íslands um margra ára skeið, og þótt orð hans hafi auðvitað ekki fullkomið játningar-gildi, þá eru þau engu að síður svo sterkur vitnisburður um stefnu móðurkirkj- unnar í þessum málum, að kirkjufélagið getur naumast vikið þegjandi út af leið þeirri, sem þar er mörkuð. Þó er á allra vitund, að prestar kirkjufélagsins sum- ir aðhyllast fremur stefnu liérlendra kirkjudeilda, þeirra er strangastar eru. Forseti hefir lýst því yfir í grein- inni, sem áður var nefnd, að eftir Guðs orði sé ekki til nema ein réttmæt skilnaðarsök, hórdómur. Fylgir þar ýmsum hérlendum kennimönnum lútersku kirkjunnar, fremur en Lúter sjálfum, svo sem áður hefir verið sýnt. Varforseti seg'ir líka, að sökin sé ekki nema ein, nefnilega ótrygð; en það orð er óákveðið, og’ getur þar verið átt að eins við óskírlífi, eða við allar þær sakir, sem þeir báðir

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.