Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.09.1920, Page 25

Sameiningin - 01.09.1920, Page 25
247 sá minnisvarSi, sem bezt haldi nafni hans uppi. Ásamt trúarvissu þeirri hinni þróttmiklu, sem einkennir bókina, ber þar afar mikið á djúpri lífsspeki og víðtækri mann- þekkingu. Get eg ekki stilt mig um, að minnast nokk- urra spakmæla, sem þar má finna nálega á hverri blað- síðu.Eg hefi tínt þau saman af handahófi og læt þau fylgja hér “Sá fer ekki sekur af þingi, sem sjálfur á að dæma.” “Yirðingin eltir þann, sem hana flýr, en f'lýr þann, sem hana eltir.” “Guð lítillækkaði sig, til þess að verða maður, en maðurinn vill ekki lítillækka sig, til þess að verða einn andi með Guði.” “Eg óttast, að menn iðrist ekki nema stórra klækja, en gjöri smásyndirnar að hinum stærstu syndum.” “Af lukkunnar gæðum er dárlegt að stæra sig—af því, sem getur hlotnast hinum versta manni.” “Ef vér ekki gleymum drýgðum syndum, þá vill Guð gleyma þeim; en ef vér gleymum þeim, þá er hætt við, að hann minnist þeirra.” ‘ ‘ Sæll er sá, sem missir nokkuð af lengd lífdaganna, til þess sem fvrst að ná inn í ríki himnanna.” Hér læt eg fylgja ofurlítið leng'ra sýnishorn af ræðu- gjörð “Meistara JónS”. Það er úr lestrinum á annan sunnudag í níuviiknaföstu. Höfundurinn er að tala um þá, “sem heyrt hafa orðið, geyma það í göfugu og góðu hjarta og bera ávöxt með stöðuglyndi” (Lúk. 8, 15) :— “Svo sem eg er þess fullviss, að mér verður engin skotaskuld úr lánuðu fé, á meðan eg pant hefi, svo og langt uin framar er eg þess full-öruggur, að mér muni öll harmkvæli þessa heims með eilífri gleði endurgoldin verða (jafnvel þó eg þess óverðugur sé), á meðan eg varð- veiti Guðs orð í góðu og siðsömu hjarta, því andi Guðs ber vitni mínum anda, að eg sé Guðs barn. Róm. 8. “Og færir ávöxt í þolinmæði, segir herrann. Hvor- ugt getur án annars verið: Sá sem varðveitir Guðs orð, hann færir ávöxt í þolinmæði; og hann sem ávöxt í þolin- mæði færir, hann varðveitir Guðs orð. Þess getur Jó- hannes í hans fyrsta bréfi, kap. 2., með þessum orðum:

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.