Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.09.1920, Page 23

Sameiningin - 01.09.1920, Page 23
endanna, Sá niaður er varla til, sem ekki lítur yfir heimafróttirnar, þegar hann tekur upp dagblaðið sitt, eða vikublaðið. Ekki af því að liann búist þar við stór- tíÖindum jafnaðarlega., heldur af þeirri alþektu tilhneig- ing, er flestum mönnum er meðsköpuð, að horfa jafnan helzt í áttina þangað, sem eitthvað er á hreyfingu. Og eins er farið sjón andans. Hún þolir aldrei að horfa lengi í oinu á það, sem kyrt er, leitar jafnan að einhverju, sem bærist; jafnvel þótt kyrðin isé oft og tíðum fögur og tignarelg, en hreyfingin lítilfjörleg. Þegar menn renna augum yfir það svæði mannfélagsins, sem næst er sjálf- um þeim, þá langar þá ætíð til að sjá þar eitthvað, sem líf er í; sjá meðbræður sína koma eða fara, starfa eða skenita sér; horfa á svipbreytingar og fjörkippi kynslóÖ- ar sinnar- Fyrir því renna menn augum yfir smáatriðin í heimafréttunum. Þær eru nokkurs konar hreyfimynd- ir. Samtíðin, eða sú hlið hennar, sem næst liggur manni sjálfum, blasir þar við auganu svo undursamlega fersk og lifandi, að lesandinn gleymir því all-oftast, hve smá- vrægileg atriðin eru, sem þar eru tínd saman. Annað er atugavert í þessu sambandi. Komist slík- ar fregnir í blaðið, þá gevmast þær, og enginn getur sagt með vissu, hve mikið sagan muni græða, síðar meir, á slíku fréttasmælki. Það eru því vinsamleg tilmæli vor, að orð sé haft við blaðið á öllu því, sem til kirkjufrétta getur talist vor á meðal, ekki sízt ef eitthvað er vel af sér vikiÖ og gott til eftirbreytni. Lesendurnir gjöra vel í því að leggja fyrirvara þennan á minnið. Finnist framvegis einhverj- um lesanda eitthvað venta í þennan fréttabálk uppbvggi- legt, sem þar hefði átt að standa, þá má sá hinn sami á- saka sjálfan sig fyrir að hafa ekki komið fregninni til blaðsins. --------o---------- Maðurinn og bókin. Eftir séra Sigurð S. Christopherson. Fyrir framan mig er mynd af manni, sem heldur á bók í annari hendinni. Með hinni bendir liann á þriðju

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.